Bréf frá Svíþjóð

Ásgeir bloggvinur minn frá Húsavík, en býr nú í Svíþjóð var að senda mér bréf...í þemanu "skáldað upp í bloggvini"...

Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá skrifaði Ásgeir ekki þetta bréfkorn í ljóðrænu formi, heldur legg ég honum þetta í munn... eins og með aðra mína bloggvini og jafnvel fyrir utan þann hóp sem ég hef gert slíkt hið sama við, þá vona ég að fólk taki þetta ekki illa upp og fyrirgefi mér þennan leik...

Ég get verið duglegur
en vinnuþjarkur
er ekki kannski ekki beint

þegar ég er að sinna
ákveðnu verkefni
þarf ég mikið næði

ég loka gluggum og hurðum
slekk á símanum
og dreg gluggatjöldin fyrir

meðan tölvan er að koma upp
lygni ég aftur augunum
fitla við skeggið

og svo er ég kominn í gang


Kveðja, Ásgeir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Heheh, sé Ásgeir alveg fitla svona við skeggið og draga fyrir ..... ! Bíð eftir fleiri svona ljóðum, umsögnum, mannlýsingum.... hvað sem þú villt kalla þetta.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.7.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Brattur

þú mátt fara að vara þig Guðný Anna

Brattur, 12.7.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé að þú hefur sultugerð að áhugamáli.  Ekki það að það sé neitt nærstætt áhugamál mitt, en ég hraut um þá staðreynd einhvertíma að Nostradamus sjálfur hafi deilt þessum áhuga með þér og gaf út kver þar að lútandi. Hér er ensk þýðing þessa kvers á netinu:http://www.propheties.it/nostradamus/1555opuscole/opuscole.html

Ekki vitlaus viðskiptahugmynd að selja sultur Nostradamusar.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.7.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er vinkona Ásgeirs. Hann er flottur gaur. Ég er líka Húsvíkingur.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Brattur

Guðý Anna... sumir hafa kallað þetta At-kvæði...

Jón Steinar... það er ekki leiðum að líkjast, Nostradamus...hmm... kannski ég fái mér osta og rauðvín og SULTU í kvöld og renni yfir kverið... takk fyrir þetta...

Ásdís... Húsvíkingar eru náttúrulega bara snillingar... þekki ekki annað til þeirra...

Brattur, 13.7.2007 kl. 17:35

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ó..Keiii...???

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja?

Er á 3 rauðvínsglasi "just nu" og vel því að segja ekki rassgat!

Lifi fjalldrapinn:

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.7.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Brattur

no hard feelings Ásgeir er það... please... ég er svo viðkvæmur

lifi fjalldrapinn og öll hans fjölskylda

Brattur, 13.7.2007 kl. 20:34

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Nei Gísli minn,

absólútlí nó hard feelings,

nema síður sé!

Ég meina

- jakki er ekki frakki nema síður sé:

nema hvað ?

- eða þannig:

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.7.2007 kl. 21:46

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

... og öll hans fjölskylda !

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband