Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Inspector Clueso kveður árið

Ég kveikti á gömlu Gufunni áðan. Þar var verið að lesa veðurfréttir.
Mér fannst í fyrstu að þetta væri hann Björn Bjarnason (Inspector Clueso) að lesa. En áttaði mig fljótlega á því að þetta væri ekki Inspectorinn.

Eftir þetta litla áfall sem ég varð fyrir, fyrir framan útvarpið sá ég heiminn allt í einu í nýju ljósi. Eins og þegar maður sér hver eru aðalatriðin í lífinu og hvað er það sem skiptir engu máli. Svona upplifun verður maður bara fyrir þegar maður verður fyrir áfalli. Og vissulega er það mikið áfall þegar maður heldur að Björn Bjarnason sé farin að lesa veðurfréttir. Hvað næst... gæti maður séð Hannes Hólmstein keyra strætó, Davíð Oddsson hlaupa í Gamlárshlaupinu og Geir Haarde fylgja í humátt á eftir á þríhjóli?
.

 helmet

.

Ég áttaði mig á því að Björn Bjarnason skiptir mig engu máli.... ég meina það er fullt af fólki að böggast í honum og ég er bara kátur með það... það er líka fullt af fólki að böggast í öllum hinum og ég er bara kátur með það líka... ég bæti engu við þó ég gæti smá böggast í þessum lúðum líka...  það er heldur ekki mín sterkasta hlið að böggast...

Um hver áramót gerir maður sér grein fyrir því að tíminn sem manni var úthlutað styttist og styttist... Hefur verið gerð stytta af tímanum?

Þess vegna á nýju ári ætla ég að reyna að vera ekki mikið pirraður yfir leiðinlegu fólki... mér finnst tíminn alltof dýrmætur til þess... fyrir utan það að ég fæ alltaf verk undir hægra herðablaðið þegar ég verð pirraður...

2008 var rosalega gott ár hjá mér... þar sem gleðin ein réð ríkjum... sól og sumarylur... ekki síst í Egyptalandi þar sem við þeystumst um á Úlföldum í eyðimörkinni eða lágum marflöt á sundlaugarbakka og gleymdum stund og stað. River rafting þar sem ég lenti undir bátnum og vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann upp aftur situr einnig í minninu... og svo allar góðu stundirnar í daglega lífnu sem ég átti með þeirri sem skiptir mig mestu... þar sem litlu atriðin verða stór, verðmæt og ógleymanleg...
.

 camel-info0

.

Mörg skemmtileg plön hafa verið gerð fyrir árið 2009 - ekkert nema spennandi tímar og skemmtilegir framundan... það verðu gaman að fylgjast með litla runnanum okkar sem við settum niður í sumar... við ætlum að setja kartöflurnar "aðeins" fyrr niður í ár (fóru niður í júlí síðast!)... það er svo margt sem hægt er að moða úr... þetta er eins og að vera með fullan dótakassa fyrir framan sig...
.

 Clueso

.

Moggabloggsmenn eru ekki sáttir með nafnið mitt og vilja að ég kalli mig eitthvað allt annað eftir áramótin. 
Ég er heldur ekki sáttur við nafnið á Mogganum. Mér finnst að Morgunblaðið eigi að heita Hafsteinn frá Harmi.

Einu sinni var hattur
hann var ekki mattur
Við eiganda hans
Sagði Mogginn stans
Þú mátt ekki heita
Brattur.

GLEÐILEGT ÁR!

 


Skellur

  • ... einu sinni var maður sem hét Skellur. Hann var innheimtustjóri... Skellur hafði aldrei ætlað sér það að verða innheimtustjóri... hann hafði alltaf langað til að verða trésmiður síðan hann las söguna um Gosa...
    .

 SigfusSig_Gosi_pabbi532

.

Að smíða fallegar brúður sem lifnuðu við, það var það sem hann vildi gera í lífinu... en hann var mesti klaufi og féll í smíðum í skóla þegar hann var að reyna að gera bókahillu, eða Hansahillur eins og það var kallað í þá daga...

Hansahillan hans Skells var nokkuð breið um haustið þegar skólinn byrjaði. Allan veturinn reyndi hann að hefla hilluna beina og hornrétta, en það tókst ekki. Þegar upp var staðið um vorið og komið var að skólasýningu á verkum nemendanna, þá sýndi Skellur ekki Hansahillu, nei hann sýndi ör...
.

 17245_1

.

Já, líklega eru nú lesendur farnir að snökta yfir þessum sorglegu örlögum Skells og finna til samkenndar með honum. Því hver kannast ekki við það að hafa orðið allt annað en hann ætlaði sér?

Það var svo augljóst mál frá því að drengurinn var skírður að hann yrði aldrei kallaður annað en HurðaSkellur... en foreldrum hans fannst það bara fyndið, því drengurinn var eins og lítill jólasveinn í framan þegar hann fæddist...
.

 SantaBaby

.

Um það leytið sem Skellur varð innheimtustjóri fæddist honum sonur... hann hugsaði málið vel og vandlega og ræddi það fram og til baka við konuna sína hana Bráð, að þetta barn ætti að heita fallegu nafni, einhverju nafni sem ekki væri hægt að uppnefna... einhverju nafni sem tengdist trésmíði..

Hvað á barnið að heita, spurði presturinn... Nagli sagði Skellur stoltur...

Hér endar eiginlega sagan af honum Skell... en eins og þið sjáið er mjög erfitt að uppnefna Nagla og nafnið venst bara nokkuð vel...

En þó má geta þess að strákurinn átti erfitt í boltaíþróttum þar sem allir vildu hitta Naglann á höfuðið.
.

ring_shank_nail_m

.

 

 


Greipar

Einu sinni var maður sem hét Greipar.

Það var sama hvar hann var að vinna, hann var alltaf látinn sópa. Hvort sem hann reyndir fyrir sér sem lögfræðingur, strætisvagnabílstjóri eða bókasafnsfræðingur.

Látum Greipar sópa var alltaf sagt.

Þar til hann gerðist kafari, þá loksins slapp hann við sópinn.
.

Street_Sweeper_Turkey_69

.

 


Titillinn í höfn!

Þessi sigur var sætur og mikilvægur... nú er ég 1000% viss um að United verður meistari í vor.

Tevez er æðislegur.

GLEÐILEG UNITED JÓL!
.

 tevez0812MSBPI_468x679

.

 

 


mbl.is Tévez tryggði Man.Utd sigur á Stoke - Chelsea á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugheilar jólakveðjur

Hó, hó, hó
Fékkst þú í skó?
Það var ég sem hló;
Þegar Grýla dó. 

Ég er Giljagaur
Kláðamaur
Á sjaldan aur
Brattur staur

Nú er ég vær
Ekki lengur ær
Baðið búið hreinar tær
Til ykkar bæði nær og fjær

Óskir frómar og hugheilar... úr hendi sendi...
.

 Giljagaur

.

 


Nóttin og ég

Sú nótt
Svo stjörnubjört var
Ég hvíslaði
til hennar
og fékk lítið svar.

Ég geymdi svarið
og nóttin var mín
Bjartar stjörnurnar
leiddu mig
beint heim til þín.

Alla nóttina
sátum við undir
himni sem okkar var
Ég færði þér næturinnar
litla fallega svar.
.

stars_background_hg_blk 

.

 


Bestir í heiminum!

Jæja, þá erum "við" orðnir HEIMSMEISTARAR. Svo erum við náttúrulega Englandsmeistarar og Evrópumeistarar...

Þarf nokkur að efast lengur um það hvert er besta liðið í heiminum????

Eina sem United vantar ennþá er að verða Íslandsmeistarar!

.

 _45317587_rooney4_getty226x282

.


mbl.is Rooney tryggði Manchester United heimsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spegillinn

  • ... lengi eftir að hún var farinn sat hann við gluggann og horfði út götuna... hann vonaði að hún kæmi aftur, en vissi að það myndi ekki gerast...

... svo náði hann í Whiskey flösku inn í skáp, setti klaka í glas og hellti fullt...

... það fór skjálfti um hann þegar hann fann vínið renna niður... helvíti var það gott... helvíti leið honum illa...

Hann gekk fram á baðherbergi og leit í spegil, órakað var andlit hans að venju... Hann horfðist í augu við sjálfan sig og sagði upphátt... hvað ætlar þú nú að gera gamli gaur?

Hvað ætla ég að gera? Huh... það er nú frekar ég sem á að spyrja svona heldur en þú, róninn þinn... hvæsti spegillinn á hann... mikið rosalega ertu eitthvað krumpaður í framan og með bauga... mér líst ekkert á þig...

Hann hrökk við, leit ofan í glasið, það var tómt... hann hellti meira úr flöskunni... og drakk...
.

 whiskey_2

.

Þú kannt þá að tala spegill, ekkert venjulegur spegill ha? Þú lítur nú bara ekkert vel út sjálfur, ert hálf sjúskaður ræfillinn.
Svo hættu að henda grjóti úr glerhúsi, því ef ég hendi til baka þá ertu búinn að vera,spegiltuska.

Heyrðu leyfðu mér að þurrka þér í framan
... hann skvetti Whiskey lögg á spegilinn og þvoði hann með þvottapoka... svona, nú lítur þú mun betur út... fór nokkuð í augun?

Heldur þú að þú hafir gott af því að drekka núna?  spurði spegillinn...

Hvað á ég annað að gera, ég er fúll, ég er einmana... hvað er betra en að drekka þá?
.

 _44706441_drink_226_corbis

.

Hugsaðu um morgundaginn, sagði spegillinn... langar þig að vakna grúttimbraður á morgun og vera að drepast allan daginn? Farðu frekar upp í rúm núna með góða bók, vaknaðu hress í fyrramálið og farðu í góðan göngutúr... vorið er í nánd... finndu ilminn af því, hlustaðu á söng farfuglanna... þá kemst þú að því að það er svo margt gott í lífinu... byggðu þig upp og hættu að væla...

Hann horfði á spegilinn dágóða stund; sagði svo... þú ert bara næstum því orðinn sætur eftir andlitsþvottinn... ég ætla bara að kyssa þig góða nótt... svo smellti hann kossi á spegilinn og fór inn í rúm.
.

 Framed_Mirror

.

Daginn eftir mundi hann ekki hvort þetta hafði gerst í raunveruleikanum eða hvort þetta var draumur.

Hann opnaði dyrnar út á verönd og fann hvernig hlý vorgolan læddist yfir axlir hans og streymdi inn í húsið.

Frá baðherberginu heyrði hann einhvern tauta; svona út með þig druslan þín...

 


Fyrsta spurningin

Einu sinni var ekki búið að finna spurninguna upp.

Gíraffarnir og öll hin dýrin þurftu aldrei að spyrja um eitt eða neitt... forfeður okkar Apamennirnir þurftu heldur ekki að spyrja neins... allt var svo eðlilegt í heiminum og allt svo augljóst og skýrt... engin þurfti að spyrja spurningar, fyrr en einn daginn...
.

 bonsai%20tree_44e6ce98049b2

.

... þann sólríka dag sátu tveir loðnir Apamenn á trjábol sem lá á jörðinni... þeir voru nýbúnir að éta sextán banana hvor og voru alveg pakksaddir... þeir sátu hálfdasaðir af áti á trénu og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera af sér...

Þeir klóruðu sér í hausnum og ráku puttana í nefið og eyrun á sér... nudduðu fótunum í jörðina og hugsuðu lítið... annar þeirra tekur þá upp lurk sem þarna lá og byrjar að berja honum í jörðina... fyrst laust og síðan fastar og fastar... það komu skemmtileg hljóð út úr þessu og honum var skemmt... hann gleymir sér í trylltum trommuslætti.... allt í einu lemur hann alveg óvart í fótinn á hinum Apamanninum...

... sá rekur upp skaðræðisóp og hoppar og skoppar út um allt... svo þegar sársaukinn minnkar, gengur hann að félaga sínum og segir, bæði svekktur og reiður...

Hurga urga burga?

Sem þýðir á íslensku; ertu ruglaður maður eða hvað?
.

 apeman

.
Þetta er talin vera fyrsta spurningin sem spurð var á þessari jörðu.  Bara ef þið vissuð það ekki.

 


Dýrin sýna helgileik

... þau settu upp sýningu í dag... Depill og Femína...

... helgileikurinn Jesús og María...

.

 JesúsogMaría

.

Hef sjaldan séð betri útfærslu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband