Natt í Kakadú

... þegar ég var að alast upp á Ólafsfirði, þá var eitt af því skemmtilegasta sem maður gerði, að fara í bíó... þrjú bíó á sunnudögum... bíóauglýsingar voru hengdar upp með teiknibólum á ljósastaur einn í bænum, sem alltaf var útataður í teiknibólum og pappírssneplum...

Bíóhúsið var þannig gert að niðri var salurinn þar sem fólki sat... uppi voru svo svalir... Bíóstjórinn hét Grímur...

.

 indian_at_night

Þegar búið var að hleypa krakkaskaranum inn í sal, biðum við spennt eftir að Grímur kæmi... hann þurfti nefnilega að ganga yfir þessar svalir til að komast inn í sýningarsalinn... svo það fór ekki framhjá nokkrum manni þegar hann var mættur á svæðið...

Og þegar hann birtist... hrópaði salurinn... Grímur er kominn... Grímur er kominn...

Grímur tók ofan hattinn og hneigði sig...

.

 frog2

.

Stuttu seinna hófst svo bíóið... en svo komu stundum myndir sem voru bannaðar, yngir en 12 ára... Grímur var mjög sniðugur í því... hann tók nokkrar slíkar myndir og klippti þær saman í eina... tók verstu atriðin út... og kallaði þessa samsuðu "Ýmsar myndir"... yfirleitt voru þetta einhverjar stríðs- og/eða indíánamyndir... þetta fannst okkur krökkunum frábært... síðan komu íslenskar myndir eins og "Síðasti bærinn í dalnum"... og gott ef Gilitrutt var ekki sýnd líka... þvílík ófreskja... ég fæ enn hroll þegar ég nefni nafn hennar...

Seinna var svo reist nýtt félagsheimili þar sem bíósýningar héldu áfram... ýmsar ógleymanlegar myndir sá maður, eins og "Byssurnar frá Navarone" með Antony Quinn og fleiri köppum... Greifinn af Monte Cristo... Grikkinn Zorba...

.

film_zorba_greek_ft

.

Og svo man ég eftir einni mynd sem var hræðilega leiðinleg og hef alltaf sagt hana leiðinlegustu bíómynd sem ég hef nokkurn tíman séð... og hún hét því skemmtilega nafni "Natt i Kakadú" held að þetta hafi verið þýsk dans- og söngvamynd, eins og það hét nú... ef þið hafið tök á því að sjá hana...

....endilega ekki gera það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegur pistill. Bíóferðirnar voru mikil ævintýri á sjöunda áratugnum, líka í Reykjavík . Í dag er svo mikið framboð af afþreyingarefni fyrir börn. Þau taka öllu orðið sem sjálfsögðum hlut.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband