Austfjarðarþokan

KristJANA heitir ung kona fyrir austan...yfirmáta geðgóð og bóngóð ung kona... hún hefur allt til brunns að bera til að verða okkar næsti snillingur á erlendri grundu... hún á t.d. stutt í það að verða okkar fremsti skákmaður fyrr og síðar... á að vísu eftir að fara í gegnum mikla þolraun áður en það kemur í ljós, þ.e. að tefla við mig... Eskifjörður var fallegur fyrir, en eftir að Jana flutti þangað, hefur sólarlagið þar aldrei verið rauðara, rómantískara, já og bara fallegra... ég sé mína góðu bloggvinkonu fyrir mér....

 

Ég á garð
hef aldrei átt garð áður
nú læt ég drauma mína rætast

set niður fjölær blóm
og haustlauka

horfi út um gluggann
allan veturinn
á hvítan snjóinn
þyrlast upp

og veit að næsta
vor blómstrar
allt hjá mér

Kveðja, Kristjana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kristjana krútt. 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög fallegt Kristjana

Marta B Helgadóttir, 11.8.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Brattur

...... austur á firði....

Brattur, 11.8.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

fallegt er það. en það er eitthvað sem ég er ekki að skilja. Hver samdi? Og er umtöluð Kristjana, Kristjana okkar eða...? Vil fá útskýringu. NÚNA. STRAX!

Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Brattur

... Jóna... gleymdi að segja að þetta var "ort" í þættinum "Ort upp í bloggvini"... þar sem undirritaður leggur bloggvinum orð í munn....

Brattur, 11.8.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Brattur

... já og Kristjana er KristJANA okkar...

Brattur, 11.8.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært hjá þér Kristjana, - við erum hagmælt Eskfirðingar, ekki satt? Upgrade your email with 1000's of emoticon icons
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:56

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur.: Áttu ekki eina hugljúfa fyrir mig? Bara eitthvað svona í rósrauða skýjastílnum. Verið eitthvað svo ferlega "niðri" eftir að ég kom úr fríinu. Nenni varla að standa í þessu vinnustandi eilíflega. Er svo að fara til Máritaníu í september og kem ekki aftur fyrr en "God knows when". Brattur þú ert sverð okkar og skjöldur....atso strákanna Alltaf langflottastur!  

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 03:56

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þið eruð nú meiri snillingarnir - yndislegir bloggvinir.

Halldór þín verður sárt saknað. 

Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 09:56

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór !  Ertu að fara til Máritaníu í september ??  Hvenær ?

Þú sleppur ekki við skákmót með því að flýja land kall  ......... við flýtum skákmóti ef út í það er farið. 

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 12:39

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna formaður,  það er ekki út af engu að þú ert sjálfskipaður formaður.  þú vakir yfir velferð skákmótsins og reyndar öllumgóðum uppákomum, hinsvegar varstu kannski fulllengi í verslunnarmannahelgarfríi. 

Ég er sammála þér um að skákmótið okkar verður að hafa forgang, þannig að þú bara flýtir því eða seinkar eftir þörfum.  En ég var fyrst núna að fatta spilarann hans Bratts. 

Hvar fæ ég góða leiðsögn í svona fifferingum.  Gæti kannski lesið inn bænirnar mínar á spilara, þannig að þið gætuð notið góðs af.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 13:44

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Nei nei Imba....... ekki þú lesa bænirnar.  Fáðu einhvern annan í verkið.  Þú nærð aldrei lengra en að brauðinu og það dugir ekki. 

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 13:56

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já Máritanía takk fyrir. Er hægt að flýta skákmótinu? Fer 7-11 sept og verð fram í október. Búinn að kaupa sundskýlu fyrir boðsundið og allt..!

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 14:03

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já maður...... komast allir á skákmót, boðsundskeppni, félagsvist, tískusýningu, hestalitakynningu og ég man ekki hvað.... föstudaginn 31. ágúst klukkan 20.01 ?

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 14:11

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nú er bara að taka púlsinn á liðinu og finna mótsstað.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 14:22

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jebb, það verður líklega fjölmennt svo ég tippa á reiðhöllina eða gamla Fáksheimilið.

Hann Auðunn vinur minn hlýtur að útvega þetta billegt og veitingar verða bara hafðar með.  Ég skal taka obbbbláturnar með, og kannski þið með vínið. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 15:26

17 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Frekar illa orðað, en hvað með það, mar ernúalltaf a flýta sér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 15:27

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Okei....... við höfum þá skákmótið föstudaginn 7. september kl. 20.03

Halldór fær ekki fararleyfi fyrr en eftir það.  Díll ??

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 17:16

19 Smámynd: Brattur

... veit ekki hvort klipparinn minn hann Kristján á Yztu nöf verður kominn úr sumarfríinu... hann er nú staddur í Buenos Aires ásamt frænku sinni... sendi honum SMS... ekki kemur maður óklipptur, held meiri að segja að það sé ólöglegt...

Brattur, 12.8.2007 kl. 21:08

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er sko ekkert að hringla minn kæri.... er að hliðra til svo helstu keppendur geti mætt á mótið.  Þið látið bara húfu á hausinn ef ekki vill betur. 

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 21:18

21 Smámynd: Brattur

... æiii.. hét hann kannski Hallgrímur... ég er svo gleyminn á nöfn... já ætluðum við ekki að reyna að kría út fjölskylduafslátt hjá Svavari?

Brattur, 12.8.2007 kl. 21:21

22 Smámynd: Brattur

... já, Jana... ofan á allt annað, þá er hún Anna sæt... hélt það væri nú varla hægt að toppa það sem maður hafði áður sé til hennar....

Brattur, 12.8.2007 kl. 21:38

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 ehmmmm...... nú skal ég játa svolítið.    Ég hef alltaf stefnt á fegurðarsamkeppni um fimmtugt.

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:00

24 Smámynd: Brattur

... það líst mér vel á Anna... við Ægir gætum tekið að okkur þjálfun og undirbúning... ég tek þig í sérstakar sundæfingar, og einnig skákæfinar... því heilinn verður að vera skýr líka...Ægir sér um Jóga tímana og slökun og Krisjana, hannar fatnað, sér um hárgreiðslu og föðrun o.þ.h. þetta lið stefnir svo að titlinum í þessum aldursflokki... eftir ja, slatta af árum... við getum ekki tapað

Brattur, 12.8.2007 kl. 22:06

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Þið eruð alveg frábær.  Má ég benda ykkur á að þessar myndir af mér eru tveggja ára gamlar og nú er ég eins og hrafnsungi með hrukkur. 

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:18

26 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég var nú einu sinni ungfrú SnæfellsogHnappadalssýsla,  en núna er ég að fara taka þátt í skjönnhetskonkureanse eldri borgara.  Til að mega keppa þar þarf eftirfarandi að vera til staðar:  Grátt hár,  mörg aukakíló, skinnið þarf að vera farið að losna örlítið af beinum, efstu hryggjarliðir farnir að gefa eftir og það sem áður minnti einna helst á Indjánatjald, verður að vera sigið niður fyrir bringu.  Ekki spurning ég tek þessa keppni eins og að drekka vatn.

Eitthvað var Ægir að tala um erotik líka  

 Fyrirgefður Brattur, en það var ekki þetta sem ég ætlaði að segja, heldur það að við Ægir erum með spurningu til þín. kópíeraði þetta á síðunni hans Ægis

Brattur!  Heyrir þú til okkar.

Tekur þú okkur Ægi í tíma.  eða getur þú bent á gott uppflettirit fyrir okkur,

 (sjá síðuna hjá Ægi)

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 22:22

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ungfrú Snæfells og Hnappadalssýsla !  Ertu að bulla eða ertu þaðan Imba Douche ?

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:24

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vá Kristjana !  Þú ert natural SNILLINGUR.  Ég myndi vinna þótt ég væri hundljót.

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:25

29 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta er tekið úr Með allt á hreinu elskan,

Veit samt að þú er af sunnan verðu Nesinu,  Ég er svo forvitin sjáðu,

Ég gifti mig á Staðarstað, það er það næsta sem ég kemst þvi að vera þaðan 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 22:26

30 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Kristjana, hárgreiðslan er alveg pottþétt

Arnfinnur Bragason, 12.8.2007 kl. 22:30

31 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ægir minn. elskulegur

Þú ert svo góður og hlýr í minn garð að ég tárast.   En hvaða Svavar?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 22:46

32 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halló halló!!! Er búið að flýta mótinu?? Verða send út boðskort, eða á maður bara að mæta "einhversstaðar" og hver á að ákveða stað og stund? Kallar þetta ekki á "samráðsfund" stjórnarinnar? Anna formaður.: Taktu af skarið! Brattur.: Ýttu aðeins við henni. Sendu henni fallegt prósaljóð og fáðu hana til að ákveða stund og stað. "Dress Code" er ekki hægt að ákveða fyrr en að stjórnarfundi loknum Kristjana, svo ég legg til að þú haldir þig til hlés með þessa múnderingu. Ég mæti allavega ekki í skóm alsettum "semaleríusteinum" og með hárið í 360 gráður.(Það er ekkert eftir) Kjóllinn gæti kannski gengið á ykkur elskunum öllum, þ.e. konunum Var ekki annars eitthvað gay í gangi um helgina með dragi og öllu tilbehörende?  

Síðan, ef sambandið rofnar hjá mér vegna slæmra skilyrða vil ég benda öllum á það að árið 1976 var ég kosinn "Herra Austurbær" í Reykjavík og fékk meira að segja hálfsíðu í DV á þeim tíma. Allar götur síðan hef ég skammast mín fyrir uppátækið og gert í því að ófegra mig. Hef t.a.m. ekki rakað mig nema einstaka sinnum síðan. Hjá Gillette er maður eins og ég "Persona non Grada"

En aftur að mótinu.: Hver er "In Charge"?

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 22:57

33 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég ræð Halldór   Mótið er 7. september svo þú komist með.  Þú færð ekki að fara til útlanda fyrr en þú hefur tapað nokkrum skákum.  Núna er partý á tattoo.  Opið og ólæst.

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband