Flís

Stundum segir maður eitthvað án þess að spá verulega í það hvað það þýðir.

Segjum við ekki oft... jahá... þetta passar eins og flís við rass...

Hvað erum við eiginlega að meina?

Hvaða flís er þetta?

Er þetta flísin á baðherberginu?

Er þetta flísin í auga bróður míns?

Er þetta væna flísin af feitum sauð?

Eða er þetta gamla flíspeysan?

Hugsum aðeins út í það sem við erum að segja og ekki vaða á súðum... hugsanalaust.

Vaða á súðum... hvað er ég eiginlega að meina?

Hef ég einhvern tíman vaðið á súðum, ekki man ég til þess.

.

 bigeyes1

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, flísin í auga bróður þíns, gæti verið, en það er hugsanlegt að það sé farið að flísast úr bjálkanum sem við sjáum svo illa sjálf þó við burðumst með hann um allt.

Bara svona hugdetta sem kom eins og ekkert C.

Marta Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vont að vaða berfættur á súðum - crstaklega með flís í auga ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband