Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Munnharpa og Riverdans

Þá er góð helgi að baki... gerði margt, en þó ekkert stórkostlegt og þannig á það að vera... keypti mér ódýrt gasgrill til að eiga heima... ósamsett... nú skil ég af hverju ósamsett grill eru svona miklu ódýrari en samsett... ég var þrjá eða fjóra tíma að setja draslið saman...

...síðan hóf ég æfingar á nýju skemmtiatriði sem ég ætla að nota í fjölskyldupartíum í sumar (og jafnvel víðar ef ég verð pantaður)... það er þannig að ég spila á munnhörpu lagið "Hani ,krummi, hundur, svín" og dansa Riverdans á meðan... tvær litlar stelpuskottur 3ja ára og 1 og 1/2 árs fylgdust með afa sínum æfa atriðið út á verönd, dönsuðu með og klöppuðu óspart... þetta var í gær...mér þótti því, miðað við undirtektir litlu hnoðrana að þessi sýning gæti slegið í gegn hjá fjölskyldunni... í  hefðbundnu sunnudagsmorgunkaffinu hjá okkur í morgun frumsýndi ég svo atriðið fyrir fullorðna fólkið...

... í þetta skiptið gekk ekki eins vel... áhorfendur hlógu, skríktu og veinuðu... viðtökur sem ég átti bara alls ekki von á... og af því að hlátur getur verið svo smitandi, þá endaði bara með því að ég fór sjálfur að hlægja ofan í munnhörpuna... og Hani, krummi, hundur og svín, varð eignilega ekkert lag lengur... og atriðið endaði miklu fyrr en til stóð...

Svo komu dómarnir; fólk var nokkuð sammála um að væri góður heildarbragur á atriðinu og að ég "hefði þetta allt" ... en þó væri dansinn kannski ekki alveg það sem venjulega er kallað Riverdans... þetta væri eignilega bara svona meira..."Lækjarsprænudans"...

... ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta eru góðir eða slæmir dómar og hvort ég eigi að halda áfram æfa þetta geggjað atriði eða hætta á tindinum...

..ætli ég sofi bara ekki á þessu eina ljúfa júlínótt, eða svo...


Keppnisskap

Ég hef alla mína æfi stunda einhverjar íþróttir... einu sinni var ég í fótbolta og handbolta... einnig spilaði ég um tíma körfubolta með vinum og kunningjum, telfdi... og svo kom langur tími þar sem ég hljóp út um allt og tók þátt í almenningshlaupum, hljóp oft hálf maraþon hlaup og náði að klára heilt einu sinni áður en hnéin gáfu sig... einna skemmtilegast var þó þegar ég tók þátt í nokkrum þríþrautarkeppnum, en þar var synt, hjólað og hlaupið í einni striklotu...

Nú syndi ég nær daglega til að liðka kroppinn og halda mér í einhverskonar formi...

Og ekki hefur mig vantað keppnisskapið... það er eiginlega sjálfstætt eliment sem tekur af mér völdin... ...þegar ég er kominn að sundlaugarbakkanum, þá lít ég í kringum mig til að sjá hvort að einhverjir verðugir keppendur séu að svamla í lauginni... ef svo er þá reyni ég að synda á brautinni næst þeim, sting mér út í og keppnin hefst... ef ég næ ekki að halda í við þann sem er við hliðina á mér, þá breyti ég reglunum, hann/hún skal sko ekki hringa mig og síðan passa ég mig bara á því að ljúka keppni áður en það gerist... nú ef ég er betri en "keppandinn" þá reyni ég að hringa viðkomandi eins oft og ég get...

... og það besta er, ég vinn alltaf!

En saklausir sundlaugargestirnir, sem lentu í öðru sæti, vita náttúrulega ekki að þeir voru í keppni...

Maður er ekki í lagi... en ég held þetta sé nú gert til að hafa eitthvað að hugsa um meðan maður syndir... eða er ég bara ruglaður?

Flosi Ólafsson sagði einu sinni að sér leiddist sund "af því maður væri ekki að fara neitt sérstakt"! 

 


Húnaver

... ég ók fram hjá Húnaveri í dag... var hugsað til þess þegar ég var unglingur og það voru útihátíðir um verslunarmannahelgar á túninu þarna... nú mega unglingar hvergi tjalda... þar er búið að banna þeim það á flestum stæstu tjaldstæðum landsins... en hverjir hafa bannað það... kannski þeir sem voru einu sinni í Húnaveri?

Húnaver.

Mannstu
þegar við veltumst um
blindfullir milli tjalda
í Húnaveri
á frídegi verslunarmanna
og sungum
Thats amore

John Lennon
kom í heimsókn
krókódílar voru
dregnir í bandi
eins og hundar
og við syntum
í Svartá
Trúbrot spilaði Lifun
og þú kveiktir í tjaldinu

Dingalingaling
dingalingaling
Thats amore

 


Þættinum hefur borist bréf

Alltaf þegar ég er ein heima
kaupi ég mér grafinn lax og humar

kasta hvítvínsflösku í kalt bað

fylli gamla mosagræna vaskafatið sem
hún amma mín átti af vel heitu vatni
set nokkra dropa af barnaolíu útí

gæði mér á ljúffengu fiskmetinu
og ristuðu brauði
í fótabaði

og horfi á Greyhound day

 

Kveðja, Vilborg


Í ljósaskiptunum

Ég sá þig
í baksýnisspeglinum
á rauðu ljósi

það var brennheit ást
við fyrstu sýn

við héldum áfram
yfir á grænu

sástu ekki
hvítan blett
í hnakka mínum?

Garún
Garún

 


Tíminn og vatnið og veiðimaðurinn

... mikið rosalega líður tíminn fljótt... en þetta eru svosum allir að segja... fór seinnipartinn í gær upp í Laxárdal... fékk tvo urriða... sleppi öðrum, fannst hann ekki nógu feitur... en langur var hann!

Gisli_0228_sma 

 Í dag förum  við út í sumarbústað og grillum hinn fiskinn, þann feita, 4,5 pund. Það er náttúrulega uppskriftin, gráðostur í flakið, sveppir og graslaukur... klikkar ekki.

Í gær var júní í dag er júlí... svona geta nú hlutirnir gerst hratt...

Milljón

Fyrir
milljón árum
voru
milljón ár
til dagsins
í dag.

Og eftir
milljón ár
eru milljón ár
liðin
frá deginum
í dag.

Og þú ert
einn á móti
milljón.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband