Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Sagan um uppruna Laufabrauðsins - fyrri hluti

Sagan um uppruna Laufabrauðsins. - fyrri hluti -

xjxollaufabraud7-stort 

 

Nokkru áður en Ísland „fannst“ sem kallað er, af Ingólfi strokumanni frá Noregi, hafði sest að fólk og hafið búsetu í hjarta Tröllaskagans. Engin vissi hvaðan þetta fólk hafði komið. Talið er þó vegna hárrar greindarvísitölu og gjörfulleika fólksins, að það hafi ekki verið komið af öpum eins og aðrir sem jörð þessa byggja. Tilgátur eru á lofti um að það hafi verið  komið langt að, jafnvel frá fjarlægum sólkerfum.

.

 46-2

Fólk þetta settist  að í frjóum og afskekktum firði með háum fjöllum allt í kring. Fjörðinn  nefndu þau Ólafsfjörð eftir foringja sínum, Ólafi Bekk.
Ólafur Bekkur  átti konu eina, mikinn skörung og skemmtilega, hún kunni líka ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu, blessunin. Kona þessi hét Laufa og bar eftirnafn manns sín.
Laufa Bekkur hét hún því fullu nafni. Hún var ætíð góð við kallinn sinn og hugsaði um hann af natni og ást. Ólafur Bekkur sást því aldrei öðruvísi en brosandi.

.

 bad%20morning

 

Seinna umbraust, sem kallað er,  F-ið í nafninu Laufa í G og þaðan er nútímanafnið Lauga komið. Þetta merka brauð sem hér er um fjallað,  ætti því að heita Laugabrauð, en ekki Laufabrauð í dag.

Laufa var góður kokkur, eldaði og bakaði ýmislegt er þeir sem síðar komu til landsins höfðu aldrei séð hvað þá smakkað og var margt af því tengt jólahátíðinni. Enginn vissi reyndar í þá daga af hverju þeir voru að halda jólin hátíðleg.

.

 hangikjoet

Brauð var steikt um jól og borðað með jólamatnum ásamt öli sem karlmennirnir brugguðu. Sagt er að þegar Ólafur hafi verið orðinn hýr og kátur mjög á jólum, hafi hann étið manna mest af kjöti með Þora baunum og niðurstúf... niðurstúfur var hvít sósa ekki ósvipuð þeirri sósu sem við í dag við köllum uppstúf... og Þora baunirnar eru náttúrulega bara grænu baunirnar sem við köllum nún Ora baunir.
En í þá daga voru það bara hinir hugrökkustu sem þorðu að borða þessar grænu baunir, Þora baunirnar, liturinn á þeim skefldi.

 graenarbaunir

.

Hefð var hinsvegar fyrir því að borða hanginn Skarf á Aðfangadag þar sem meðlætið var soðnar kartöflur með njólauppstúf.
Best þótti þó Óla kallinu samt þunna brauðið er elskulega Laufa hans hafði steikt uppúr feiti og kláraðist það ætíð fyrst allra kræsinga af borðum.
Það eina sem Ólafi fannst betra en Laufabrauðskaka með sméri, voru tvær Laufabrauðskökur með sméri.

.

 hrif09

 

... framhald...


Hugsað til baka

... ég var alinn upp í litlu sjávarþorpi... mikil einangrun og varla bílvegur fær úr þorpinu, nema yfir blásumarið... flóabáturinn Drangur kom tvisvar í viku, ef ég man rétt... þá stóðum við krakkarnir í fjörunni og góluðum "hey babiríbba, Drangur er að píbba"...  dagblöðin kom oft í vikuskömmtum og ekkert sjónvarp... hlustað á ríkisútvarpið og bátabylgjuna...

... flestir karlarnir sjómenn og pabbi var sjómaður... maður sá hann ekki nema af og til, var á vertíð einhversstaðar annarsstaðar á landinu... þannig kom það til að flestir voru kenndir við mömmur sínar.... Böddi Hófu, Gilli Sigurveigar, Ægir Fjólu...

... ekki ætla ég að segja að hlutirnir hafi verið betri þá, síður en svo... en hef ekkert annað en skemmtilegar minningar og frekar áhyggjulaust líf...

... ég er með í smíðum ljóðakafla frá þessum árum sem ég skipti um í þrjá kafla... tvo um vini mína Bödda Hófu og Ægir Fjólu... sá þriðji verður svo um mig og mínar minningar frá þessum árum...

... allir sjómenn voru í svörtum duggarapeysum, eins og Kolbeinn kafteinn sjálfur... hann hefði fallið vel í þann hóp... 

 

 Had_crie

.

Karlarnir.

Að verða stór
gerðist ekki bara si svona

Það báru karlarnir með sér

sjóbrúnir í andliti
með skeggbrodda
og reynslumikil dimm augu

svo klárir
og vitrir
og sterkir
og duglegir til vinnu
vissu alltaf
hvað þeir áttu að gera
ekkert hik

á mínum mönnum

herðabreiðir
í svörtum
duggarapeysum

 

 


Jóla-undirbúningur

... það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar jólin nálgast... þrífa... baka... kannski mála einn vegg, eða ofn... fara í klippingu... hraðátak í megrun... kaupa jólagjafir...  skrifa jólakort... huga að jólasteikinni... sama í matinn og síðustu jól... hmm... setja skóinn út í glugga... um að gera að trúa á jólasveininn fram í rauðan dauðann...

... svo eru sumir hlutir meira ómissandi en aðrir... hjá mér er það Laufabrauðið... Laufabrauð með kúmeni... ég er alveg viss um að ef ég fengi ekki Laufabrauð með kúmeni... þá yrðu engin jól...

 DSC_2044-1

.

... svo þarf að tékka á því hvort maður eigi nógu fín jólaföt og í hverju maður ætlar að klæðast undir jólafötunum... hvernig jólaundirbúningi ætla ég að klæðast í ár... það þýðir ekkert að vera glerfínn að utan og svo í einhverjum druslum innanundir... hér kemur jóla-undirbúningurinn  minn í ár...

.

 diaperdiversion1


Einhliða viðræður

... úpps... nú er mikilli vinnutörn lokið hjá mér... og mikið er ég feginn... hef ekkert bloggað í langan tíma... og enginn tími til að blogga eða skoða hvað er að gerast á bloggsíðum... en nú er betri tíð í vændum með blóm í haga... að vísu skrepp ég nokkra daga í útlandið í næstu viku... en svo þegar desember rennur upp, þá er best að sækja einhverjar heimatilbúnar jólasögur og birta hérna... má þar m.a. nefna sögulega skáldsögu um uppruna Laufabrauðsins...

... hér kemur að þessu sinni örstutt innlegg í þáttaröðinni "Orðin krufin"...

... hef lengi velt fyrir mér orðunum "Einhliða" viðræður og "Tvíhliða" viðræður... þetta er alltaf í fréttunum... ég skil þetta ekki alveg og þó...

eru ekki "Einhliða" viðræður þegar annar aðilinn talar og hinn þegir... ? það hlýtur bara að vera...´

... í "Tvíhliða" viðræðum þá hinn tala...  er þetta ekki bara svona...?

... svo þegar fjarlægja þarf t.d. botnlanga... þá er viðkomandi skorinn "upp"... ef að viðkomandi hefur t.d. verið rollubóndi, þá er hætta á því að rollurnar hans verði skornar "niður"... ef maðurinn kemst ekki fljótlega á lappirnar... sbr. vísuna... Jón var skorinn upp, en rollurnar hans niður...

... annars var hún Bibba á Brávallagötunni mikið í uppáhaldi...  enda ekki skortur á athugunarleysi á þeim bænum...

... og svo var það kunningi minn sem sló stundum saman orðtökum og málsháttum...

.

 old-sneakers-719759

.

... þessi var mikill Valsari og var ekkert sérlega vel til KR-inga eins og gengur... einu sinni kom einn Valspiltana á nýjum fótboltaskóm á æfingu... vinur minn horfði á skóna, sem voru svartir og hvítir, röndóttir... sem sagt alveg í KR "litunum"....

Gapandi af undrum og hneykslun sagði vinurinn; Hvernig datt þér að kaupa þessa skó í hug?

... ég hef alltaf síðan haldið mikið upp á þessa setningu...

 

 


Fjallið

... það getur verið gaman að ferðast um landið á öllum tímum ársins... vegna vinnu minnar er ég mikið á ferðinni og dáist alltaf jafn mikið af litbrigðum himinsins og margbreytilega... í gærmorgun var ég á ferðinni í Húnavatnssýslum.. ský og litir tóku á sig allskonar myndir í morgunsárið... einhvertíma birti ég hér á síðunni ljóðið Fjallið... það kemur hérna aftur, mér fannst það einhvernvegin passa svo vel við þessa mynd...

 

.

Morgun

 Fjallið

Sjáðu fjallið þarna er það
það er svo hátt þú varla sér það
hirtu ekki um kaldann vindinn
haltu þráðbeint upp á tindinn

Þétt er morgun þokan gráa
Fjallið gerir menn svo smáa
Ekki yfir striti kvarta
Fylgdu alltaf þínu hjarta

Brött er brekkan vörðu grjóti
Öll er leiðin upp í móti
Á grýttu fjalli margur týnist
Það er lengra upp en sýnist

Um kvöld á fjallsins tindi stendur
Horfir yfir höf og lendur
Af þér heitur svitinn bogar
Himinhvolfið allt það logar

 


Tíminn

... nú er dimmt og hvasst úti... við sitjum inni í hlýjunni... og hlustum á hvernig rigningin lemur rúðurnar... við ráðum engu um það hvaðan  og hvernig vindarnir blása... en við getum skýlt okkur fyrir þeim og kuldanum inni í hlýjum húsunum...

... við kveikjum á kertum og hugsum til þeirra sem eiga ekkert skjól... hugsum til þeirra sem líður ekki vel... hugsum hvað við erum smá og lítil í eilífðinni... og hve tíminn er dýrmætur...

 CA6V4LIB

 .

Tíminn.

Hann vekur þig
að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld

Tíminn gamall og reyndur
en samt ungur sem barn

Það eina sem þú átt
 

Hann vekur þig að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband