Gáta

... hér kemur gáta í anda Dolla Dropa...

... maður fór upp á hálendið með poka af grasfræi, hélt á honum yfir vinstri öxl... Hann var með heitt súkkulaði í brúsa, sex kleinur og flatkökur með hangikjöti... einnig var í farteskinu suðusúkkulaði og hárbursti...

... hann kom að stað þar sem uppblástur var mikill... einstök rofabörð risu upp úr sandinum eins og óvökvaðir kaktusar í stórri forstofu...

... okkar maður hóf þegar aðgerðir, tók af sér bakpokann með nestinu og einnig fræsekkinn... hann fór úr vindjakkanum, lagði hann í sandinn og settist... hlustaði á kyrrðina í auðninni og varð hugsað til ömmu sinnar sálugu... hann sá hana fyrir sér sitja á eldhúskollinum heima og raula; Bjargið aldan, borgin mín...

... eftir tvo bolla af heitu kakói og tvær kleinur, stóð hann upp og hóf að dreifa fræjum...

Honum fannst hann vera partur af náttúrunni, partur af alheiminum, partur af Guði. Hann var að græða landið.

Og þá er nú gátan búin.

Spurningin er, hvað er þessi maður???

.

seeding

.

Smáa letrið; svar við gátunni kemur ekki fyrr en á sunnudaginn. Endilega glímið við hana þangað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fyrrum starfsmaður Búnaðarbankans?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Brattur

neibb... sá sem græðir landið er náttúrulega "Landlæknir"...

Brattur, 4.8.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 5.8.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband