Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Svona er ég

Var að vinna út á landi í vikunni... dvaldi þar á gistiheimili...

Einn morguninn fór ég í sturtu eins og ég geri oftast á morgnana. Áður en ég fór í sturtuna fór ég úr sokkunum mínum hvítu eins og ég geri oftast áður en ég fer í sturtu.
.

 WhitePumaSock2

.

Ekkert bar til tíðinda meðan ég var í sturtunni, eða það hélt ég að minnsta kosti. Eftir að ég hafði þurrkað mig, klæddi ég mig... en þá fóru dularfullir atburðir að gerast... ég fann ekki annan hvíta sokkinn minn... það var ótrúlegt... hann var bara ekki í baðherberginu... þetta var augljóst... meðan ég var í sturtunni höfðu Marsbúar flogið inn um gluggann og stolið sokknum... hvað annað gat hafa gerst...
.
marsian

Ég fór mörgum sinnum yfir allt, en það var alveg á hreinu - sokkurinn var gufaður upp...

Jæja, það var ekki hægt að hugsa um það meira...  fór niður í morgunmat og heilsaði eina gestinum sem þar var... ábyggilega stýrimaður á varðskipi... hann var í einhverju júníformi... konunni  sem rekur gistiheimilið bauð ég einnig góðan daginn... kurteis maður ég...

Ég ristaði mér brauð, fékk mér te og djús og settist til borðs... þá sé ég útundan mér eitthvert hvítt skott sveiflast við hægri mjöðmina... þarna var þá bévítans sokkurinn... dinglandi eins og skott upp úr buxnastrengnum... ég var eins og kanína í gulrótargarði...
.

7520~Peek-a-Boo-I-Rabbit-Posters 

.

Ég fann að ég roðnaði í vöngum... tosaði sokkinn laumulega upp úr buxunum og stakk í vasann...

Annars var ristaða brauðið bara gott... teið líka og allur dagurinn...

 


Of stuttur

... heyrði í fjarskyldum frænda mínum í  dag... hann sagði mér að hann væri nýkominn af Reykjalundi, þar sem hann var í endurhæfingu... var m.a. orðinn of þungur...

Gefum honum orðið;

Læknarnir sögðu við mig; Guðmundur þú ert alltof lítill miðað við þyngd. Þú þarft að vera 2,76 metrar á hæð.

.

dwarf

.

Frændi ákvað að það væri auðveldara að létta sig og náði af sér sjö kílóum meðan hann dvaldi á Reykjalundi.


Varði Varla

Hér kemur ein sannsöguleg... ég er að segja alveg satt... þetta gerðist í alvörunni...

... einu sinni fyrir margt löngu var fótboltamarkvörður... gott ef hann var ekki að norðan... úr Fjallabyggð,  Vesturbænum.

Markvörðurinn sem við getum kallað Varði Varla, notaði gleraugu... 

.

Glasses%20RGB

.

Það var sumar og sól og einn áhorfandi upp á hól... leikurinn var í sjöundu deildinni... liðið hans Varða Varla var í sókn... hann ákveður þá að nota tækifærið og fara aftur fyrir markið og skipta um gleraugu... ná í varagleraugun sem þar voru í hulstri rétt hjá hrossaskít...

Þegar Varði er að opna gleraugnahulstrið, heyrir hann mikil hróp og köll... lítur upp og sér þá hvar andstæðingarnir eru í bullandi sókn... og svo kemur þrumuskot á markið... Varði Varla kastar sér með tilþrifum, en nær ekki að verja...

Enda var hann ennþá fyrir aftan markið.

.

488334966_9910b5e72e

.

 


Flæmingi

Þetta er þátturinn; Hvernig verða orðbrögðin til.

Hlustendur verða líklega klumsa og segja við köttinn sinn; Gauti, hvað meinar hann með orðbrögð?

Jú, orðbrögð eru brögð orðanna. Hvernig þau raða sér saman og mynda skemmtilegar meiningar, verð brögðótt. Sum orðbrögð verða fleyg og eru notuð kynslóð fram af kynslóð.
En oftast vitum við ekkert hver byrjaði að nota þau. Ég hef stundum komið með dæmi um slíkt, þ.e. frásögn af því þegar orðbragð var notað í fyrsta skiptið.

Einu sinni var strákur sem alltaf gekk með sólgulan stráhatt, strákurinn hét Dufri. Hann var á gangi rétt hjá fjalli sem alltaf var kallað Kúfurinn. Hann var að blístra lag eftir Franz Liszt þegar hann allt í einu er umkringdur Turnálfum.

.

 music-notes1.jpg3a9330ca-9cce-4552-856c-8b9e453475bcLarge

.

Turnálfarnir kalla hver í kapp við annan... okkur langar í hattinn... gefðu okkur hattinn... við viljum eiga hattinn. Dufri litli var ekki á því að láta Turnálfana fá hattinn sinn góða en hann var umkringdur og komst ekki neitt. Álfarnir færðu sig nær og nær og voru alveg komnir að honum, þegar kallað er ; Dufri litli taktu í kaðalinn... Dufri lítur til himins þaðan sem röddin kom og sér þá vinkonu sína hana Baldínu, þar sem hún veifar til hans úr loftbelg, dökkrauðum. Dufri nær í kaðalspottann og svífur til himins með það sama.

Turnálfarnir urðu alveg gáttaðir og kölluðu hver upp í annan; hann fór undan í flæmingi, hann fór undan í flæmingi.

En eins og allir vita þá þýðir flæmingi loftbelgur á Turnálfamáli.

.

 balloon_header

.

Þá vitið þið það hvernig orðbragðið; að fara undan í flæmingi varð til.

 


Ekkert partý

... ég er hálf spældur að mér skyldi ekki vera boðið á kirkjuþingið... var nýbúinn að skrifa pistil um trúmál og hvernig hinn almenni Brattur lítur á andlegu hliðina á sjálfum sér...

... en ég er hálf feginn núna að hafa ekki fengið boðskort... það á nefnilega að stilla hátíðarhöldunum mjög í hóf... og það þýðir bara eitt; það verður ekkert messuvín í partýinu...

... ég hendi mér þá bara upp í sófa og horfi á United rústa Everton á eftir... með einn kaldann... nei annars... klukkan er bara ellefu... ég fæ mér bara Melroses og mjólkurkex...

.

 1692418943_cb70da4b82

.


mbl.is Kirkjuþing í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstumþvískáldið

... einu sinni var næstumþvískáld...

... næstumþvískáld er maður sem vinnur við að sauma íslenska fánann eða þvíumlíkt en dreymir um að hætta því og gerast atvinnuskáld... vera á listamannalaunum og lesa upp úr verkum sínum á dimmum kaffihúsum... sama týpan og eilífðar stúdent... þið skiljið...

Næstumþvískáldið okkar hét Haugur en var alltaf kallaður Skítahaugur af því hann var svo líkur Sigmundi Þorkelssyni.

Einu sinni var Haugur staddur í Ríkinu. Þangað fór hann til að kaupa sér Púrtvín. Honum þótti Púrtvín sérlega ljúffengt. Toppurinn á öllu var svo að borða Toblerone með Púrtvíninu.

.

port03

.

En þegar Haugurinn er að borga vínið við kassann í Ríkinu, hver slangrar þá ekki inn um dyrnar?  Enginn annar en Sigmundur Þorkelsson... útigangslegur að vanda og vel rakur... með talsverðan fyrirslátt.

Sigmundur sér Hauginn strax og kallar; nei er ekki bara stór-stór-skáldið þarna... er verið að fá sér púrtara?

Heyrðu Skítahaugur, hélt Sigmundur Þorkelsson áfram... ég þarf að sýna þér ljóð sem ég var að semja... held að það sé algjörlega ódauðlegt...

Haugurinn og Sigmundur gengu út í blíðuna og fundu sér græna laut sem beið þeirra... þar var Púrtvínsflaskan opnuð sem og Toblerone-ið.

Sigmundur Þorkelsson fékk sér gúlsopa af Púrtvíninu og hóf upp raust sína.

Ó, hve fagur ertu fjallahringur
Ó, hve svartur ertu krummalingur
Ó, hve Guð var slyngur
að hafa á mér tíu fingur.

.

 raven

.

Í næsta kafla fáum við að heyra af ritdómi Haugsins og hvort þeir kláruðu Púrvínið félagarnir.


Trú

... ég hef ekki mikið velt trúmálum fyrir mér í gegnum tíðina... hef alltaf haldið því fram að ég væri nærri því trúlaus. Ef sömu hlutirnir eru sagðir nógu oft fer maður að trúa því sem sagt er, jafnvel þó að það sé rangt og þó að maður sé að tala við sjálfan sig.

Hef stundum farið í smá endurskoðun með það hvað ég held að ég sé og hvað ég held að mér þyki.
Hef t.d. alltaf haldið að minn uppáhalds litur sé rauður. Svo fór ég að hugsa um það af hverju vil ég þá ekki hafa alla veggi og gólf rauða hjá mér?  Þá fór ég að efast... kannski finnst mér blár fallegastur... er að vinna í þessu máli núna.Smile

.

 BeautifulBoy_cover

.

Eins er með trúna... ég er ekki eins trúlaus og ég hélt.

Sagt er að trú hjálpi í erfiðleikum, við ástvinamissi er gott að trúa því að það sé til líf hinum megin... að maður hitti þann sem farinn er yfir móðuna miklu aftur þegar röðin kemur að manni sjálfum... mér finnst gott að hugsa þannig... mér finnst gott að trúa því...
Hinsvegar finnst mörgum Guð vera grimmur og taka of mikið, án skýringa, án tilgangs... og vissulega er það rétt. Þá verður fólk reitt Guði og vill ekkert með hann hafa... og það skil ég vel.

.

 nature_photography

.

Ég trúi því að þegar maður deyr þá taki eitthvað annað tilverustig við... er samt ekki viss um að okkur sé raðað niður í hólf á þeim stað eftir því hvernig við höguðum okkur í þessu lífi... held við förum öll á sama stað og pælum sameiginlega í því hvað við hefðum getað gert betur á jörðunni og svo komum við aftur á jörðina til að reyna að vera enn betri en áður... lífið eftir dauðann hef ég hugsað mér eins og lífið fyrir lífið... ég meina það liðu ansi mörg ár frá því að tíminn varð til og þar til ég fæddist... og hvað var ég að bardúsa allan þann tíma?

Ég get ekki munað það. En margir upplifa augnablik sem eru eins og endurspeglunarbrot úr fortíðinni. 
Einnig hef ég hitt persónu sem ég er viss um að ég hafi þekkt áður og þá á miðöldum.

En þegar við erum dáin verðum við englar... en er reyndar ekki viss um að við verðum það öll... get ekki ímyndað mér suma með vængi... er hinsvegar viss um að þeir færu mér vel... þó ég sé enginn engill... a.m.k. ekki ennþá...

.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_mt-angel-boy-pic

.

 


Litli sálmurinn

Þú fórst of  fljótt
en afar hljótt
skildir eftir tómið

Ég spyr því nú
af hverju þú
fallegasta blómið?
 

 .

flower

.

 


Ástandsspjall

... jæja gamli, hvað finnst þér um ástandið á klakanum?

Ég segi nú bara eins og franski heimspekingurinn La  Rochfocauld;

Engir hafa jafn oft rangt fyrir sér og þeir sem geta ekki sætt sig við það.

.

Muppet_051107093727103_wideweb__300x213 

.

Já, einmitt og eins og Sister Marey Tricky sagði;

Ríkt fólk er aðeins fátækt fólk með peninga.

Heyrðu við erum svo djúpir í kvöld... kanntu ekki einn brandara til að lyfta okkur á hærra plan?

Jú,hvernig fór þegar tannburstarnir kepptu við tennurnar í fótbolta?

Ha, það veit ég ekki.

Jú, tannburstarnir burstuðu tennurnar hehehe....

.

 smiling_teeth

.


Verður létt

Það er gott að heyra... held að United vinni frekar auðveldan sigur í kvöld 4-0 spái ég.

Manchester maskínan er komin í gang. Síðasti leikurinn í deildinni var flottur. Er nokkuð öruggur á því að United vinnur deildina heima fyrir þó að Liverpool sé eitthvað að sprikla núna í upphafi móts.

.

 

.football_img_seo-page


mbl.is Ronaldo í byrjunarliði United - Ferdinand hvíldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband