Brids

Í haust fór ég að læra bridge eða brids eins og það er víst skrifað á íslensku.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt spil. Það kom mér hinsvegar á óvart að maður segir kannski allt annað á spilin heldur en maður meinar. Svo bara segir maður allskonar hluti sem þýða allt annað en þeir líta út fyrir að þýða. Maður kallar t.d. meðspilara sinn Makker þó hann heiti kannski í raun og veru Guðmundur. Finnst ykkur það ekki magnað ???

Síðan er maður að segja ýmislegt á dulmáli sem hr. Makker á að skilja og andstæðingarnir reyndar líka... maður spyr t.d. hr. Makker á dulmáli hvað hann eigi marga ása með því að segja fjögur lauf !
(sumir nota fjögur grönd) það vita hinsvegar allir við borðið að þú ert að spyrja meðspilara þinn hvað hann eigi marga ása. Af hverju spyr maður þá ekki bara upphátt; Guðmundur minn hvað ertu með marga ása ? Af því að andstæðingarnir vita hvort sem er hvað maður er að spyrja hann um með því að segja fjögur lauf. Og af því að Guðmundur er góður maður, þá segir hann ekki við mig; ég er með tvo ása; nei hann segir fjóra spaða ! Það þýðir að Guðumundur Makker á tvo ása. Reyndar má maður ekkert tala svona í brids, maður notar spjöld sem maður leggur á borðið þar sem á stendur fjögur lauf o.s.frv.

Svo ef Guðmundur "opnar" á einu grandi þá gæti ég sagt tvö lauf sem kallað er Stayman eftir einhverjum bandaríkjamanni sem þóttist hafa fundið þessa sögn upp en það var víst einhver annar... gott ef það var ekki Svíi eða eitthvað svoleiðis.

Tvö laufin sem ég sagði við Guðmund þýða; Guðmundur minn áttu fjóra spaða eða fjögur hjörtu ?

Ég gæti líka sagt við grandinu hans Guðmundar; tvo tígla... það þýðir Guðmundur Makker, þú ÁTT að segja tvö hjörtu... Guðmundur má ekkert segja annað þó jafnvel hann langi til að segja tvo spaða.

Ég er smám saman að komast upp á lagið með að segja eitthvað allt annað en ég vildi sagt hafa.

En brids er margslungið spil og eftir því sem ég læri meira því minna finnst mér ég kunna.

Kennarinn minn sagði að það eina sem maður þyrfti að kunna til að geta spilað brids væri að kunna að telja upp að þrettán. Ég held ég sé næstum því búinn að ná því og þá er hálfur sigurinn unninn.
.

cards

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bridge er með afbrigðum skemmtilegt spil.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

2 lauf

Óskar Þorkelsson, 26.2.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bræður mína vantaði eitt sinn fjóprða mann í brids. þás var ég, óharðnaður unglingurinn, settur inn sem fjórði maður.

leiðinlegra spiladæmi hef ég ekki kynnst. hef upp frá því ekki langað að læra brids betur.

kani er leiðinlegur, en brids toppar hann algerlega.

Brjánn Guðjónsson, 28.2.2010 kl. 19:47

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem maður skilur ekki er oftast leiðinlegt eða óáhugavert Brjánn ;)

Óskar Þorkelsson, 28.2.2010 kl. 20:42

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

"Bridge is my second favorite indoor sport" (Ónefndur briddsari).

Svo er bara að minna á Kiss-regluna. Hún er afar mikilvæg. (Keep It Simple Stupid.)

Jón Halldór Guðmundsson, 1.3.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband