Upp á hól og bak við stól.

Það eru nokkrir hlutir sem mig vantar en þó vantar mig ekki neitt.

Ég hef verið að leita að búð sem selur ról en það virðist bara engin vera með þetta.

Þegar ég klæddi mig í morgun og var kominn á mitt ról þá tók ég eftir því að það var komið gat á það. Það er ekki nema von að rólið manns slitni með tímanum. Maður fer á það á hverjum einasta drottins degi. Það er bara rétt um blánóttina sem maður fer af því og leggur það við rúmgaflinn.

Ef einhver veit um búð sem selur ról þá má hann láta mig vita.

En ég vil bar eitt ról því það getur farið illa fyrir þeim sem eru gráðugir og vilja eiga mörg ról... við skulum muna hvernig fór fyrir henni Grýlu...

Nú er hún Grýla gamla DAUÐ gafst hún upp á rólunum.
.

hronn1

.

Annað sem ég er í smávandræðum með er látúns hálsgjörð. Eins og alþjóð veit þá eigum við kött sem heitir Snati. Mig langar svo rosalega að gefa honum látúns hálsgjörð í jólagjöf.

Í jólastússinu á heimilinu finnst okkur voðalega notalegt að spila jólalög.

Eins og alþjóð veit þá er Snati ekki eini kötturinn á heimilinu... nei við eigum líka Kötlu, Tevez, Alexöndru, Tígra, Freknu, Gretti og Hróa Kött. Ég var næstum því búinn að gleyma Depli gamla en hann er svo sjaldan heima.

Köttunum finnst líka rosalega gaman að hlusta á jólalögin. Í leiðinni eru þeir að æfa sig í því að fella jólatréð. Þeir ráðast á blóm sem er svona einn metri á hæð og skella því í gólfið. Þeir iða í skinninu og hlakka rosalega til jólanna. Geta varla beðið eftir því að við setjum jólatréð upp. Við vorum að hugsa um að skreyta það ekki neitt, hafa bara toppinn á því þessi jólin.
.

 hangir

.

Það er þó eitt jólalag sem kettirnir þola ekki og eru reyndar skíthræddir við og það er náttúrulega;

"Út með jólaköttinn"

Ég get nú stundum verið stríðnari en púkinn á fjósbitanum og á það til að syngja ÚT MEÐ JÓLAKÖTTINN... hann hefur unnið heljarmikið tjón... út með jólaköttinn... kvikindið er loðið eins og ljón...  svona upp úr þurru. Þá tvístrast kattahjörðin og skýst á bak við sófa og stóla... það er svakalega gaman.

En það er best að enda þetta jólaguðspjall á þessum heimsþekkta jólasálmi.

Úti grimmur vetur, ógnarkalt
Frost og hríðarbál.
Í húsi mínu hef ég allt.
Sem gleður mína sál.
Þar malar köttur, hrýtur tík
og feg
urð þín er engu lík
Ekkert þarf ég fyrir jól
nema hlýju þína og skjól.
.

 

tvíburar

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ahh..

Fer maður ekki í kör þegar maður kemst ekki á rólið sitt ?

Yndislegar kattamyndir...

Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og gafst hún upp á rólunum já.....

Ég sá hana alltaf fyrir mér hangandi í rólu verandi ekki að nenna að róla sér. Hvar eru fóstrurnar á erfiðustu sköflunum? Gat enginn ýtt henni?

En þitt ról er svosum ekki verra en hvað annað?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2010 kl. 23:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef kannski hreint ekki verið á réttu róli.........

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband