Nútíma Neró

... það er rosalega langt síðan að ég setti ljóð í fyrsta skiptið inn á netið... þá var netið ekki eins og það er í dag... þetta var bara texti... engar myndir og ekki grunaði mig þá hvernig þetta net myndi þróast... en þetta fréttist eitthvað smávegis og Ríkisútvarpið kom og tók viðtal við mig... þetta þótt nokkuð merkilegt... ég fylgdi þessu þó ekki eftir og nú ansi mörgum árum síðar er ég hér á þessari síðu að henda inn einu og einu ljóði frá því í gamla daga og nýlegri textum...

Þau fáu ljóð sem ég setti á netið þarna aftur í tímanum voru einnig þýdd yfir á ensku af enskukennaranum mínum, Guðbrandi Gíslasyni...

Hér er sýnishorn:

Nútíma Neró.

Sötrar kaffi
og Courvoisier
uppí sófa
lygnir aftur augum

hlustar á blús
úr Bang og Olufsen

meðan mannkynið
grefur eigin

gröf

 

... og svo á ensku...

 

Nero updated.

Sipping coffie
and Courvoisier
Reclinging on the sofa

Shut his eyes

Listen to the blues
through Bang & Olufsen

While humanity
unspeakably exhausted

Keeps feeding the flames

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það væri sko hægt að skrifa djúpa ritgerð um þetta. Líf, tilfagur, fjör!Setjumst einhverju sinni i brekkunni hja Örnu Guðnýju og syngjum með henni!Höfum rauðv´n á kút, Bjarna og
Bobbu stutt undan og Arngjörgu, sm sest hjá okkur og stýrir söng, ha?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Brattur

... já, já... ég er alveg til í þetta Guðný Anna... held ég

Brattur, 10.7.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú getur nú snarað þessu yfir á frönsku líka...

Anna Einarsdóttir, 10.7.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Brattur

... hún ætti nú ekki að vefjast fyrir manni franskan... látum ljóðið bara byrja á...       
Je T´aime... Moi Non Plus... og þá skiptir restin engu máli...

Brattur, 10.7.2007 kl. 23:38

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kann nú ekkert í frönsku en ætla að giska á hvað þetta þýðir........

Ég elska þig......... sem er enginn plús ??

Anna Einarsdóttir, 10.7.2007 kl. 23:41

6 Smámynd: Brattur

... þetta er eiginlega stolið úr gömlu ástarljóði (ástarsöng öllu heldur)... og það fær enginn plús fyrir slíkt rán... ég kann ekkert í frönsku heldur, en þýðingin hjá þér er held ég mjög nærri lagi...

Brattur, 10.7.2007 kl. 23:51

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heyrðu Brattur.  Við þyrftum að eignast Færeyskan bloggvin.  Finnst þér það ekki ?

Anna Einarsdóttir, 10.7.2007 kl. 23:57

8 Smámynd: Brattur

... jú og hann þarf að heita Sigfríður... því í Færeyjum heita karlmenn Sigfríður... mér finnst það flott...

Brattur, 11.7.2007 kl. 00:00

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og hann Sigfríður verður að hafa húmor fyrir því að við hlægjum að orðunum hans.

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 00:05

10 Smámynd: Brattur

...við getum farið á leitel.fo - Tann föroyska leititeldan - virkar reyndar ekki hjá mér núna... eða auglýst í Dimmalætting... þar getur maður auðveldlega orðið áskrifandi :

Ert tú ikki haldari, kanst tú keypa eitt klipp til dimma.fo yvir fartelefonina við at senda eini sms-boð við tekstinum: "dimma keyp klipp" til 1920. So fært tú sendandi eini sms-boð aftur við einum brúkaranavni og loyniorði, sum er galdandi til kl. 05.00. Klippið kostar 13 kr. umframt vanligan sms-kostnað.ShimAllir haldarar hava atgongd til dimma.fo. Um tygum ynskja at gerast haldari trýst her.

Brattur, 11.7.2007 kl. 00:19

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tad einasta sum er minus vid teimun tad er at teir hava stívan allatídina, og tad kann seinka ferdina eitt sindur :(   Men har hava grønlendarirnir aftur veri smartir, teir hava bundi dvørgarnarir so fast saman at vissi nú ein av teimun fær stívan so gongur tad út yvur eitt vist stad hjá tí dvørginun sum rennur beint framman fyri hann. So fyri at hesin dvørgurin skal sleppa frá at føla okkurt koma sníkjandi handa vegin, so má hann renna skjótari genialt :o)

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kóperaði þetta af færeyskri bloggsíðu.  Mér sýnist að hér sé býsna alvarlegt mál á ferðinni........ Grænlendingarnir eru búnir að binda dvergana fasta saman !

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:57

13 Smámynd: Brattur

... þetta er rosalegt... en er einhverdónaskapur þarna á ferðinni í fyrstu línunni... "teir hava stívan allatídina"... hvað þýðir þetta eiginlega hmm... en ég hef áhyggjur af dvergunum... verð að segja það...

Brattur, 11.7.2007 kl. 22:41

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 þú meinar........ hérna er síðan... http://www.nym.fo/NymfoLink.aspx?id=6194

Það væri nú eftir öllu að ég hafi dottið inn á klámsíðu þegar ég ætlaði bara á bloggsíðu.

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 22:51

15 Smámynd: Brattur

... við verðum greinilega að láta klámlögguna vita af þessu og ekki nóg með það heldur morðdeildina líka... sjáðu bara:

"Ein nýggjur sportur er eisini komin til grønlands sídan dvørgarnir komu, tad er dvørgaskjóting"

Brattur, 11.7.2007 kl. 22:59

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 Erum við snillingar eða erum við snillingar ?

Við stofnum okkar eigið lögregluumdæmi maður.  Netlöggan !  Ég hef náð dóna áður.  Bara virðist ramba á réttu (vitlausu) staðina.

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:02

17 Smámynd: Brattur

... já þú hefur nef fyrir þessu... byrjaði þetta strax eftir að þú veist... dattst (skrifar maður þetta orð svona.. hmmm?)  um daginn eða hefur þú alltaf verið svona...

... nú þefum við uppi allt illþýði á netinu og skjótum þeim skelk í bringu....

1 sig fyrir íslending - 2 stig fyrir færeying...

Brattur, 11.7.2007 kl. 23:10

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dast bara, ...... held ég.

Ég hef alltaf verið svona.  Finn ekki "réttu" mennina.   Gott að geta nýtt þann ókost til einhvers gagns.

Hvað gerum við svo með stigin ?  Verðlaun ??

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:32

19 Smámynd: Brattur

já, verðlaun... hvað skulum við hafa það nú...

sting upp á rauðvínsflösku eða berjatínu....

og ég skulda þér galdraþulu... og hér kemur hún:

Galdraþulan hennar Önnu.

úr auðninni
kemur sálin
sem þú átt að sættast við

með vindinum
kemur málið
sem þú átt að læra

með regninu
kemur vatnið
sem andlit þitt þvær

úr sjónum
kemur marbendill
sem þig frelsar

og þá
og loksins þá
ertu tilbúin
að takast á
við lífið

en aldrei gleyma
nei, aldrei, aldrei gleyma

að þú átt þig sjálf

Brattur, 11.7.2007 kl. 23:46

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó !  Takk ! 

Mikið er hún falleg.

Rauðvínsflaska OG berjatýna í verðlaun.  Minna má það nú ekki vera.

Má ég birta galdraþuluna á blogginu mínu ?

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:55

21 Smámynd: Brattur

... já, já... ekkert mál... 

Brattur, 11.7.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband