Orð í tíma töluð

Ójafnréttið stingur sér niður á hinum ólíklegustu stöðum... jafnvel hefur það grafið um sig í íslensku máli án þess að nokkur hafi tekið eftir því... fyrr en nú, að ég vil benda ykkur á hvað er að gerast;

Ef sagt er að maður (karlmaður) sé kaldur... þá er meint að hann sé svalur, kúl... töffari.

Ef það sama er sagt um konu, þ.e. að hún sé köld... þá er hún sko ekki svöl... nei, ekki aldeilis, þá er meint að konan sé eins og járnklumpur, hjartalaus... miskunnarlaus... heimsskautajökull.

Ef talað er um að karlmaður sé mjúkur... þá er átt við að hann sé ekki karlremba heldur hafi eiginleika sem konum líkar við... þ.e. duglegur við húsverkin og vökvar jafnvel Aloe Vera plöntuna í stofunni.

Ef kona er sögð mjúk, þá er allt annað uppi á teningnum eins og við vitum... þá er ekki átt við að hún sé dugleg að vaska upp eða dugleg að spinna ull ... nei, mjúka konan er nefnilega í þéttari kantinum meðan mjúki karlinn getur hæglega verið tágrannur.
.

MillerThinMen-big 

.
En konur hafa samt, síðustu áratugina, náð mjög langt í jafnréttinu... en það hefur ruglað íslenskuna í ríminu og mig líka... á Alþingi er kona ávörpuð; Frú forseti... Ég verð alveg að viðurkenna að ég er ekki alveg að ná þessu... svo eru konur orðnar prestar líka, mýgrútur af konuprestum út um allt... hvort á maður þá að segja hún presturinn eða hún prestan ?

Þar sem ég er bæði mjúkur og kaldur karl þá er ég alveg til í að aðlaga mig að þessum breytingum í íslensku máli... en eitt mun ég aldrei geta sagt, jafnvel þó að konur geti einhvern tímann orðið það;

En það er;

Hún afinn.
.

sontu_tea_cup

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eða hann amman.

Hitt verðum við bara að sætta okkur við. Þetta er Ísland nútímans með breyttum málvenjum, en ekki öllum svo slæmum.

Er ekki það sem skiptir máli að vera bara góð manneskja, innan sem utan, hvers kyns sem maður er?

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Flott mynd!

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 20:05

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

En hvað ég er sammála þér Brattur. Þetta er alls ekki svo auðvelt að skilja, allt saman. Hvernig getur forseti verið frú? Svona er þetta barasta orðið allt saman. Ég var til dæmis kallaður frú skakkur um daginn. Er barasta alls ekki að ná þessu.

Búiinn að finna á? "By the way"?!

Halldór Egill Guðnason, 10.3.2011 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband