Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Suðupotturinn, leikrit.

Þetta er leikrit um hjón sem heita Geirsvanur og Bjargey Björt.

Þau eiga þrjú börn, Hannes Hjartar , Bjarna Bljúg og Þorgerði Gerði.

Geirsvanur heyrir frekar illa. Hafði unnið í stálsmiðjum þegar hann var yngri og skemmdi þar í sér heyrnina.
Bjargey Björt er heldur ekki gallalaus. Hún er að mörgu leyti mjög fær en oft er hún fljótfær og hefur lent í mörgum raunum vegna þess.

.

hobbit_couple

.

Leikritið hefst kl. 17:00 á miðvikudegi.

Bjargey Björt kemur heim, sparkar af sér skónum og ríkur beint fram í eldhús án þess að klæða sig úr jakkanum.

Bjargey Björt kallar: Geirsvanur það sýður í potti á eldavélinni.

Gerisvanur : Ég held nú síður.

Bjargey Björt : Ertu að sjóða síður?

Geirsvanur : Ég held nú síður.

Bjargey Björt : Frakkinn sem þú keyptir í gær í Dressmann, finnst þér hann ekki vera of síður?

Geirsvanur : Ég held nú síður.

Bjargey Björt : Eigum við að fara í bíó í kvöld, Geirsvanur?

Geirsvanur : Ég vil það síður

Nú var farið að þykkna í Bjargey Björt yfir þessum einsleitu svörum Geirsvans.
Hún rauk inn í stofu þar sem Geirsvanur lá uppi í sófa og horfði upp í loftið.

.

 cooking_pot_-_clip_art

.

Í næsta þætti kemur svo í ljós hvort að sýður uppúr milli þeirra hjóna.
Hvað sagði Bjargey Björt við Geirsvan. Heyrði Gerisvanur ekki eins illa og hann vildi vera láta?
Talaði hann af sér?
Og hvað var það 
sem var í pottinum?
Borða þau saman?
Fer Bjargey Björt ein í bíó?
Og hvar eru blessuð börnin?

 


Bara eitt hjól

... ylhýra málið okkar er fallegt og yfirleitt er ég mjög ánægður með það... þó er eitt og eitt sem pirrar mig... ég er hinsvegar lítið fyrir að vera pirraður, svona yfir höfuð... það er svo orkufrekt og maður frekar leiðinlegur með því...

... en aftur að íslenskunni... hverjum datt í hug að orðið hjólbörur væri ekki til í eintölu, ha? Ég vil breyta þessu og taka upp orðið hjólbara...

Þið sjáið það að á þessu þarfa tæki er bara eitt hjól, og því ekkert nema eðlilegt að segja hjólbara...

Eruð þið, kæru bloggvinir, ekki til í að ganga í lið með mér og berja þetta fallega orð inn í íslenskuna?

HJÓLBARAN lifi!

.

barrow

.

 


Tó.

Fyrir margt löngu eignaðist kona að nafni Freðsvunta, dreng er hún skírði Tó.

Tó var hinn vænsti drengur en hálf utan við sig.  Það henti stundum að hann gleymdi sér tímunum saman og skilaði sér þá ekki heim fyrr en langt var liðið á kvöld.

Iðulega bergmálaði hjáróma rödd Freðsvuntu um kvöldmatarleytið,    

.

Tó matur !

.

 grandmother4

.

 

 


Malda

Þá er komið að barnatímanum. 
Hér er vísa um músina Möldu sem hefur verið týnd í mörg ár...
Þegar hún fór að heiman var hún klædd í bláar kakíbuxur, í grænni hettuúlpu og með rauðan skúf í peysu.
Krakkar, ef þið sjáið hana... skuluð þið gefa henni ávaxtakaramellu... því það er það besta sem hún fær.

Malda.

Einu sinni var mús sem hét Malda
mýslan var úti  í norðankalda
hún hljóp yfir hvítan snjóinn
en svo hvarf hún Malda í móinn.

 .

mouse1

 

.

 


Til-Guðinn

Það eru margir sem trúa á Guðinn TIL...

Sumir þeirra eru svo trúaðir að þeir gera ekkert og taka engar
ákvarðanir fyrr en þeir eru búnir að sjá Til.

Kannist þið ekki við þessa setningu;

Við skulum sjá Til...

Á sunnudögum eru margir sem  "Til-biðja".

En svo eru margir sem láta sér ekki næga að sjá Til, þeir vilja jafnvel taka Til... .

.

GodPaddle_fs

.

 


Fróðleiksmoli dagsins, beint frá helvíti.

Það er til lítið dýr í helvíti sem heitir mingur... ekki ósvipað dýr og minkur... en talsvert minna...

Þetta litla dýr er oftast kallað helmingur...

Bara ef þið vissuð þetta ekki börnin góð.

.

487056235_eaf60e87d1

.


Gáta

Hvað er ég?

 Ég er frammi í anddyri heima hjá mér, kominn í skóna og jakkann, búinn að setja upp hattinn og tilbúinn að fara í vinnuna...

Hvað er ég þá?

.

Adam

 

.


Persónuleikapróf

Nú er ég með smá persónuleikapróf fyrir ykkur, kæru hlustendur...

10 spurningar sem eru bæði heimsspekilegar og yfirnáttúrulegar... og hvorki einfalt né tvöfalt svar við...

.

 quiestion

.

Geta konur skeggrætt?

Geta kettir verið hundfúlir?

Hvor selur meira sölumaður eða selur?

Af hverju ýtir maður á slökkvara þegar maður kveikir?

Hvort er betra að vera í sjöunda himni eða áttunda?

Hvort á maður að segja "Ég vor-kenni þér eða... ég haust-kenni þér"?

Hvar er Hannnes?

Hvort er réttara að segja; Stormur í vatnsglasi eða... 40 metrar á sekúndu í vatnsglasi?

Þegar þú ert tilbúin(n), ertu þá alltaf: viðbúin(n), eða síðbúin(n)  eða alveg búin(n)?

Er framtíðin liðin?

.

 diwali-puja2

.

Ef þú svarar þessum laufléttu spurningum, þá færðu að vita hvað þú ert af eftirtöldu:

Pappakassi
Papparassi
Sandpappír
Tjörupappír

Djöflaterta
Beygla
Kleina
Tebolla

 


Veitingastaðurinn "Gúm e lade" opnar

 Oft eru matseðlar á veitingahúsum mun girnilegri en maturinn sjálfur... maður fær vatn í munninn að les eins og...

"Bakaðir hattar fylltir grængresi og gráðosti"

"Reyksoðin lambahjörtu með eplasalati og piparrótarrjóma"

"Hlóðagrilluð piparsteik með koníakspiparsósu"

... já... maður getur slefað yfir svona seðli...

... en hvað haldið þið um svona matseðil... ef ég opna nú veitingastaðinn...

"Gúm e lade"

A la bratte

Forréttir. 

Marhnútsauga velt upp úr vanilludropum

Þarasalat kryddað með marflóarflösu

.

 II078Marflot

.

Aðalréttir.

Bakstykki úr mórauðri rollu

Lindkind með stútfullu glasi af koníaki

.

 cheep

.

Eftirréttir.

Vikugömul vínarbrauðslengja með myglukanti

Sólbráð með þráðbeinum og mysingssósu

.

Sunshine_by_nandolucas

.

Pantið borð í tíma - ekki í síma.

 


Neyðarkall

Ég gekk einu sinni eftir götum smáþorps úti á landi... það var sól og blíða, sumarveður eins og það gerist best... bröndóttur köttur sat á steyptum garðvegg og lygndi aftur augum...

Þennan dag var "bílskúrssala" í þorpinu... íbúarnir búnir að henda drasli sem þeir vildu ekki eiga lengur, út á gangstétt og reyndu að selja gestum og gangandi...

Þarna voru lampar og stólar og "fótastream" tæki... kjólar og kápur og buxur og vesti og axlabönd...
Það var prúttstemming á þessum markaði...

.

woman-hat

.

Allt í einu rekur kona ein upp mikið óp... Maður fyrir borð, maður fyrir borð... hún var nokkuð langt frá þeim stað þar sem ég var upptekinn við að skoða Babúsku sem ég var að spá í að kaupa... ég rauk af stað með það sama og hljóp niður götuna... á miðri leið snarstansaði ég... Maður fyrir borð? en við erum uppi á þurralandi... hvaða vitleysa er þetta...

Konan hélt áfram að öskra svo ég rölti til hennar til að ganga úr skugga um að allt væri nú í lagi... á stól við hlið hennar sat maður... hann var með dágóða ístru, með úfið hár og illa rakaður... hann hélt á bjórdós í hendinni og var mjög afslappaður...

Varst þú að kalla "Maður fyrir borð"... spurði ég hálf hikandi... já... þú getur fengið kallinn fyrir gott eldhúsborð, hreytti konan út úr sér... og nú rann upp fyrir mér ljós...

Þú vilt skipta á kallinum þínum og eldhúsborði... einmitt...

Hvað getur svo þessi kall? Spurði ég... "Hann er ágætur en bara í neyð, svaraði konan... en varla meira en það...

Þetta er bara neyðarkall... klykkti þessi ákveðna kona svo út með...

Ég horfði aftur á kallinn þar sem hann svolgraði í sig bjórinn..ánægjuglottið var fast á honum og hann horfði dreyminn út í bláinn....

Þá sá ég að hann var með nafnspjald... og mikið rétt, á því stóð....

Neyðarkall

.

 11575_old_man_in_hat_270

.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband