Kjúllar eru kjarkmiklir

... það er ábyggilega margvíslegt sem minnir fólk á Páskana... föstudagurinn
langi, krossfestingin...frí... fjallaferðir, sólarferðir, skíði... Páskaegg...
guli liturinn á Páskaliljunum og Páskaungarnir á toppi Páskaeggjana.

.

paskalilja

.

... ég hef hvorki skoðað það né kynnt mér, hvernig þessi Páskaungi er til kominn... reyndar hefur hann lent í samkeppni við Strumpa og aðrar skrítnar verur í seinni tíð...

.

 Disney-Chicken-Little

.

... velti fyrir mér í þessu samhengi af hverju huglaust fólk er kallað "Chicken"...
... eru kjúklingar virkilega huglausir... ég er ekki alveg sannfærður um það...
Sjáið t.d. þennan hérna á myndinni, huglaus, nei ekki aldeilis...

... ég hef því í dag stofnað stuðningsmannafélag kjúklinga sem hefur það að
markmiði að kveða þessa þjóðsögu niður..

... félagið heitir; "Kjúllar eru kjarkmiklir" skammstafað KEK.

Þeir sem vilja ganga í félagið skrái sig hér í athugasemdum.

Gleðilega Páska.

Brattur "Chicken" 
Formaður KEK

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sjáumst á K.F.C

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.3.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

Þekki eftir mikið og náið samneyti við kjúlla að þeir eru ekki huglausir.  Litli kjúllinn er mjög vinsæll á þessu heimili

Í þetta félag vil ég !

Gleðilega Páska.

Gunnar Níelsson, 20.3.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega páska kjúklingur!

Edda Agnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Count me in" aldrei skilið þetta Chicken tal. Þar sem ég er ávallt vinur minna vina hef ég til að mynda ALDREI etið á Kentukkí Fræd, enda sú drulla sem þar er seld stórhættuleg hverju mannsbarni. Forhert fita og dularfullur hjúpur um nánast ekkert annað en bein og fitu......oj bara.

Brattur....dugar þessi lýsing til að gera mig að "Chicken Lover" númer eitt, eða varst þú búinn að taka það númer frá?

Hvernig datt annars fólki sú endemis della í hug að setja kjúkling ofan á páskaegg? Ha!

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já..... hvor kom á undan, hænan eða eggið ?

Brattur..... þú getur kannski hjálpað Færeyingum með eins og eina uppskrift ?

------------------------

Hin við høsnarunga...???
Nú havi eg siti og leita uttan at finna...;.(

Er tað nakar ið kennir eina uppskrift uppá høsnarunga í fat... okkurt við mango chukny ella líknandi, bananir og alt møguligt í fat...

Eg havi roynt tað, men finni ikki uppskriftina...

Um tit gera, kunnu tit skriva hana skjótt - skal brúka hana beinanveg...

Anna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe færeyskt uppskriftarákall er æði.

Ég ét kjúlla í massavís...namm namm. Hef aldrei spáð í hvort þeir eru hugaðir eða hvað. Þeir hafa allaveganna aldrei reynt að bíta mig til baka þegar ég er að éta þá

Ragnheiður , 21.3.2008 kl. 00:36

7 Smámynd: Brattur

Var einhver að tala um kjúklingauppskrift... burrrr.... nú er ég farinn héðan...

Brattur, 21.3.2008 kl. 01:13

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

er ég of sein að skrá mig?

Jóna Á. Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skrái mig...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.3.2008 kl. 22:53

10 Smámynd: Brattur

OK - allir með... um að gera aldrei og seint að vera stofnfélagi....

Brattur, 23.3.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband