Færsluflokkur: Lífstíll

Hrafninn

... einu sinni var Hrafn... hann hafði lent í því að sofna þegar hann stóð upp á ljósastaur og féll til jarðar... hann vængbrotnaði við fallið... vængbrotinn Hrafn á erfitt með að ná sér í matarbita... það vildi samt svo heppilega til, fyrir Hrafninn, að atvik þetta átti sér stað rétt hjá matvörubúð...

... Krummi greyið fann til í brotinu, en reyndi að koma sér úr birtunni frá ljósastaurnum og bak við búðina, þar sem ruslagámurinn var... þar væri hann í betra skjóli fyrir mannfólkinu og öðrum þeim sem hugsanlega vildu gera honum mein... þar var einnig meiri von á matarögn, því eitt af því besta sem Krummum finnst að borða er rusl...

.

hrafn

.

... en í kringum ruslagáminn var allt snyrtilegt og ekki matarörðu að finna... Krummi var orðinn verulega svangur þegar lagerhurðin var opnuð... ungur maður gekk út og kveikti sér í sígarettu... reykurinn frá henni liðaðist upp í loftið og ungi maðurinn horfði upp í kvöldhimininn á stjörnurnar... hann var hugsi... allir verða hugsi af og til... það kannast flestir við... gleyma sér í eigin hugarheimi...

... það var enn ein heppni Hrafnsins vængbrotna, í óheppninni... hann notaði tækifærið og smeygði sér inn um lagerdyrnar... váááááá... hér var nægur matur... Krumma leist best á poka með Whiskas kattamat í... reif einn í sundur og smakkaði... já, ekki slæmt "Salmon" stóð á pokanum... hann reif upp tvo poka til viðbótar... "Chicken" og "Tuna"... "Chicken" var langbestur og hann hámaði í sig kattamatinn...

.

 chicken01

.

 

... allt í einu féll skuggi á Hrafninn... ungi maðurinn var kominn inn og horfði á hann... og gapti... greip sóp og reyndi að sópa Krumma út... Hrafninn varðist fimlega til að byrja með, en að lokum var honum sópað út í kuldann og myrkrið,vængbrotinn greyið...

... þessi saga kennir okkur að best er að mála híbýli sín að vori til...

 


Letinginn

 

... einu sinni var maður sem var alveg svakalega latur... hann nennti ekki að vinna og lét konuna sína vinna fyrir sér... hann svaf með eyrnatappa til þess að þurfa ekki að vakna snemma á morgnana um leið og konan fór í vinnuna...

... hann var svo latur að hann klæddi sig aldrei, var alltaf í náttfötum... bláum hólkvíðum buxum og víðum rauðum bol... hann þvoði þessi náttföt aldrei... en konan klæddi hann þó úr þeim á laugardögum og henti í vél...

... svo fór náttúrulega að blessuð konan yfirgaf þennan letingja og þarf enginn að undra sig á því..

... manngarmurinn hafði þó dug í sér að komast á ríkisspenann og fékk mánaðarlega lagða inn á sig peninga... sem dugðu honum fyrir mat og sígarettum... hann hafði einu sinni verið bara nokkuð laglegur maður, en nú fór að halla undan fæti í þeim efnum... hann fitnaði heil ósköp, þunnt sítt hárið óx niður á bak og hann lyktaði rosalega illa...

... unglingsstrákur í næstu íbúð fór fyrir hann sendiferðir í matvörubúð og fékk greiddar 500 kr. fyrir skiptið...

... en dag einn gerðust undur og stórmerki... letinginn vaknaði við það að sólin skein inn um gluggann... hann tók tappana úr eyrunum og gekk að glugganum... á græna blettinum fyrir utan var Heiðlóa...
...letinginn fór að söngla;

"hún hefur kennt mér að vaka og vinna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót"...

... ekki fallegasta röddin í bænum... sambland af Bob Dylan og Megasi...
en sjarmerandi...

... sjálfum fannst honum hann syngja fallega eins og lóan...

.

 45fugl_synger_m_bunn

.

... hann fór inn á bað með skæri, klippi af sér mest allt hárið og rakaði sig... síðan fór hann í sturtu... það var eitthvað að gerjast í kollinum á honum...

... þessi saga kennir okkur það að ekki ganga allar veðurspár eftir... þó þær líti vel út...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband