Peppe

Einu sinni var maður sem hét Peppe.

Þið mynduð kannski halda að hann hefði verið Spánverji eða Ítali og hefði heitið fullu nafni Giuseppe og bara verið kallaður Peppe? En svo var ekki.

Peppe var Íslendingur og hann var róni enda uppnefndur af mönnum og málleysingum og aldrei kallaður annað en Pepperóni.

Það er þannig að þegar að maður hættir að vera venjulegur og verður róni þá breytist margt, sagði Peppe einu sinni við mig þar sem við sátum á bekk rétt hjá andapollinum. Hvað meinar þú Peppe sagði ég með minni mjúkustu röddu.

Jú, maður hættir að þurfa að þrífa sig og getur gengið um í grútskítugum fötum og verðið með skítugan hárlubba og skegg niður á bringu. Síðan þarf maður ekki á virðingu annarra að halda, hún bara hverfur, vinirnir hverfa. Svo er það einn og einn sem er aumingjagóður eins og þú sem nennir að tala við mig... það dugar mér alveg og svo sambúðin með Trölla.

Trölli var hundur, svona meðalhundur að stærð með rosalega stórt höfuð og kjaft eins og flóðhestur.
Hann var loðinn,  dökkbrúnn og hvítur að lit og vék aldrei frá húsbónda sínum. Þeir voru drykkjufélagar. Fullir saman, þunnir saman, skítugir saman.

En Peppe, sagði ég. Hvernig stendur á þessu nafni þínu Peppe ? Þetta er ekki íslenskt nafn. Nei, rétt er það ég átti að heita Pétur eins og hann afi en þegar ég var skírður þá stamaði afi, sem hélt á mér undir skírn, svo mikið að hann gat aldrei sagt annað en Pep Pe, Pep Pe. Prestinum fannst það svo flott nafn að hann tók það gott og gilt og svo hló Peppe ógurlega svo sást í svartar tennurnar í gegnum kafþykkt skeggið.

Annars er það mitt mottó í lífinu að maður eigi aldrei að gera flugu mein því að þá fá fuglarnir og fiskarnir minna að borða sagði Peppe um leið og hann stóð upp af bekknum og danglaði fæti í Trölla sem sofið hafði við fætur hans á meðan.

Hann gekk í burtu án þess að kveðja. Endurnar á pollinum gáfu frá sér aðvörunarkvak þegar þær sáu Trölla skakklappast meðfram bakkanum.
Eftir sat ég og vissi ekki hvort mér fannst lífið flóknara eða einfaldara en áður.
.

Duck_007_019

.

 


Áfram Liverpool !

Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en nú segi ég það.

ÁFRAM LIVERPOOL !

Þann 1. maí mun Chelsea spila á Anfield. Þetta er leikurinn sem skiptir öllu máli á leiktíðinni.

Liverpool vinnur þennan leik sem verður til þess að Manchester United verður Englandsmeistari í 19 . sinn. United hefur þá unnið deildina einu sinni oftar en Liverpool.

Liverpool þarf á sigri að halda í þessum leik til að ná hinu mikilvæga 4. sæti, Evrópusætinu.

Með hjálp Liverpool okkar ágætu granna verðum við meistarar í vor.

Snúið en dásamlegt.
.

 manchester_united_treble_trophies_premier_cup

.

 


mbl.is Ancelotti: Ekki gott að United féll úr Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræðurnir og dúfurnar

Einu sinni voru tveir bræður. Þeir hétu Feill og Greipar.

Feill var rauðhærður og freknóttur en Greipar bróðir hans var ljóshærður og bláeygður.
Þeir bjuggu heima hjá mömmu og pabba í litlu fallegu húsi ekki langt frá þorpinu.

Foreldrar þeirra voru  bændur og lifðu á dýrum þeim sem þau höfðu og grænmetinu sem þau ræktuðu.
Á bænum voru geitur og hænur og hestar og kindur og kýr og kanínur.
Feill og Greipar áttu dúfnabú. Þeir höfðu skyldum að gegna á bænum. Þeir þurftu að gefa kanínunum og hænunum, moka fjósið, reka kýrnar, setja niður kartöflur og kál og reita svo arfann úr garðinum.
.

potatos
.
Verkefnin voru mörg á hverjum degi en þegar þeim var lokið fór allur tíminn í dúfurnar. Þeim fannst gaman að halda á þeim og láta þær borða úr lófanum og tala við þær.
Allar báru þær nöfn eins og Elding, Babú, Hvöss, Máni og Sól.

Einn dag var úrhellisrigning. Þrumur og eldingar og brjálað veður. Pabbi og mamma voru ekki heima, höfðu farið inn í Dalina að skoða aligæsir sem þau langaði að kaupa.

Feill og Greipar voru hjá dúfunum þegar óveðrið skall á. Þeir settu þær strax í pappakassa og hlupu með þær heim í hús.

Óveðrið stóð í tvo daga. Ekkert heyrðist frá mömmu og pabba. Strákarnir slepptu dúfunum lausum. Þær flögruðu um allt húsið og skitu þar sem þeim sýndist.

Þegar mamma og pabbi komu loksins heim var húsið allt í rúst.

Foreldrarnir voru ekki kát með heimkomuna þegar þau sáu útganginn á húsinu.
Þau horfðu á drengina og vissu varla sitt rjúkandi ráð. Loks sagði pabbi við mömmu.

Ég skal taka Feil og setja hann í bað meðan þú lætur Greipar sópa.

Líkur hér sögunni af bræðrunum og dúfunum þeirra.
.

 aaaaa

.


Chelsea ekkert vandamál.

Gary Neville er járnkarl og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

VIÐ tökum Chelsea á morgun, ekki nokkur spurning með eða án Rooney. Svo þegar þau 3 stig verða komin í höfn... þá er deildin búin.
.

 Neville: Says United must cope without Rooney

.


mbl.is Neville: Getum ekki notað fjarveru Rooney sem afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillan

Hann stóð í bókahillunni, hélt á risastórum fiski og brosti fallega þótt hann væri ljótur og dvergur þar að auki. Fiskurinn var nærri því jafnstór og hann. Augu fisksins störðu tóm út í loftið. Hann var dauður.

Langt og mjótt nef dvergsins teygði sig í gegnum kolsvartan hárlubbann. Á höfðinu bar hann einskonar Mexícanahatt.

Rétt hjá honum á sömu hillunni sat álfastelpa. Hún var í rauðum kjól og með rauðan hatt sem allur var skreyttur ávöxtum. Í vinstri hendi hélt hún á rauðbrúnum fugli. Hún brosti til dvergsins.

Bak við álfastelpuna var önnur lítil álfastelpa og sú hélt á hjarta. Hvítu hjarta með rauðum doppum. Hún stóð rétt hjá bangsanum í smekkbuxunum. Bangsinn var með svört augu og svart nef. Hann starði út í loftið með þreytubrosi enda hafði hann aldrei á ævinni sofið. Hann vissi ekki af þeim möguleika.

Í hillunni var líka broddgöltur. Hann var með veiðistöng og reyndi að fiska í rykinu vongóður á svip.  Við hlið hans sat grænn engill. Hann var líka brosandi eins og nágrannar hans. Hann var með stór tindrandi augu og litla vængi. Á höfðinu bar hann hárband úr gulli.

Reykelsi, fleiri hjörtu í allskonar útgáfum, leðurhálsmen og armband, rúnir í leðurtuðru, Völuspá og útlendir smápeningar í plastpoka lágu hér og hvar á hillunni. 

Skemmtileg hilla hugsaði ég og teygði mig í Sauðavöluna, setti hana á höfuðið, fór með þuluna, bar fram spurninguna og lét Völuna falla á litla skrifborðið mitt.

Bungan kom upp.

Á eftir gekk ég að glugganum og horfði út. Mikið rosalega var tunglið fullt.
.

 full_moon

.


Tölurnar duttu.

Ég var að grobba mig um daginn að hafa fest tölur í buxur. Það hefði ég ekki átt að gera.
Ég mátti vita að Guð fylgdist með mér og myndi stríða mér á þessu og sýna mér í leiðinni hvað ég væri ófullkominn.

Nú eru tölurnar dottnar af báðum buxunum, þeim brúnu og þeim gráu.

Mikið rosalega er ég spældur... ég sem vandaði mig svo mikið.

En eigum við ekki bara að kenna tvinnanum um ?

Nú ætla ég að fara í veiðidótið og ná mér í girni.  Ætli það sé ekki alveg skothelt ?

Skoðum að lokum hvað G.E. Hannesson segir um þennan dag:

Þessi dagur kemur aldrei aftur og það sem þú gerðir ekki í dag verður kannski aldrei gert.
.

 img-thing?

.

Best að drífa sig út með ruslið.


Sannfærandi.

Mjög sætur sigur og aldrei í hættu.

Það er greinilega ekkert lið sem stoppar United í dag.

Sendi þeim félögum og vinum sem styðja Liverpool góðar kveðjur... en segi ekkert meira að svo stöddu.
Maður á ekki að sparka í liggjandi menn.
.

 

.
Það var sko hvorki hnoð né hark
Þegar hann Ji-sung Park
Skallaði í mark


mbl.is United lagði Liverpool og endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndarlegur ?

Þegar karlmönnum tekst að festa tölur í buxur þá er stundum sagt;

Mikið rosalega ertu myndarlegur.

Ég afrekaði það í dag að festa, ekki eina tölu, heldur tvær tölur í gráu buxurnar mínar og þær brúnu líka.

Leit svo í spegil á eftir og varð fyrir töluverðum vonbrigðum.
Ég hafði bara nánast ekkert lagast.

Ég er samt ekki frá því að það hafi verið smá grobbblik í vinstra auga.
.

button4

.

 


Gáta

Hér er fislétt gáta.

Þegar hann Al Gore deyr þá verður hann brenndur. Hann hefur ákveðið það.

Hvað heitir hann þá eftir þá aðgerð ?
.

 

 Questionmark

.

 

 


Óðinshaninn

Hann lagðist endilangur í sófann. Hann var einn í húsinu. Lokaði augunum og reyndi að sofna. Hann var yfir sig þreyttur.
Hann sá fyrir sér bjart tunglskin og dimm ský sem skyggðu það af og til. Vindurinn var hvass og það ýlfraði í þvottahúshurðinni.
Það var hrollur í honum og hann teygði sig í ullarteppið, reyndi að hugsa eitthvað hlýlegt. Hugsaði um grænan árbakka og Óðinshana syndandi í lítilli vík.
Honum hefur alltaf þótt Óðinshaninn fegurstur fugla. Það er svo mikil ást og samkennd meðal karlfuglsins og kvenfuglsins. Vinna ákveðin sín verk án þess að tala mikið. Einstaka lástemmt kvak heyrist í þeim þegar þau segja; ég elska þig.

Við þessar hugsanir hlýnaði honum undir teppinu og fann að nú gat hann sofnað. Hann hafði alltaf verið þannig að ef honum var kalt þá gat hann ekki fyrir nokkurn mun sofnað. Og ef honum var verulega kalt þá klæddi hann sig í lopasokka.

Hann hrökk við bank á útidyrnar... hann reis upp við dogg og leit á stofuklukkuna... hún var hálf fjögur. Hver gat eiginlega verið á ferðinni um hánótt ?

Hann opnaði dyrnar. Einhver hljóp í burtu frá húsinu og út í hríðarbylinn. Á stéttinni var stór bastkarfa vafinn rauðköflóttu sjali.

Hann lyfti bastkörfunni varlega og gekk inn í húsið. Setti körfuna á eldhúsborðið, hikaði við að taka sjalið af. Hann hugsaði um allar bíómyndirnar sem hann hafði séð og sögurnar sem hann hafði lesið. Það var alltaf barn í svona bastkörfum.

Hann teygði sig skálfhentur í sjalið og dró það að sér. Snéri höfðinu til hliðar og leit hálfvegis til baka í átt að körfunni.

Það var ekkert barn en í körfunni var bangsi og í hendi hans var miði. Hann tók miðann, setti upp gleraugun og las.

"Óðinshani"
.

 MG_7945

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband