Skrítið tungumál

... ég er fæddur á Ólafsfirði í hjarta Tröllaskagans mikla... þegar ég var barn og unglingur, var þessi fjörður mjög einangraður... eini vegurinn í burtu var Lágheiðin sem var ekki opin að viti nema í júní, júlí og ágúst ár hvert...

... Múlavegurinn breytti miklu, þegar við fórum að komast akandi inn til Akureyrar... það var eins og þegar kálfunum var sleppt út á vorin... vissum ekkert hvernig við áttum að hegða okkur innan um aðra Íslendinga...

.

 meiri_belgiskar_vofflur

 

.

... og svo fór ég að átta mig á að fólk skildi ekki alltaf það sem við sögðum...

"Illa vitlaus" var mikið notað þegar meint var, þú ert nú meiri hálfvitinn... reyndar var "Illa vitlaus" ofnotað af mörgum og sagt í tíma og ótíma, kannski í staðinn fyrir... já, þú segir það...

... svo söguð menn "Karlinn".... eða "Kallinn" sem síðan varð stytt í "Kellllll".... þar sem L-ið var dregið í það óendanlega... þessir orð  voru notuð þegar þú vildir segja "Rosalega var þetta fyndið hjá þér" og einnig þegar þú sagðir eitthvað fyndið... þá endaðir þú setninguna á "Kelllll"... til að undirstrika hvað þetta var nú fyndið...

Nokkur orð sem Ólafsfirðingar notuðu skildu menn bara alls ekki:

Blink
Garðína
Bombólur
Kortel
Vöblur

Blink merkir Spúnn

Garðína merkir Gardína

Bombóla er gúmmístígvél með ól...

Kortel var notað t.d. þegar sagt var "Klukkuna vantar Kortel í" í staðinn fyrir Korter í...

Vöblur er nú bara þessar dásamlegu Vöfflur (sem ég ætla reyndar að baka í dag í tilefni dagsins!)

Já, svona getur nú einangrunin farið með fólk... ekki nema von að ég sé eins og ég er...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já fásinnið, það er best að skopast ekki að því. Það er nú samt mesta furða hvað það hefur ræst úr þér. Ég skil næstum alltaf allt sem þú skrifar, annað en sumir sem skilja ekki baun hehe

Ragnheiður , 21.3.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Júdas

Alltaf talið þá með furðulegri þjóðflokkum!   Svo þetta vera einangrunin....................

Júdas, 22.3.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Brattur

Júdas, það er rétt furðulegur þjóðflokkur... erum við nokkuð skildir?... finn það á mér að þú átt einhver tengsl við Tröllaskagann....

Brattur, 22.3.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.3.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband