Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

10 ljóð komust í úrslitakeppnina!

Þá hefur Brattur lokið störfum... í keppninnin "Who will be the next greatest poet in Iceland, ever"

Þessi ljóð komust í 10 ljóða úrslitin... Brattur segir í umsögn sinni að valið hafi verið erfitt, MJÖÖÖÖÖÖÖÖG erfitt... úr þvílíkum eðalljóðum var að velja... 

En að lokum var þetta niðurstaðan... það sem skipti sköpum var að á einn eða annan hátt snertu þessi ljóð viðkvæma strengi í dómaranum... hann ýmisst táraðist, eða fann til í hjarta sínu... eða grét... úr hlátri...

Brattur gerðist svo djarfur að gefa hverju ljóði nafn, sem þau höfðu ekki áður.

Ljóðin birtast í handahófskenndri röð...

...annaðkvöld verður svo skorið niður í 3 ljóð og sigurljóðið opinberað á fimmtudaginn og verðlaun tilkynnt:

 Ég sakna þín Brattur

Ég sakna þín Brattur svo ósköp heitt,
nú drengirnir tættir af (kven)vörgum.
Í kvöld var það kvenkynið fríítt, en hárbeitt,
sem snaraði drápum fram mörgum- og.....
Halldór gat ekki neitt.

(Halldór)

Ég beið þín lengi, lengi

Ég beið þín lengi, lengi
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín
ó ég er að verða snaróð
ó ég skammast svo mín
ó ég meiddi mig í fingur
ó ég er jú vitleysingur
en svo kemur þú á bloggið
hér á bloggið til mín. 

(Anna)

Brattur mjólkurkex

Brattur borðar mjólkurkex
og svo hann hugsar mikið
kannski vill hann núna sex
bita af norðlensku hangikjöti

(Anna)

Prósaljóð um baðferð.

Þegar baðið þú skellur þér í
Hann Ægir skilur ekkert í því
Að andlit þitt ljómar
Og brátt fara að hljóma
Fegurstu tónverkin þín.
Hann undireins undirbýr það
Að komast til þín oní bað
Læðist inn fyrir hurð
Það heyrist örlítið kurr
Og Ægir brátt ekki er þurr.
Nú svamla þeir þarna í kór
Brattur er ekki rór
Skild´onu langi í bjór
Hann er orðin svolítið sljór.
Að endanum brátt eru mættir
Glaðir og rosalega sáttir
Við skellum nú steik á pönnu
Og berum á borð fyrir Önnu

(Kristjana)

Folinn. 

Nú er Brattur bjartur í lund
og ber að ofan.
Skyld'ann ætla að skjótast í sund
og sýna folann

(Ægir)

Mý á taði.

Engin læti eru í mér,  Inga 
mér auðvelt reynist iðulega að
laða að mér skáld og snillinga
þeir koma eins og mý á tað

(Anna)

Andskotans aspirnar.

Dóri með Ösku að pissa fór, (Altso Ösku)
var lengur en til stóðu efni.
Þurfti nefnlega að vökva tré stór,
hverrar tegundar ekki nefni. (Andskotans aspir)

(Halldór)

 

Vangadansinn.

Dóri var dapur og bað um hjálp
í dansi við dömur góðar.
Ægir tók vals og vangadans
Við það, þær urðu óðar.

(Ægir)

Klóstið.

Stelpan varla á lyklaborð kann
eða jú hún er bara klaufsk á bloggið
ég skyndilega þörf hjá mér fann
að fara snöggvast á klóstið

(Kristjana)


Höfuðlausn.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær
Hér var partýið í gær, já í gær
ertu ekki að far´að koma heim
Höfuð, herðar, hné og tær, Brattur kær

(Anna)

 


Allt að verða vitlaust

Þið eruð náttúrulega æði... kæru bloggvinir... nú þarf ég að fara að lesa fagurbókmenntirnar ykkar... ég ætla að gera það hægt og rólega... og velja bestu ljóðin og veita verðlaun...

Ég er búinn að renna augunum mínu brúnu létt yfir skrif ykkar og sé að margt kemur beint frá hjartanu... og snertir hjarta mitt, sem yfirleitt slær sín 60 slög á mínútu þannig hraðinn eykst og slær upp í þriggja stafa tölu...

Anna fær strax aukaverðlaun fyrir dugnað... og að hægt er að syngja flest það sem hún skrifar við alkunn alþýðulög... held hún hafi verið skáti, stelpan eða í flugbjörgunarsveit... en nú er best að vinda sér í lesturinn... ná sér í handklæði þegar tárin byrja að streyma... eða að klæða sig í svartan ruslapoka...

Ykkar,


Óvissuljóð

Meðan ég verð að heiman í dag og á morgun, þá er verður opið hús hjá mér í þættinum Óvissuljóð. Bloggvinir og aðrir skemmtilegir gestir spreita sig á að gera ljóð sem enginn veit hvernig enda þegar lagt er af stað, sbr. óvissuferð.... hér er sýnishorn...

Hver er maðurinn? 

Syndir eins og selur
Smá stund að heiman dvelur
Lítillátur ljúfur kátur
Leysið þetta hnátur...


Æfingar hafnar

... nú er ég byrjaður að æfa fyrir skákmót bloggara sem verður haldið 21.september... það er aðllega þolið sem ég verð að bæta og  geri það með léttu skokki... hér eru myndir af fyrstu æfingunni, hér eru nokkrir skákmenn á léttu skokki.... mér sýnist ég sjá þarna m.a. Halldór og Ægi ... eredda ekki Dóri sem felur sig hjá hálfnakinni konu??? hmm... ég sé ekki betur... sjálfur birtist ég um miðbik myndarinnar, klæddur hvítri ermalausri peysu...

Bréf frá Svíþjóð

Ásgeir bloggvinur minn frá Húsavík, en býr nú í Svíþjóð var að senda mér bréf...í þemanu "skáldað upp í bloggvini"...

Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá skrifaði Ásgeir ekki þetta bréfkorn í ljóðrænu formi, heldur legg ég honum þetta í munn... eins og með aðra mína bloggvini og jafnvel fyrir utan þann hóp sem ég hef gert slíkt hið sama við, þá vona ég að fólk taki þetta ekki illa upp og fyrirgefi mér þennan leik...

Ég get verið duglegur
en vinnuþjarkur
er ekki kannski ekki beint

þegar ég er að sinna
ákveðnu verkefni
þarf ég mikið næði

ég loka gluggum og hurðum
slekk á símanum
og dreg gluggatjöldin fyrir

meðan tölvan er að koma upp
lygni ég aftur augunum
fitla við skeggið

og svo er ég kominn í gang


Kveðja, Ásgeir


Ég var kukklaður....

... blogg"vinir" mínir sendu eitthvert klukk á mig áðan... ég held ég kalli þetta nú bara kukkl... (ellið hlýtur að eiga að vera aftast)...
...en ég er búinn að komast að því hvað þetta er... klukk þekktist ekki í mínum ungdæmi... þá meina ég orðið klukk það var ekki til í mínum heimabæ... þar hét þessi leikur TÓ... miklu flottara orð, finnst mér...

...ekki nóg með það að fá kukklið á sig, heldur er maður líka hvattur til að vanda sig og "segja eitthvað gáfulegt"... mikli pressa sett á Bratt greyið sem er nývaknaður eftir síðdegisblund og bara litli heilinn kominn í gang...

...það voru þær Marta Smarta og Anna Appelsína sem "kukkluðu" mig....

1. Langatöngin á mér brotnaði einu sinni og er bogin fremst, síðan hef ekki getað gert F*** merkið almennilega.
2. Ég er fæddur og uppalinn í Fjallabyggð (austurbænum)
3. Ég er 184 cm á hæð
4. Ég er gráhærður
5. Ég er 53 ára
6. Ég er svæðisstjóri 
7. Ég er BifrestingurCool
8. Ég kann að teflaCool

 


Með Katie á heilanum

... stundum fær maður lag á heilann... ér er lentur í því núna...


Hvar byrja ég?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvar hlutir byrja og hvar þeir enda.
Vegur byrjar og hann endar. Allt byrjar og það endar, er það ekki annars?

Í sundinu hef ég uppgötvað að maður er ekki búinn að synda fyrstu ferðina
fyrr en maður snertir bakkann hinum megin... maður deilir ekki við sjálfan sig um það.

Þetta leiðir hugann að því, að árið 1 var ekki búið fyrr en á miðnætti 31.desember árið 1.

Aldamótin síðustu voru því ekki fyrr en á miðnætti 31.desember árið 2000.
Það fann ég út með þessum hætti:

Ég ímyndaði mér bara að ég synti 2000 ferðir í sundlauginni (var heila viku að fara allar þessar ferðir).
Þegar ég snerti bakkann eftir 1999 ferðir og sneri mér við og byrjaði á ferð númer 2000 þá
var ég ekki búinn með þessar 2000 ferðir.
Ég þurfti að klára ferð númer 2000 og snerta bakkann að henni lokinni, þá var sundið búið.Þetta fannst mér einfallt að skilja þó ég væri nokkuð slæptur eftir sundið.

Í íþróttum er hinsvegar verið að flækja málið svolítið.
Þú klárar sundið þegar þú snertir bakkann með höndunum; þarft ekki að koma með tærnar við líka.
Þú klárar hlaupið þegar fyrsti hluti líkamans snertir eða fer yfir endalínuna, oftast brjóstkassi.

Í hástökki og stangarstökki gegnir allt öðru máli. Það er ekki nóg að fara bara með höndina yfir rána, heldur verður skrokkurinn og allur pakkinn að fylgja með líka og það síðasta sem yfirleitt rennur yfir ránna eru tærnar.
Þarna er greinilega verið að gera upp á milli íþróttagreina.

Þessar pælingar urðu til þess að ég fór að hugsa; fékk mér 2 mjólkurkex og ávaxtasafa út á verönd, og horfið niður eftir skrokknum og alla leið niður á tær.
Hvar byrja ég... hmm.. og áður en ég vissi var ég búinn með báðar mjólkurkexkökurnar...

Byrja ég á hvirflinum og enda á iljunum... eða öfugt??? eða byrja ég jafnvel á stóru tánni hmm...?

Ég hef gert smá prufu og spurt vini og kunningja... "hvar byrjar þú"? ...þeir eiga ekki auðvelt með
að svara þessu... einn sagði reyndar..."ég byrja í augunum"... en mér finnst það eiginlega ekki ganga upp... það er ekki hægt að byrja svona í næstum því í miðju kafi...

Mig langar því til að forvitnast um þig, kæri lesandi... hvar byrjar þú og hvar endar þú?


Nútíma Neró

... það er rosalega langt síðan að ég setti ljóð í fyrsta skiptið inn á netið... þá var netið ekki eins og það er í dag... þetta var bara texti... engar myndir og ekki grunaði mig þá hvernig þetta net myndi þróast... en þetta fréttist eitthvað smávegis og Ríkisútvarpið kom og tók viðtal við mig... þetta þótt nokkuð merkilegt... ég fylgdi þessu þó ekki eftir og nú ansi mörgum árum síðar er ég hér á þessari síðu að henda inn einu og einu ljóði frá því í gamla daga og nýlegri textum...

Þau fáu ljóð sem ég setti á netið þarna aftur í tímanum voru einnig þýdd yfir á ensku af enskukennaranum mínum, Guðbrandi Gíslasyni...

Hér er sýnishorn:

Nútíma Neró.

Sötrar kaffi
og Courvoisier
uppí sófa
lygnir aftur augum

hlustar á blús
úr Bang og Olufsen

meðan mannkynið
grefur eigin

gröf

 

... og svo á ensku...

 

Nero updated.

Sipping coffie
and Courvoisier
Reclinging on the sofa

Shut his eyes

Listen to the blues
through Bang & Olufsen

While humanity
unspeakably exhausted

Keeps feeding the flames

 

 

 


Konungur ljónanna

Nú er ég búinn að vera að kolefnisjafna í allt kvöld (hét einu sinni að gróðursetja) eins og í gær... svo uppsker sem sáir... byrjaði fyrir 15 árum að stinga plöntum í mold í litla landinu okkar út á Þelamörk, vissi ekki þegar ég byrjaði hvort ég hefði gaman af þessu... að stinga fingrunum ofan í rakan jarðveginn og finna moldina þjappast undir nöglunum... hélt þetta væri nú ekki fyrir mig... en viti menn, hef haft mjög gaman af þessu öll þessi ár og nú eru sumar plöntunar orðnar helmingi hærri en ég...

...og ég get nú farið í Tarzan leik, hlaupið í lendarskýlu á milli runnana og ljónið hann Kátur á eftir mér, þykist vera mjöööög grimmur... svo sláumst við í grasinu þangað til ég næ að koma honum undir, þá róa ég Kátinn, hvílsa galdraþulu í eyra hans og eftir það erum við vinir.

Að lokum við sólarlag horfa stoltir félagar yfir gróðurmikla landareign sína og hlusta á hljóðið í öpunum,  Kátur ljón og Brattur konungur ljónanna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband