14:2

... þessa tölu þekkja margir íþróttaunnendur og ekki af góðu...

Ísland tapaði fyrir Dönum í fótbolta á Idrætsparken í Kaupmannahöfn, 23. ágúst 1968 ef ég man rétt... nú eru 40 ár liðin frá þessum merka atburði...

Árið 1968 átti ég svona forláta segulbandsdæki og tók upp lög úr útvarpi og íþróttaviðburði... ég á enn einhverstaðar í fórum mínum upptöku af þessum leik...

Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður lýsti síðari hálfleik, en það var algengt á þessum árum að lýsa bara seinni hálfleik í útvarpi.

Ég man eina og eina ódauðlega setningu úr lýsingunni... s.s.

"Komið þið sæl, það er ekki gaman að vera Íslendingur á Idrætsparken í dag, staðan í hálfleik er 6-0"

Síðan hélt markaregnið áfram. Danir komust í 8-0 en þá gerðist svolítið óvænt!

.

 Alid1967-0300

.

Sigurður Sigurðsson hefur orðið;

"Og... og... Hermann Gunnarsson skorar, það átti engin von á þessu, síst af öllu danski markvörðurinn"

Og litlu síðar skorar Helgi Númason... "og sannar þar með tilverurétt sinn í íslenska landsliðinu"... eins og Sigurður sagði í snjallri lýsingu sinni.

Í sjálfu sér var fínt að skora 2 mörk á útivelli á móti Dönum... en miklar væntingar voru á Íslandi fyrir leikinn um góð úrslit... en að fá á sig 14 mörk... var nokkuð sem enginn reiknaði með, í fótbolta.

Þetta var afmælisleikur hjá Dönum. Blöðrum sleppt upp í loftið sem táknuðu sigra, jafntefli  og töp Dana í gegnum tíðina. Mikið húllumhæ á leiknum... en ábyggilega ekki gaman að vera Íslendingur á Idrætsparken 23. ágúst 1968.

.

CATA03SL

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband