Hringurinn

... hafið þið velt því fyrir ykkur að jólin eru að nálgast!

Um leið og hringurinn lokast, þá byrjar sá næsti. Um leið og maður hefur matast hættir maður að vera svangur (ef maður hefur þá fengið nægju sína) en svo styttist í það að maður verður svangur aftur... ótrúlega skrítið...

Maður vaknar aftur og aftur. Sofnar aftur og aftur. Sólin kemur á loft, sólin sest. Það rignir og það styttir upp.

Það er þessi hringrás sem gerir það að verkum að við þrífumst.

Hugsið ykkur ef við værum alltaf vakandi, já eða sofandi... hugsið ykkur ef það væri alltaf sól... úff hryllileg tilhugsun... hugsið ykkur ef maður borðaði bara einu sinni, rétt eftir fæðingu og yrði saddur að eilífu...
.

 Golden%20Ring-filtered

.

Það er kannski ekki mikil tilbreyting í því að vakna, fara í vinnuna, borða, sofa. Aftur og aftur og aftur og aftur... en það er þó meiri tilbreyting í því heldur en að vakna bara einu sinni um ævina og sofna bara einu sinni.

Tíminn er lítið þröngt hólf sem heitir "Núna" og þú ert í. Míkrósekúndu fyrir aftan þig er fortíðin. Þú getur ekki einu sinni troðið litlu tánni út úr hólfinu og aftur í fortíðina. Og ekki getur þú sparkað með stóru tánni út úr hólfinu og inn í framtíðina... þú ferðast bara í þessu hólfi sem æðir beint áfram, ekki til hliðar eða afturábak... nei bara beint áfram... hlustaðu á hvernig hlið tímans lokast fyrir aftan þig eitt af öðru...

Jæja, ég ætlaði að skrifa skemmtilega færslu... en endaði í hringiðu hugsana minna... vá, hvað ég get verið djúpur á stundum... næstum eins og Dolli Dropi...
.

HeartWaterDrop0-1

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Á sama hátt má segja að við náum aldrei inn í framtíðina... hún er, samkvæmt skilgreiningu, alltaf ööööörlítið fyrir framan okkur.

En, já... Það er alveg rétt hjá þér... það styttist til jóla.  Aftur.  (Að vísu ... kannski svoldið skrítið að telja svona... jólin 2008 eru jú um það bil bara rétt að klárast.....)

Og laaaaaaangt til næstu jóla.....

Þannig að .... ég ætla að segja hérna, bara svo ég gleymi því ekki:  Gleðileg jól, 2009, Brattur :-)

Einar Indriðason, 6.1.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alveg ákveðin í því, eftir þennan lestur, að fara út í búð á morgun og koma ekki heim fyrr en ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar......

....þrátt fyrir að ég hafi gert nákvæmlega það sama bara cirka fyrir hálfum mánuði eða svo!

Segðu svo að maður nái ekki í fortíðina!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband