Manchester United

... ég man ekki hvað ég var gamall þegar ég fór að halda með Manchester United... á einhverstaðar mynd af mér (í svart-hvítu) þar sem ég er í United búningnum og held á United íþróttatösku... ég er líklega 16 - 17 ára með sítt dökkt hár í anda George Best!

Auk Best voru í liðinu á þessum tíma, menn eins og Dennis Law, Nobby Stiles og Bobby Charlton...

Það var ekki hægt annað en að hrífast af mönnum eins og George Best... hann var miklu meira en fótboltamaður... hann var stjarna... ótrúlega leikinn með knöttinn og heillaði alla með leikni sinni... en hann var skrautlegur utan vallar og djammaði eins og hann ætti lífið að leysa... og dó svo 59 ára gamall í nóvember árið 2005 af afleiðingum drykkjunnar...

.

george

.

Löngu seinna komu menn eins og Mark Hughes, Bryan Robson, Gordon Strachan, Peter Schmeichel, David Beckham, Eric Cantona, Roy Keane, Ole Gunnar Solskjær, Andy Cole og svo þeir sem enn eru að spila... Paul Scholes, Ryan Giggs, Gary Neville (verst að Phil bróðir er farinn annað!)

Og svo ungu mennirnir í dag, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo...

Ekki má svo gleyma toppstykkinu sjálfu honum Alex Ferguson...  þvílíkur kall!!!

Það hefur alltaf verið mikill sjarmi í kringum Manchester United og margir eftirminnilegir karakterar sem hafa spila með þessu liði... nægir í því sambandi að nefna nafn ljóðskáldsins... Eric Cantona...

.

 431450_mediumsquare

When the seagulls follow the trawler, it´s because they think sardines will be thrown in to the sea.

Eric Cantona.

.

Það er rosalega gaman að halda með svona liði... sem vinnur líka svona oft...

Nú er leikur við erkifjendurna, Liverpool á morgun... þeir eru með fínt lið í dag og verður sá leikur eflaust í járnum eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Ég ætla að setjast í sófann á morgun og fylgjast spenntur með mínum mönnum, Manchester United... .

.

 Manchester_United_Signature_Football

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það ætla ég líka að gera - og hafa hátt!

Fara svo á bloggið hennar Önnu púlara og dissa hana smávegis. Þar skapast stundum líflegar umræður um boltann þegar við komum þar saman, Anna og Brylli púlarar, við Högni MUarar og Zteingrímur Razzenalari. Hér var gaman til dæmis.

Láttu sjá þig. Ef MU vinnur til að spæla þau hin, ef MU tapar til að verja málstaðinn!

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þetta Lára Hanna... best að kíkja á liðið og sjá jhvað er í gangi...

Brattur, 22.3.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

úff...fótbolti...ekki alveg mín deild..

Agnes Ólöf Thorarensen, 22.3.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Gunnar Níelsson

Brattur vinur minn held að þú sért svona lukku !  Heiti því á þig bestu alhliða veiðiflugu sem til er í heiminum í dag vinni Liverpool þitt lið á morgun

Vopnið heitir Heiðdís og er þannig að fiskar ganga á land þegar hún birtist.

Gunnar Níelsson, 22.3.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

úff...fótbolti...ekki alveg mín deild. .

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.3.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef alltaf verið svona hálfgerðu laumu MU aðdáandi. Leeds var mitt lið en löngu hættur að nenna að halda með þeim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2008 kl. 23:12

7 Smámynd: Brattur

Hér eru 3 Gunnarar í röð, það er skemmtilegt... 

Þakka þér fyrir það Gunnar Níelsson... fæ ég þá ekki 2 ef mitt lið vinnur?

Gunnar Helgi... þú þarft ekki að vera í neinni deild... bara vera United maður

Gunnar Th. Leedsararnir voru góðir... þeir koma örugglega til baka... haltu bara með Man. United í laumi þangað til...

Brattur, 22.3.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Brattur

Já, Ægir... liðið núna er virkilega gott og það best sem Ferguson hefur haft á þessum u.þ.b. 20 árum að eigin sögn... ert þú Púllari Ægir?

Brattur, 22.3.2008 kl. 23:29

9 Smámynd: Gunnar Níelsson

Nei Brattur ef svo illa fer þá færðu ekki neitt !

Gunnar Níelsson, 22.3.2008 kl. 23:57

10 Smámynd: Brattur

Láttu ekki svona Gunnar Níelsson... ég fæ eina flugu ef Fletcher skorar... díll????

Brattur, 23.3.2008 kl. 00:15

11 Smámynd: Gunnar Níelsson

Samþ.  ef Rise og Pennant skora mörg fyrir mína !!!

Gunnar Níelsson, 23.3.2008 kl. 00:25

12 Smámynd: Brattur

Rise og Pennant... eru þetta ekki ljóðskáld?

Brattur, 23.3.2008 kl. 00:33

13 Smámynd: Gunnar Níelsson

Talandi um ljóðskáld Brattur.  Getur þú rifjað upp með mér vísnagátu sem byrjar minnir mig svona.:

Hvað hét hundur karls,

sem í afdölum bjó ?

Ég bara man ekki hvað kom svo ?

Ég stóla á þig !

Gunnar Níelsson, 23.3.2008 kl. 00:45

14 Smámynd: Brattur

Hvað hét hundur karls
sem í afdölum bjó
hundurinn fékk sér snarl
lagðist niður og dó!

... nei þetta er ekki svona...

Þetta er einhvernvegin svona:

Hvað hét hundur karls
sem í afdölum bjó
nefndi ég hann í fyrsta orði
getur þú ekki þó

Brattur, 23.3.2008 kl. 00:58

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega Best,United, Páska! Þetta eru líka mínir menn.

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:41

16 Smámynd: Brattur

... það er svo gaman á mínu heimili... Anna er mikill United maður... við horfum saman á alla Man. United leiki sem við getum séð... ekki allir eins heppnir og ég
Hún er ótrúlega glúrin að lýsa leikjunum og er alltaf einu skrefi á undan þulunum... það er stundum eins og þeir heyri í henni... hún er kannski nýbúin að segja... "Nani er alltof eigingjarn"... og þulurinn í sjónvarpinu kemur í kjölfarið á henni og segir "Nani verður að gefa boltann miklu meira"... Anna væri flottur íþróttafréttamaður, skal ég segja þér Helena...

Brattur, 24.3.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband