Færsluflokkur: Spil og leikir

Gáta

Hér er fislétt gáta.

Þegar hann Al Gore deyr þá verður hann brenndur. Hann hefur ákveðið það.

Hvað heitir hann þá eftir þá aðgerð ?
.

 

 Questionmark

.

 

 


Brids

Í haust fór ég að læra bridge eða brids eins og það er víst skrifað á íslensku.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt spil. Það kom mér hinsvegar á óvart að maður segir kannski allt annað á spilin heldur en maður meinar. Svo bara segir maður allskonar hluti sem þýða allt annað en þeir líta út fyrir að þýða. Maður kallar t.d. meðspilara sinn Makker þó hann heiti kannski í raun og veru Guðmundur. Finnst ykkur það ekki magnað ???

Síðan er maður að segja ýmislegt á dulmáli sem hr. Makker á að skilja og andstæðingarnir reyndar líka... maður spyr t.d. hr. Makker á dulmáli hvað hann eigi marga ása með því að segja fjögur lauf !
(sumir nota fjögur grönd) það vita hinsvegar allir við borðið að þú ert að spyrja meðspilara þinn hvað hann eigi marga ása. Af hverju spyr maður þá ekki bara upphátt; Guðmundur minn hvað ertu með marga ása ? Af því að andstæðingarnir vita hvort sem er hvað maður er að spyrja hann um með því að segja fjögur lauf. Og af því að Guðmundur er góður maður, þá segir hann ekki við mig; ég er með tvo ása; nei hann segir fjóra spaða ! Það þýðir að Guðumundur Makker á tvo ása. Reyndar má maður ekkert tala svona í brids, maður notar spjöld sem maður leggur á borðið þar sem á stendur fjögur lauf o.s.frv.

Svo ef Guðmundur "opnar" á einu grandi þá gæti ég sagt tvö lauf sem kallað er Stayman eftir einhverjum bandaríkjamanni sem þóttist hafa fundið þessa sögn upp en það var víst einhver annar... gott ef það var ekki Svíi eða eitthvað svoleiðis.

Tvö laufin sem ég sagði við Guðmund þýða; Guðmundur minn áttu fjóra spaða eða fjögur hjörtu ?

Ég gæti líka sagt við grandinu hans Guðmundar; tvo tígla... það þýðir Guðmundur Makker, þú ÁTT að segja tvö hjörtu... Guðmundur má ekkert segja annað þó jafnvel hann langi til að segja tvo spaða.

Ég er smám saman að komast upp á lagið með að segja eitthvað allt annað en ég vildi sagt hafa.

En brids er margslungið spil og eftir því sem ég læri meira því minna finnst mér ég kunna.

Kennarinn minn sagði að það eina sem maður þyrfti að kunna til að geta spilað brids væri að kunna að telja upp að þrettán. Ég held ég sé næstum því búinn að ná því og þá er hálfur sigurinn unninn.
.

cards

.

 


Flugu gáta

... hvað heitir heimili mýflugunnar?

 .

 mosqito

.


Fislétt gáta

Hvað ætti fólk að forðast að vera við matarborðið, en er þó nauðsynlegt á matarborðið?

 .

 

dinner

.

 


Elsta gátan?

... einhverntíman heyrði ég að þessi gáta væri elsta gáta Íslandssögunnar... hún á að vera eftir Jón biskup Vídalín...

Og hljóðar svo:

 Það var fyrir fisk að þessi garður var ull.

Líklega eru einhverjir sem hafa heyrt þessa gátu og vita svarið en aðrir ekki, eins og gengur.

Það á að skipta um tvö orð og setja skyld orð inn í staðinn fyrir þau svo út komi vitræn setning.

Koma svo!

question-mark1a

.

 


Gátur

1)
Bíll leggur af stað frá Reykjavík kl. 17:00 á föstudegi... hann ekur að jafnaði á 70 km hraða... annar bíll leggur af stað frá Akureyri kl. 18:00 en ekur á 80 km hraða...

Hvor bíllinn er nær Reykjavík þegar þeir mætast, þessi sem lagaði af stað frá Reykjavík, eða þessi sem lagði af stað frá Akureyri?

.

 old_car

.

2)
Hvaða dýr er í korni?

.

 

S-JD016

.

3)

Sofnar maður fyrst og vaknar svo, eða vaknar maður fyrst og sofnar svo?

.

cat_sleeping_on_computer_screen

.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband