Helgi góður

... mér fannst Helgi Seljan standa sig feikivel í þessu viðtali... stjórnmálamenn komast alltof oft upp með að svara ekki spurningum fréttamanna... Helgi fylgdi bara eftir spurningum sínum, sem Ólafi fannst erfitt að svara... viljum við ekki annars fá svör pólitíkusanna í svona viðtölum? Viljum við bara að þeir vaði út um víðan völl og tali um allt annað en spurt var um eins og Ólafur var að reyna að gera...?

Ég segi húrra fyrir Helga Seljan, frábær fréttamaður.

.

f_documents_and_settings_dui_kambur_000_desktop_helgiseljan

.


mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Seljan var og er frábær í Kastljósi. Ólafur borgarstjóri er fárveikur maður sem höndlar ekki að tjá sig opinberlega, hvað þá að hann höndli ofaukið embættið.

Stefán (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Helgi slæmur, Brattur góður.

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er meira en pirrandi þegar stjórnmálamenn babla utanaðlærða langloku um ekki neitt - eða bara um það sem þeim finnst skemmtilegast að tala um hverju sinni - eins og Ólafur ætlaði að gera.  Mér finnst bara frábært að við skulum hafa fréttamann sem leyfir mönnum ekki að komast upp með moðreyk.  Og mér fannst Helgi ekki dónalegur.... bara ákveðinn.

Anna Einarsdóttir, 1.8.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Johnny Bravo

Ég er ekkert sammála þér, maðurinn kemur þarna í umræðu þátt og fær ekki að tala út, það var verið að spyrja um þessa konu, sem var aðstoðarkona hans og virkaði ekki sem slík vegna þess að hún hafði aðrar skoðanir en stefnuskrá flokksins og hann, en hún var látin vera áfram í skipulagsráði og þau ekki alveg jafn miklir vinir og áður vegna starfa henna sem aðstoðarmaður.

Svo vill hún þennan háskóla þarna en hann ekki og það er nú svo að flokkur sem fær menn inn í ráðhúsið velur fulltrúa í ráð og getur skipt þeim út ef þeir hætta að vinna útfrá stefnu flokksins.  Það var búið að svara þessu og Helgi Seljan dóni hélt áfram að spyrja um það sama 6-8sinnum og það er ekkert að koma eftir í þessu máli og þar af leiðandi var þetta viðtal tímasóun áhorfenda en ekki fræðsla um bitruvirkjun og hugsjónir og stefnu borgarstjóra um miðborgina.

Johnny Bravo, 1.8.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Brattur

Ólafur kom reyndar hrikalega illa út úr þessu viðtali og reynir að beina athyglinni annað.. að Helgi Seljan hafi verið hrokafullur og dónalegur og að hann, Ólafur, hafi verið plataður í viðtalið... .þetta er gamla sagan um að skjóta sendiboðann...

... ef einhver var hrokafullur í þessu viðtalið, þá var það Ólafur sjálfur, með því að færast undan að svara og vera alltaf að tuða í Helga um að hann vildi gjarnan tala um eitthvað annað... því honum vafðist tunga um tönn varðandi það af hverju hann rak Ólöfu úr þessari nefnd...

... eftir að hafa lesið aðeins meira um málið, þar sem Ólafur segir m.a. annars að Ólöf sé í hefndarhug gagnvart honum, þá smám saman sekkur hann dýpra og dýpra í þessu máli... 

... það er eitthvað að... 

Brattur, 1.8.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband