Buskinn

... við hlupum saman eitthvert út í buskann... svona byrjar saga sem á eftir að skrifa...

...hver hefur ekki farið út í buskann, eða langar a.m.k. að skreppa þangað einn daginn...

En hvar er hann, Buskinn... og hvernig lítur hann út... eru tré þar...

...eða er þetta auðn...???

Það eru svo margir sem hafa farið þangað, held ég... hvernig var?...  eða hefur enginn komist þaðan lifandi?

.

 JACK_GICLEE

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það verður gaman að lesa hana...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.2.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Buskinn er aldrei langt undan, skrepp þangað af og til, en kem alltaf aftur.

Þetta er mjög skemmtileg pæling,  mig minnir að sögurnar í gamla daga hafi verið á þá leið að einhverjir fóru langt, langt, langt út í buskann, og það þýddi að þeir komu aldrei til baka.  Man þetta samt ekki vel.  Frískaðu upp á minnið mitt Brattur 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Brattur

... ef eitthvað fýkur út í buskann, þá kemur það aldrei aftur... ef maður fer þangað sjálfur, bara svona í rólegheitunum... þá á maður alltaf möguleika á að koma aftur... og hefur þá kannski með sér til baka það sem eitt sinni fauk út í buskann...

Brattur, 9.2.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Buski = skógur

(... ef eitthvað fýkur) út í buskann = út í bláinn

Þá kemur það örugglega ekki aftur, en ef það væri út í rauðann, þá kæmi það aftur!

Edda Agnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góð Edda.     Ég skil pointið.

Anna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband