Hillan

Hann stóđ í bókahillunni, hélt á risastórum fiski og brosti fallega ţótt hann vćri ljótur og dvergur ţar ađ auki. Fiskurinn var nćrri ţví jafnstór og hann. Augu fisksins störđu tóm út í loftiđ. Hann var dauđur.

Langt og mjótt nef dvergsins teygđi sig í gegnum kolsvartan hárlubbann. Á höfđinu bar hann einskonar Mexícanahatt.

Rétt hjá honum á sömu hillunni sat álfastelpa. Hún var í rauđum kjól og međ rauđan hatt sem allur var skreyttur ávöxtum. Í vinstri hendi hélt hún á rauđbrúnum fugli. Hún brosti til dvergsins.

Bak viđ álfastelpuna var önnur lítil álfastelpa og sú hélt á hjarta. Hvítu hjarta međ rauđum doppum. Hún stóđ rétt hjá bangsanum í smekkbuxunum. Bangsinn var međ svört augu og svart nef. Hann starđi út í loftiđ međ ţreytubrosi enda hafđi hann aldrei á ćvinni sofiđ. Hann vissi ekki af ţeim möguleika.

Í hillunni var líka broddgöltur. Hann var međ veiđistöng og reyndi ađ fiska í rykinu vongóđur á svip.  Viđ hliđ hans sat grćnn engill. Hann var líka brosandi eins og nágrannar hans. Hann var međ stór tindrandi augu og litla vćngi. Á höfđinu bar hann hárband úr gulli.

Reykelsi, fleiri hjörtu í allskonar útgáfum, leđurhálsmen og armband, rúnir í leđurtuđru, Völuspá og útlendir smápeningar í plastpoka lágu hér og hvar á hillunni. 

Skemmtileg hilla hugsađi ég og teygđi mig í Sauđavöluna, setti hana á höfuđiđ, fór međ ţuluna, bar fram spurninguna og lét Völuna falla á litla skrifborđiđ mitt.

Bungan kom upp.

Á eftir gekk ég ađ glugganum og horfđi út. Mikiđ rosalega var tungliđ fullt.
.

 full_moon

.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman af ţessu :)

En hvernig leist  ţér á refaveiđarnar í mongoliu?

Sveinn Bj (IP-tala skráđ) 31.3.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitiđ Sveinn... refaveiđarnar í Mongoliu eru alveg magnađar...

Brattur, 31.3.2010 kl. 23:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband