Kitl

... getið þið kitlað ykkur sjálf?... nei líklega ekki... ég er búinn að gera þessa tilraun... reynt að koma sjálfum mér á óvart og kitlað mig skyndilega... án þess að ég sé viðbúinn kitlinu... ég meira að segja reyndi einu sinni að kitla mig þegar ég var sofandi eina nóttina...en það gerist bara ekki... ég flissa ekki einju sinni...

Ég fór því á Vísindavefinn og sá þetta:

Þegar aðrir kitla okkur þá er um að ræða áreiti sem við eigum ekki von á (jafnvel þótt við vitum að það eigi að kitla okkur) og við sýnum viðbrögð.

Þegar við reynum hins vegar að kitla okkur sjálf þá á heilinn von á áreitinu, býr sig undir að skynja snertinguna og útiloka viðbragð.

Skil samt ekki alveg eftir hlutann þarna... um að ræða áreiti sem við eigum ekki von á (jafnvel þótt við vitum að það eigi að kitla okkur)... eigum við þá ekki von á að verða kitluð þótt við vitum að það eigi að kitla okkur... skiljið þið þetta?

.

 CARTOON_LAUGHING_GUYS

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Skil ekkert nema það eitt að ég verð fokvond ef fólk kitlar mig, ég bara þoli það ekki. Mér bregður illa ef læðst er aftan að mér og það er áreiðanlega skýringin.

Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sammála (eða samheila) Ragnheiði.  Verð arfaill.  Annars prófaði ég að kitla mig áðan og það tókst.  Ég snarhætti áður en fauk í mig.  

Anna Einarsdóttir, 28.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Brattur

... vissi það, vissi það Vísindavefurinn er ekki eins óbrigðull og margir halda... en er hægt að reita sjálfan sig til reiði... já, líklega, ég man það núna, hef reiðst við sjálfan mig... en við sættum svo nokkuð fljótt...

Brattur, 28.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband