Færsluflokkur: Ljóð

Orðlaus

Mig langaði að yrkja til þín ljóð
og nota til þess orð sem segja sögur.
En hvernig get ég sagt hvað þú ert góð ?
Og hvernig get ég sagt hvað þú ert fögur ?

Ég finn að orðin sem ég nota vil
þau eru ekki í þessum heimi til.
Sem geta sagt hve elska ég þig heitt
Ég ákvað því að segja ekki neitt.

.

 rose

.


Femína

Femína er undur
hún er engum lík.
Femína er ekki hundur
Femína er tík.

.

 _korfu

.


Snædúfan

Mikið djöfull var hann eitthvað tómur í hausnum. Hann mundi bara ekki nógu mörg orð svo hann gæti talað hvað þá meira.

Hann sá bara fyrir sér tölur, mörg núll og helling af hinum tölunum öllum... er núll tala ? Spurði  hann sjálfan sig en vissi ekki svarið. Hann fór að hugsa um að ef að núll stæði fyrir framan einn þá væri núll ekkert en ef að núll stæði fyrir aftan einn þá væri núll skyndilega orðið mikilvægt...

Honum datt allt í einu í hug persneskt ljóð eftir óþekktan hjarðmann.

Nú þjóta skýin framhjá
Svo grimm og grá

Og Snædúfan í storminum
er ógnarsmá

Hún vill ei deyja og ekki þjást
því brjóst hennar er þanið út 
af heitri ást

Í hvítum kjól
hún finnur skjól

bak við úlfinn.

Hann vissi ekki af hverju honum datt þetta ljóð í hug. Hann hafði oft brotið heilann um merkingu ljóðsins. Það var í raun og veru auðskiljanlegt við fyrsta lestur en eftir því sem maður las það oftar þeim mun flóknara var það.

Það voru svo margar óskrifaðar línur í þessu ljóði... af hverju fór hún bak við úlfinn ? Sá úlfurinn hana og drap hana... eða var þetta kannski góður úlfur sem veitti henni hlýju og skjól þar til storminn lægði ? Og hvern elskaði Snædúfan ? Fann hún hann aftur ? Var það ást hennar sem gaf henni kraft til að lifa af storminn ? Hefði hún ekki elskað hefði hún bara gefist upp og látið storminn þeyta sér hvert sem verða vill ?

Hann áttaði sig á því að hann var hættur að hugsa um tölur.
.

Dove 

.

 


Bak við tómarúmið

Í gegnum næturhúmið
ég gekk á slitnum skóm
Fann bak við tómarúmið
Hvar tórði lítið blóm

Ég vatn því gaf að drekka
Því það var ósköp þyrst
Ég heyrði grát og ekka
Það vin sin hafði misst

Ég hafði ei margt að gefa
Þó hjartað væri hlýtt
Ég grátinn vildi sefa
Og strauk því létt og blítt

Ég hugsa oft um blómið
um það er ekki að fást
Því bak við tómarúmið
er ósköp lítil ást
.

 mysterious-heart

.

 


Stjörnubjartur himinn

Það er ekki langt síðan að pabbi dó. Hann var skemmtilegur maður, fróður og víðlesinn en fyrst og fremst var hann góður maður.
Hann vissi allt um stjörnur himinsins og stjörnumerkin, enda var hann skipstjóri og kunni að sigla og rata um höfin með því að horfa til himins.
Í kvöld þegar ég kom heim voru norðurljósin í essinu sínu og dönsuðu af hjartans list í kringum stjörnurnar... þá var mér hugsað til hans.

Ég staldraði við
í myrkrinu
og horfði
til himins

Norðurljósin bylgjuðust
blíðlega í loftinu
Eins og þau væru að
reyna að svæfa stjörnurnar

En stjörnurnar létu
ekki plata sig
og héldu áfram að skína

Og gott ef ein þeirra
blikkaði mig ekki
.

aurora-borealis-a-009

.

 


Mosagróinn steinn

Við settumst upp við mosagróinn stein
Í kjarrinu við vorum bara ein
Við sungum saman undurfagurt lag
Höfðum lifað dásamlegan dag

Sumarnóttin hlý og skýin bleik
við gátum ekki tapað þessum leik
Úr augum þínum las ég fallegt ljóð
Yndisleg þú varst, svo blíð, svo góð

Hrossagaukur hreiður var að gera
Ég hvergi vildi annarsstaðar vera 
Í nóttinni við sátum þarna ein
ástfangin við mosagróinn stein
.

 c_documents_and_settings_hugrun_desktop_drasl_p8319085

.

 


Hrogn og lifur.

Ég vaknaði í morgun
nokkuð hress
Rúmið mjúka kvaddi
og sagði bless
Ég hló að mínum
hugsunum he he
læddist fram í eldhús
og fékk mér te

Úti var smá frost
en alveg logn
mig langaði í
lifur, ýsu og hrogn

Ég og ég við erum góðir saman
við skemmtum okkur vel
og höfum gaman
Þú ættir bara að prufa það Sveinn
að vera með mér þegar ég er einn.

Úti er smá frost
en alveg logn
Nú langar mig í
lifur, ýsu og hrogn
.

%C3%9Dsa

.

 


Perlan

Hér kemur smá upprifjun... þetta blogg er síðan í mars 2008... 


Dagarnir færa manni ýmislegt... stundum eitthvað allt annað en maður reiknaði með... stundum gott, stundum ekki eins gott... stundum mjöööööög gott...Smile

... og þá er maður nú kátur og glaður...Smile

Allir eiga sinn uppáhaldsdag í lífinu... ég á minn...

 

Perlan og dagurinn.

Þú hljóðlega birtist
þá snerti ég þig
þú varst svo góður
ég faðmaði þig
 
Allt sem ég vildi
Færðir þú mér
ég þakklátur
verð alltaf þér.

Hún dvelur hjá mér
alla daga
Perlan
sem fékk ég frá þér.

.

1169062531214_c3_01

 

.


Ég þarf ekkert

Úti kaldur vetur ógnarkalt
Frost og hríðarbál
Í húsi mínu hef ég allt
Sem gleður mína sál

Þar malar köttur, hrýtur tík
Og fegurð þín er engu lík
Ekkert þarf ég fyrir jól
Nema hlýju þína og skjól
.

 winter_house

.


Lóan er farin

Lóan er farin
og löngu hætt að kveða
um leiðindi og leti
enda hvað
getur hún svo sem
verið að skamma mann ?

Hún sagði mér aldrei neitt
um spóann, frekar en tófan.

Hvað var hún að pæla

Lóan?

 heidloa_20

:


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband