Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Áskorun til forseta Íslands.

Nú er farið að nefna Ólaf Ragnar, Lúkas, Jesús og Framsóknarflokkinn í sömu andrá.

Ég ætla nú að taka upp hanskann fyrir Jesús vin minn og biðja menn um að vera ekki að bendla hann oftar við Framsóknarflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn berjast hinsvegar hatrammri baráttu um forseta vorn. Báðir vilja þeir eignast gersemið og er baráttan mjög tvísýn.

Sjálfum finnst mér Ólafur meiri Sjálfstæðismaður í dag heldur en Framsóknarmaður. Það kæmi mér ekkert á óvart þó Ólafur Ragnar byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsþingi.

Ólafur er nefnilega búinn að sjá að hann nær að öllum líkindum ekki kjöri ef hann fer í forsetaframboð einu sinni enn. Það yrði ferkar sneypulegt fyrir hann að enda forsetaferilinn á því að vera hafnað af þjóðinni.

Því skora ég hér og nú á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Óli, viltu bjalli í mig út af þessu máli, ég er með nokkra góða punkta handa þér í þetta plan... þú lest bara inn á talhólfið mitt eða smessar á mig ef þú nærð ekki í mig. (Ég er enn með sama númerið).
.

 crop_500x

.

ps - Bjarni Ben. má alls ekki frétta af þessu.

 


mbl.is Forsetinn er týndi sonurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2/3 ætla að samþykkja Icesave.

Ég gerði skoðanakönnun í heita pottinum, kvöld eitt fyrir skemmstu.

Við vorum þrír karlar í pottinum, ég, Palli og maður sem ég þekki ekki en leit út fyrir að heita Magnús.

Ætlið þið að samþykkja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni ? spurði ég.

Palli sagði hiklaust JÁ en maðurinn sem leit úr fyrir að heita Magnús var óákveðinn. (Hann vildi kynna sér málið betur, gat nú verið).

Ég sagði JÁ eins og Palli.

Þessi skoðanakönnun bendir því til þess að 2/3 Íslendinga ætli að samþykkja Icesave lögin en 1/3 er óákveðin... enginn á móti. Þar kom að því að við Íslendingar stæðum saman.

Að lokum, þar sem langt er nú um liðið síðan ég hóf raust mína upp hér á blogginu, langar mig að rifja upp þessa fallegu barnasögu sem ég lærði árið tvöþúsund og Icesave eitt;

Einu sinni var broddgöltur sem hélt að hann væri eiturslanga, einu sinni var eiturslanga sem hélt hún væri kind, einu sinni var kind sem hélt hún væri gíraffi, einu sinn var gíraffi sem hélt hann væri nashyrningur, einu sinni var nashyrningur sem hélt að hann væri tófa, einu sinni var tófa sem hélt hún væri asni og einu sinn var asni sem hélt að hann væri forseti Íslands.
.

SOMETHING-DONKEY

.


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband