Færsluflokkur: Dægurmál

Arg...

... rosalegt að ná ekki að jafna... leikurinn var allan tímann erfiður... Kóreumenn mjög grimmir í vörninni, en plötuðu dómarana líka með leikaraskap og voru alltaf í gólfinu við minnstu snertingu...

Íslendingar hinsvegar sýndu karakter og áttu skilið að jafna, en svo fór sem fór...

Held við tökum Danina á laugardaginn... og nú fer ég bara að leggja mig aftur... svolítið spældur, en þetta er ekki búið... langt, langt í frá... íslenska liðið er mjög gott.

.

arg

.


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakna snemma!

... við eigum að leika við Dani á laugardaginn... ef að satt reynist að margir leikmenn þeirra séu meiddir, þá eigum við góða möguleika...  það er svo svakalega gaman að vinna Dani í handbolta... og alltaf erum við að hefna fyrir fótboltaleikinn 14:2 sem ég fjallaði um hér á síðunni í síðustu færslu...

held að leikurinn í fyrramálið við S-Kóreu verði strembinn... en ætli við tökum þetta samt ekki með 5 mörkum eða svo...

... ég er ákveðin í því að vakna í fyrramálið, hita mitt morgunte og æpa mig hásan... og gera bara svo eins og Lýður í Lottóinu... leggja mig svo aftur... vonandi með bros á vör... í náttfötunum...

.

 1185_plaid

.


mbl.is Meiðsli í herbúðum danska landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

14:2

... þessa tölu þekkja margir íþróttaunnendur og ekki af góðu...

Ísland tapaði fyrir Dönum í fótbolta á Idrætsparken í Kaupmannahöfn, 23. ágúst 1968 ef ég man rétt... nú eru 40 ár liðin frá þessum merka atburði...

Árið 1968 átti ég svona forláta segulbandsdæki og tók upp lög úr útvarpi og íþróttaviðburði... ég á enn einhverstaðar í fórum mínum upptöku af þessum leik...

Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður lýsti síðari hálfleik, en það var algengt á þessum árum að lýsa bara seinni hálfleik í útvarpi.

Ég man eina og eina ódauðlega setningu úr lýsingunni... s.s.

"Komið þið sæl, það er ekki gaman að vera Íslendingur á Idrætsparken í dag, staðan í hálfleik er 6-0"

Síðan hélt markaregnið áfram. Danir komust í 8-0 en þá gerðist svolítið óvænt!

.

 Alid1967-0300

.

Sigurður Sigurðsson hefur orðið;

"Og... og... Hermann Gunnarsson skorar, það átti engin von á þessu, síst af öllu danski markvörðurinn"

Og litlu síðar skorar Helgi Númason... "og sannar þar með tilverurétt sinn í íslenska landsliðinu"... eins og Sigurður sagði í snjallri lýsingu sinni.

Í sjálfu sér var fínt að skora 2 mörk á útivelli á móti Dönum... en miklar væntingar voru á Íslandi fyrir leikinn um góð úrslit... en að fá á sig 14 mörk... var nokkuð sem enginn reiknaði með, í fótbolta.

Þetta var afmælisleikur hjá Dönum. Blöðrum sleppt upp í loftið sem táknuðu sigra, jafntefli  og töp Dana í gegnum tíðina. Mikið húllumhæ á leiknum... en ábyggilega ekki gaman að vera Íslendingur á Idrætsparken 23. ágúst 1968.

.

CATA03SL

.


Horfa og njóta

... sá ekki leikinn, en hlustaði á í útvarpi... þvílíkur sigur...

... heyrði viðtal við Óla Stef. rétt áðan, þar sem hann notaði orð eins og búst... fókus... trikk og að kötta sekúndurnar... sem eru víst 3600 í hverjum leik...

... horfa og njóta sagði Óli að væri lykilatriði... er það ekki bara málið...

.

 

.handbolti


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köngulær

... ég var að fúaverja... sullaði aðeins á handlegginn á mér og eiginlega langaði að fúaverja sjálfan mig allan... ansi góður litur... og svo kem ég til með að endast lengur... fúna ekki alveg strax svona hnotubrúnn...

En ég lenti strax í vandræðum með eitt... og það voru köngulær... það voru tveir vefir á pallinum og tvær föngulegar köngulær... einhvern tíman var ég hræddur við köngulær, en ekki lengur, nú voru þær hræddar við mig... og þar sem ég vil nú ekkert kvikt deyða... (nema urriða einstaka sinnum) reyndi eftir bestu getu að losa annan vefinn og færa hann á betri stað... en þar sem ég er nú ekkert rosalega fingrafimur, þá var ég fljótlega flækur í vefnum og hann kominn í loðna klessu...

Hefur ykkur tekist að færa svona köngulóarvef?

Önnur köngulóin var lítli og gulleit... litlar köngulær eru hættulegri en þær stærri, hugsaði ég, svarta ekkjan... hún er pínulítil og hún drepur... þessi litla gula sem ég sá gat heitið... gula morðkvendið... ég varð að fara varlega... ég náði mér í lítinn kassa undan saum... læddist að morðingjanum og færði brún kassans alveg að henni... þá kom kötturinn og át hana...

.

wolf_spider

.

... það gekk betur að bjarga þeirri seinni og svo bar ég eina hrossaflugu út af pallinum... settist síðan á stól drakk teið mitt og horfið á veröndina sem beið eftir að ég vökvaði þurra húð hennar....

... kötturinn settist við hliðina á mér... og malaði af ánægju...


Bloggið

... nú er ég í sumarfríi og nýt þess að sofa út á hverjum morgni... vera latur og gera ekki mikið... kann bara ágætlega við það...

... var að hugsa um bloggið og hvað ég væri að skrifa þessa dagana... hef tekið törn í því að blogga við fréttir síðustu daga, en það hef ég nánast ekkert gert hingað til... er svo sem ekkert sérlega ánægður með þá þróun... finnst ég ekki góður í því... finnst það eiginlega ekkert gaman...

... finnst lang skemmtilegast þegar mér tekst vel til með smásögur, instant sögurnar mínar... langaði einhvern tíman að verða rithöfundur, en myndi aldrei nenna að skrifa langa sögu... smásögur eru mínar ær og kýr... ætli ég haldi mig ekki bara mest við gamla stílinn og skrifi bara litlar sögur og ljóð framvegis, og örugglega eitthvað um Man. United... og einstaka skemmtilega frétt... veit ekki...

.... stundum þegar ég hef sett inn sögu, sem ég er ánægður með... eins og þessa hér... reikna ég með að fá 1000 komment og öllum finnist sagan algjört æði... en ég veit að það gerist ekki, hehe... en oft fæ ég hrós frá fáum en góðum bloggvinum og það er mér mikils virði... og heldur mér gangandi í þessu...

.

fairytalesH

.

... en bloggheimurinn er magnaður og fjölbreyttur og gaman að sjá hvað fólk er að hugsa og pæla... margir eru beinskeyttir og láta málefni líðandi stundar sig varða, vekja mann til umhugsunar, aðrir eru hjálpsamir og vekja athygli á þeim sem eiga um sárt að binda... hef kynnst góðu fólki og skemmtilegu
svo góðu og þroskuðu fólki að ég á stundum ekki orð... fólk sem bætir mann á allan hátt...

... og batnandi manni er best að lifa... og gott ef ég er ekki aðeins að skána..


Arfi - gátusaga -

... illgresi er það kallað sem vex á stöðum þar sem það á ekki að vaxa á... arfi er dæmi um jurt sem kölluð er illgresi... hann hefur slæmt orð á sér og er reittur upp úr beðum af grimmum grænum höndum um land allt...

... en ekkert er alslæmt, arfinn lumar á sér... hann er betri en við höldum...

Þetta las ég mér til um arfann á netinu:

Arfinn er lækningajurt. Gott að vita af honum ef einhver skyldi meiða sig og hlaupa upp með bólgur. Þá má leggja kælandi og sefandi arfabakstur á auma staðinn og ekkert er meira frískandi en arfaflækja til að leggja í nýveiddan fisk meðan hann bíður þess að komast í pottinn eða á pönnuna.

Næsta vor er ég því að spá í að vera með arfabeð við hliðina á kartöflugarðinum.

Mér dettur í hug í lokin sagan um manninn sem hét Arfi. Ekki nokkur manneskja myndi skíra barnið sitt þessu nafni í dag. En foreldar hans voru þau Farði og Arða sem þekkt voru fyrir ósmekklegheit allt sitt líf.

En Arfa kallinum honum var aldrei boðið í veislur og mat... fólk gat ekki hugsað sér að segja; ég er að fá Arfa í mat.
Hann gerðist samt oft boðflenna og tróð sér inn í veislusali án þess að nokkur tæki eftir því í upphafi. En þegar fólk sá til hans var honum umsvifalaust hent út.

.

hh13544

.

Margir myndu nú halda að þessi saga endaði illa, en svo er nú aldeilis ekki.

Hann kynntist góðri konu sem var alveg sama þótt hann héti Arfi... hún var arfavitlaus í hann og elskaði hann afar heitt... þau rugluðu saman reitum, giftust og lifðu hamingjusömu lífi upp frá því.

Arfi kallaði hana alltaf "Puntustráið" sitt".

Þá kemur spurningin; hvað hét konan?


Verður fínn vetur

... ekkert sérstakur leikur kannski, en sýnir manni þó að United verða sterkir í vetur og ekki síðri en á síðasta tímabili... vantar enn Rooney og Ronaldo, Anderson og fleiri... held samt að "við" verðum að kaupa framherja... Berbatov efstur á óskalistanum hjá mér...
Ferguson ætlar reyndar að kaupa senter fyrir tímabilið... gæti komið á óvart hver það verður... kannski Eiður???

Hermann heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann faðmaði kálfann á Tevez...

Mikið væri nú Nani betri ef hann gæfi tuðruna einstaka sinnum

... og United farnir að vinna vítaspyrnukeppnir, það er nýung...

.

14manchester-uniteds-nani

.


mbl.is United vann Samfélagsskjöldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryskingar hættulegir

... það er ekki hollt að borða of mikið af ryskingum, áhrifin af þeim eru svipuð og af berserkjasveppum... maður verður ruglaður í hausnum og allt að því kolbrjálaður... ekki nema von að menn fái gistingu hjá löggunni eftir svona máltíð...

... vona að löggan gefi þeim bara Cocoa Puffs í morgunmat...

.

 2438_funny_fish_taking_photographs_with_a_camera_underwater

.


mbl.is Tveir gistu fangageymslur eftir ryskingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á mér draum

Einmitt þegar manni finnst dagurinn aldrei ætla að taka enda er í morgun orðið í gær.

Svo mælti hann Earl Wilson blaðamaður. Las þetta í spakmælabók.

Mig dreymir um það að einhver spekin sem ég hef sagt eða á eftir að segja verði sett í svona tilvitnanabók.
Þá held ég að ég hverfi sæll og glaður yfir móðuna miklu þegar þar að kemur.

Hvernig er t.d. þetta.

Þegar haninn hættir að gala á morgnana sofa hænurnar út.

.

 hani

.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband