Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Er hægt að kenna gömlum hundi að sitja?

.... það er skrítið að eldast, það er eins og maður fari ofar og ofar og horfi niður til baka á allt það sem hefur gerst í lífinu... og tímabilin skiptast í margar ólíkar persónur... sumar vildi ég bara alls ekki vera í dag!

En það sem er kannski merkilegast, að með aldrinum verð ég svo sveigjanlegur með, ja bara allt... eins og örmjór asparræfill í vindi... bogna ég undan honum, leyfi honum að vaða hjá, og svo rís ég upp aftur og brosi framan í sólina... mér finnst stundum allt að því óþolandi hvað ég er umburðarlyndur...

... ég held nefnilega að það sé enginn vandi að kenna gömlum hundi að sitja, því hann er búinn að reyna svo margt að hann veit að það er ekki til neins að spyrna við fótum...

... ég er að æfa mig á honum Kát... alltaf þegar ég kippi sláttuvélinni í gang, þá stekkur ljónið á vélina og geltir... það þýðir ekkert að hrópa á hann og segja honum að hætta... nei, nú er komið nýtt trix sem ég er að þróa, það er hvíslið... nú sting ég andlitinu upp í eyrað á vini mínum og hvísla; elsku Káturinn minn, ekki stökka á vélina þegar ég set hana í gang... og ég finn að hann hlustar... hann leggst niður og horfir á eins og í dáleiðslu... ooh hvað ég er ánægður með hann og mig og garðurinn verður svo fallega sleginn á eftir...

Æskuást.

Forðum
í sveitinni
lá ég
í grasinu

ósnortinn sveinn

sólin
kyssti mig
hátt og lágt

mín fyrsta æskuást 

 


Skák

Það eru til ótal orðtök í Íslenskri tungu um skák... miklu fleiri en maður heldur...
Hér eru nokkur dæmi úr bókinni "Íslensk orðtök" eftir Sölva Sveinsson:

Komast í mát : Komast í vandræði,þrot.
Markmiðið í skák er að máta kóng andstæðingsins, þjarma svo að honum að hann geti sig hvergi hreyft. Þá er hann kominn í vandræði, ef ekki þrot, skákin unnin.

(margir bloggvinir eiga eftir að upplifa þetta í haust)

Tefla á tvær hættur: Taka áhættu með eitthvað.
Stundum taka menn áhættu í skák, fórna t.d. manni fyrir peð, en bæta stöðu sína á einhvern hátt í staðinn, máta jafnvel kóng andstæðiingsins. Hins vegar getur þetta mistekist.Þess vegna er sagt að menn tefli á tvær hættur þegar þeir leika tvísýnum leik.

(Brattur hefur hinsvegar það mottó í skák að "fórna aldrei drottningu fyrir peð", þetta er svona ákveðin stuðningur við jafnréttisbaráttuna og við góðar konur, þ.e. drottningar).

en áfram í bókina:

Tefla við páfann : Ganga örna sinna, kúka. (þetta síðasta orð er ekki mikið notað á þessari síðu, en nauðsynlegt að hafa þetta orðrétt upp úr bókinni; innsk. Brattur)

Ekki er þetta beinlínis runnið úr skáktafli. Íslendingar lögðu af kaþólska trú árið 1550 og tóku upp lúterskan sið kristinnar. Þetta orðtak er til að niðurlægja páfann, yfirmann kaþólskra, og líklega búið til fljótlega eftir að hinn nýji siður var lögleiddur.

"Gangi þið bara á undan mér, " sagði Símon, "ég þarf nauðsynlega að tefla við páfann. Ég næ ykkur þegar ég hef mátað hann."

Þá er tilvitnunum lokið úr þettari ágætu bók, en eftir eru t.d. ortök eins og að "Bæta úr skák" "Skáka í því skjólinu" "Það eru brögð í tafli" "Tefla djarft" "Um eitthvað að tefla"  "Sjá sér leik á borði".

Skák er því ekki bara skák... hún snýst um persónuleika... hver er til dæmis sjá sem er líklegastur til að tefla djarft????

 

 


AT-kvæði

Þá er komið að því að skrifa upp í hana Guðný Önnu bloggvinkonu... fyrir þá sem ekki vita og ekki hafa lent í þessum ósköpum, þá á ég það til að skálda smá bréfkorn frá bloggvinum, sem sumir kalla
AT-kvæði. Ég legg fólkinu þetta í munn og læt það segja frá einhverju lítilfjörlegu eða merkilegu í sínu daglega lífi...

Það eru ekki margir
sem vita það að ég er með dellu
fyrir handklæðum

ég vil sem dæmi hafa
baðhandklæðin  mjög stór og þykk
þannig að eftir heitt letibað
geti ég sveipað 
hlýlegu, drapplituðu
handklæði
um mig alla, helst tvo hringi

tiplað svo á táslunum
fram í eldhús
og fengið mér ískaldann
eplasíder úr hálsmjóu kampavínsglasi

 

Kveðja, Guðný Anna

 


Lítil þorp

Ég ferðast talsvert í vinnu minni um norðausturhorn landsins... þegar maður keyrir um og stoppar í litlu þorpunum þá verður ekki hjá því komist að sjá það sem hefur verið að gerast á Íslandi undanfarin ár... það er allt í vörn... ómáluð hús... tóm hús... færra fólk og óöryggi... fólkið kannski að bíða eftir að það komi einhver og bjargi því... en það verður ekki þannig, það kemur engin til þess að bjarga... pólitíkusar hafa kannski einhvern vilja, en þeir virðast ekki geta áorkað neinu til að snúa þessu ástandi við... fólkið verður að treysta á sig sjálft og vita það... Þórshöfn á Langanesi, er einn þessara staða... sem maður veit ekki hvað verður um.... í haust þá hætti rekstraraðilinn sem var með matvörubúiðna á staðnum.... það var ekki öruggt að það yrði opnuð matvöruverslun aftur á Þórshöfn... en til allra lukku, þá kom sterkur aðili að rekstrinum og matvöruverslunin hélt áfram... þess vegna er ég nú að skjótast af og til þangað...
... mikið þykir mér vænt um þessi litlu þorp og fólkið... vona að byggð haldist í þeim og í öllu landinu....

Var þarna í byrjun vikunnar... svaf á gistiheimili á staðnum.... var þreyttur og sofnaði klukkan hálf níu um kvöldið... vaknaði aftur um klukkan ellefu um  kvöldið... sólin skein inn um gluggann og ég gerðist skáldlegur....

Ég og Langanesið.

Og þarna
settist hún sólin
eldrauð í framan
eftir erfiði dagsins

þokublátt Langanesið
teygði sig út í hafið
eins og það væri
á leiðinni eitthvert

ég sem var gestur
í dökkbrúnu bjálkahúsi
fylgdist með í lotningu

hér ætlaði ég að hvílast í nótt
safna kröftum

á morgun yrði ég líka
á leiðinni eitthvert


Gimme some loving

Þá er maður loksins kominn inn úr hitanum... kom heim snemma, kl. 17:30 settist út á verönd og opnaði rauðvín, ostur við hliðina og auðvita sulta... ég er sultukarl... en kem að því síðar... svo sat ég og horfði út í lofið... og þegar ég horfi út í loftið þá er það yfirleitt þannig að ég fer á flakk í huganum... get ekki tæmt hann, þar er yfirleitt alltaf allt á fleygiferð.... bloggvinkona frá Sauðanesi við Siglufjörð boðaði mig á fund eftir helgina... við vorum komin á flug með að halda ball á Ketilási næsta sumar, 2008.

Ketilás er í Fljótum; þar voru oft böll í gamla daga eða fyrir svona 35 árum eða svo... aðallega voru þetta strákar og stelpur frá Siglufirði og Ólafsfirði sem þarna komu... og náttúrulega var stuð og þónokkuð um ástir og slagsmál...

Það gæti verið gaman að smala þessu liði saman eina kvöldstund á fögru sumarkvöldi... orginal hljómsveit og heysátur á túninu allt í kringum Kelilás....

 


Úrslitin komin!!!!

Þá er komið að því að tilkynna úrslitin í ljóðakeppninni:

Who will be the next greatest poet in Iceland, ever.

Í 1. sæti er ljóðið :

Ég beið þín lengi, lengi!!!!!!!! eftir Önnu P. Einars
Innilega til hamingju Anna.

Anna hlýtur því titilinn "The next greatest poet in Iceland,ever"

Ég beið þín lengi, lengi

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín
ó ég er að verða snaróð
ó ég skammast svo mín
ó ég meiddi mig í fingur
ó ég er jú vitleysingur
en svo kemur þú á bloggið
hér á bloggið til mín.

Um verðlaunarkvæðið segir Brattur yfirdómari:

Höfundur tjáir sig á Ó-venju opinskáan hátt með mörgum Ó-um og fjallar um innstu tilfinningar með nýjum blæ sem ekki hefur áður sést í kveðskap. Það væri nú meiri andskotans dómarinn sem ekki félli fyrir þessu.

Í öðru sæti er:

Andskotans aspirnar!!!!!!!!!!!!! Eftir Halldór frá Asparfelli.

Dóri með Ösku að pissa fór, (Altso Ösku)
var lengur en til stóðu efni.
Þurfti nefnlega að vökva tré stór,
hverrar tegundar ekki nefni. (Andskotans aspir)

Yfirdómarinn segir um þetta ljóð:

Andskotans aspirnar er lítið ljóð með stórt hjarta. Höfundur hefur áhyggjur af hlýnun jarðar og vill ekki láta sitt eftir liggja til þess að kolefnisjafna alla þá mengun sem tíkin hans lætur út í andrúmsloftið. Skemmtilegar orðskýringar lyfta ljóðinu í hæstu hæðir.


Verðum að senda einn keppanda heim!

Í þriðja sæti er.....

KLÓSTIÐ!!!!!!!!!!

Stelpan varla á lyklaborð kann
eða jú hún er bara klaufsk á bloggið
ég skyndilega þörf hjá mér fann
að fara snöggvast á klóstið

Höfundur : Jana Eskfjörð

Innilega til hamingju!!!!!!!


ljóð nr. 4 - 11

í sæti nr. 11 er : Mý á taði                      höfundur : Anna P. Einars
í sæti nr. 10 er : Vangadansinn              höfundur : Ægir Fúga
í sæti nr. 9 er   : Ný frú                           höfundur : Imba la´Douche
í sæti nr. 8 er   : Prósaljóð um baðferð  höfundur : Jana Eskfjörð
í sæti nr. 7 er   : Ég sakna þín Brattur   höfundur : Halldór frá Asparfelli
í sæti nr. 6 er   : Höfuðlausn                  höfundur : Anna P. Einars
í sæti nr. 5 er   : Brattur mjólkurkex     höfundur : Anna P. Einars
í sæti nr. 4 er   : Folinn                           höfundur : Ægir Fúga

....................... þau 3 ljóð sem keppa því um þrjú efstu sætin í kvöld eru : úrslit birt kl. 23:00

Klóstið                           höfundur      Jana Eskfjörð
Ég beið þín lengi ,lengi  höfundur      Anna P.Einars
Andskotans aspirnar    höfundur      Halldór frá Asparfelli

 


I´m your man

...mjög sérstætt myndband við eitt fallegasta ástarljóð síðari tíma...

 

 


Ellefta ljóðið

Áður en ég hef niðurtalninguna í ljóðakeppninni, birti ég hér ljóðið "Ný frú" eftir hana Imba la´Douche, en í yfirferð minni stökk ég óvart yfir hana Imbu... ljóð hennar á virkilega skilið að keppa í úrslitahópnum, eða finnst ykkur það ekki?
Ellefta ljóðið, kemur því hér á elleftu stundu:

Nýbökuð frú.


Ofvirk Anna Einars er,
því er ekki að neita,
Með ofsa látum konan fer.
keppnisfólki að leita.
Þar sem kominn er nýr dagur og partýið senn á enda.
ræ ég á önnur mið og leita nýrra kennda.
Í bólið til karlsins læðist ég nú,
og haga mér eins og nýbökuð frú.
Guð gefi ykkur öllum góða nótt og sofið rótt.
Hittumst kát og hress í fyrramálið með nýjan þrótt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband