Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Osturinn

Við borðum ostinn að innan
gott er mjúkan að finn´ann
Við aldrei út aftur rötum
Þó hann sé allur í götum

Gott er saddur að vera
Hvað eigum við nú að gera?
Aldrei er ein stök báran
Eigum við kannski að klár´ann?

.

mice & cheese

 

.

 

 

 

 

 

.

 


Fyllibytturnar

... einu sinni voru fyllibyttur sem hétu Dow Jones, Nasdaq, Dax og FTSE... þeir drukku mikið og stíft eins og fyllibytta er siður...

Svo fóru þeir allir í meðferð...

En eins og gerist með góðar fyllibyttur, þá féllu þeir allir sama daginn...

Dow Jones aðaltöffarinn féll um 7%

Nasdaq greyið féll um 9,1%

FTSE (sem oft var uppnefndur Táin) féll um 5,3 %

DAX-arinn féll um 4,2%

Aðstandendur þeirra töpuðu sér algjörlega, fengu áfall eða réttara sagt áföll þegar þetta gerðist og vinna nú allir í svepparæktun á Flúðum.

.

vangogh_drinkers

.

Smáa letrið; Myndin er eftir Van Gogh, ætli hann fari í mál við mig?


Blue

... þeir eru margir skemmtilegir textarnir sem hafa verið samdir í dægurlagaheiminum...

... þessi er sérlega einfaldur... og er ekki einfaldleikinn bestur? Ekki skemmir lagið og flutningurinn...

When I´m feeling blue, all I have to do, is take a look at you, then I´m not so blue...

.

 

.


Gæðastund


Þegar Skrattinn hitti ömmu sína 2. kapítuli

... við skildum við Ömmu Skrattans í síðasta kafla þar sem hún stefndi á fimmtíu kílómetra hraða á Vespunni sinni beint á borðið hjá Skrattanum og Helenu fögru...

Sú gamla prjónaði á hjólinu í kringum borðið og öskraði; hvað heldur þú að þú sért að gera skrattakollurinn þinn?
Hún stökk svo af baki, tók í eyrnasnepilinn á Skratta greyinu og dró hann af stólnum... lagði hann síðan yfir hnén á sér, dró niður buxurnar og rassskellti hann... Skrattinn öskraði; amma vitleysingur, slepptu mér, slepptu mér... andskotans vesen á þér, má ég ekki fá mér bjór fyrir þér...

Helena fagra... hélt áfram að sötra bjór og reykja Havanavindil... hún glotti út í bæði...

.

 rg_848419_m600

.

Eftir dágóða stund af rassskellingum tókst Skrattanum að snúa á ömmu sína... hann henti sér út af stólnum og lá með buxurnar á hælunum á jörðinni... teygði sig í pilsfald ömmu gömlu og hélt fast... hann náði að standa upp og tók að sveifla kerlingunni í kringum sig þar sem hann hélt í pilsfaldinn..

Nokkur hópur áhorfenda, púkar með hala,  hafði drifið að og hvöttu þeir Skrattann til að henda ömmu út í á... Skrattinn lét ekki lengi hvetja sig til illra verka og sleppti pilsinu í einni sveiflunni... amma sveif í fallegum boga og lenti með skvampi í ánni Leðju...

Skrattinn stóð á árbakkanum, ennþá með buxurnar niður um sig, hló rosahlátri og púkarnir allir með...
Helena fagra stóð þá upp, gekk að Skrattanum og ýtti hressilega á bak hans... hann riðaði til falls og hvarf í ána... þegar honum skaut upp náði hann að öskra; ég kann ekki að synda, ég kann ekki að synda...

.

ben_gubb_river-drawing-1

.

Amma gamla sem tróð marvaðann aðeins utar skellti sér á skriðsund og náði að grípa í hornin á barnabarninu sínu... hún hafði eins og margir lært björgunarsund í skólasundinu í gamla daga og nú kom það sér vel...

Skrattinn lá á árbakkanum og var gjörsamlega búinn... hóstaði upp vatni og ranghvolfdi augunum...
Amma tók utan um hann og sagði; Andskotinn minn, ertu ekki að ná þér vinur?

Skrattinn greip Andann á lofti og jafnaði sig með það sama.

.

 439276429_6f688b5d22

.

Farðu til Helvítis sagði Skrattinn við Helenu fögru. Já, en við erum þar, svaraði Helena... og vissi ekkert hvern Fjandann Skrattinn var að meina...
Farðu bara eitthvað svaraði Skrattinn... hann var bálvondur út í Helenu...

Heyrðu, sagði amman, viltu ekki elsku Skrattakollurinn minn koma með mér í húsgagnaverslunina Hel að kaupa Olnbogarými? Við skulum fá okkur heitt kakó og pönnsur...

OK amma, svaraði Skrattinn og vippaði sér á bak Vespunni bleiku fyrir aftan gömlu...
Svo brunuðu þau af stað... Skrattinn hélt utan um ömmu sína og hvíslaði í eyra hennar;

Þú ert besta Helvítis amman sem til er...

 

.

 heart5

.

Smáa letrið; Þetta var sagan um það þegar Skrattinn hitti ömmu sína.


Þegar Skrattinn hitti ömmu sína - 1. kapituli

Það hafa flestir heyrt orðatiltækið "þar hitti Skrattinn ömmu sína" en það eru kannski ekki margir sem hafa heyrt söguna á bak við þennan hitting.

Hér kemur hún;

... Amman Skrattans átti heima í Helvíti eins og gefur að skilja... hún bjó í borginni Klíð... í gamla bænum... í miðjum Klíðum....
Hún bjó í frekar lítilli íbúð og langaði að stækka hana... barnabörnin hennar komu afar sjaldan í heimsókn af því að það var svo þröngt heima hjá henni... hana langaði að fá þau oftar... sérstaklega Lalla Lata, Feita Finn, Halldóru Höltu og svo Skrattann sjálfan sem var í miklu uppáhaldi hjá henni...

Hún hafði samt áhyggjur af krökkunum, Skrattinn var farinn að fá sér bjór og með sama áframhaldi myndi hann bara enda í ræsinu...

.

 8_7_devil

.

Amman átti hund sem hét Ljómandi. Hann kemur eiginlega ekkert meira við sögu, en ég varð bara að nefna hann þar sem hans er svo sjaldan getið í Skrattasögu.

Amma Skrattans var einn morguninn að drekka kókosteið sitt. Hún setti alltaf fimm dropa af rommi útí það... hún hugsaði skýrara þá, fannst henni. Hún var að lesa morgunblaðið sitt, Djöflastundir. Rekur hún þá ekki augun í auglýsingu frá húsgagnaversluninni Hel, þar sem verið er að auglýsa tilboð á "Olnbogarými".

.

 great_grandmother_gress_margaret_conner_gress

.

Olnbogarými er galdratæki sem virkar þannig að ef farið er með það í herbergi í húsi eða íbúð og borin á það jarðhnetuolía, þá stækkar herbergið. Þá verður meira rými til að snúa sér, án þess að þurfa alltaf að leggja olnbogana að síðunni.

Amman var ekkert að tvínóna við hlutina, frekar en fyrri daginn. Skellti sér á bak reiðskjóta sínum, bleiku völtu  Vespunni. Þegar hún ók eftir Sukkstígnum, þar sem barir og búllur voru við hvert fótmál, sér hún ekki hvar Skrattinn situr við borð rétt hjá ánni Leðju. Hann er með bjór í annarri hendi. Með hinni hendinni hélt hann utan um Helenu fögru.

Við þessa sýn snöggreiðist amman, tekur skransbeygju á Vespunni. Gefur allt í botn og stefnir beint á Skrattann.

... framhald...

 


Skemmtilegur

... ekki nóg með það að vera besti framkvæmdastjórinn í boltanum, heldur er hann sá alskemmtilegasti líka... keppinautarnir verða alveg dýrvitlausir þegar Ferguson kemur með sínar dásamlegu athugasemdir...

... og auðvitað hefur hann alltaf eitthvað til síns máls... og ég skemmti mér konunglega...

... og ég er viss um að það er fleirum en mér skemmt með þessari yfirlýsingu... t.d. Arzenal bloggvinur í Eyjafirði ytri...

.

alex_ferguson

 

.


mbl.is Ferguson: Arsenal erfiðari en Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sókn er besta vörnin

Já... nú er komið að því að vinna leik!... Skiptir ekki máli hverjir verða í vörninni, því við verðum í stöðugri sókn allan leikinn...Cool

Spái 0-2 sigri fyrir United og að Gary Neville verði með bæði mörkin Wink

.

 neville_504981

.


mbl.is Á að velja Jonny Evans?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berfættur

... spakmæli kvöldins...

Sá sefur vært sem veður yfir lækinn í stígvélum.

Sá sefur betur sem hoppar yfir lækinn, berfættur.

.

feet-761353

 


 Hvaðan skildi þetta spakmæli vera ættað?


Heimsendir

Heldur þú að það verði nokkuð heimsendir þó við verðum heim sendir...

.

waldorf_stettler

.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband