Færsluflokkur: Dægurmál

Ég sló mig

... tvö atvik úr vinnunni í dag...

Mér var réttur sími í dag, svona þrálaus borðsími, eða hvað maður getur kallað hann. Ég var að brasa eitthvað og greip símann og sagði nafnið mitt, eins og ég svara venjulega í símann.

Ég heyrði óm í manni sem var að selja mér vörur, sem ég panta reglulega í hverri viku... Það er eins og þú sért í Kína sagði ég, það heyrist ekkert í þér. Getur þú ekki talað hærra?

Maðurinn hækkaði róminn, en samt var hann ennþá í Kína. Ég bað hann aftur að tala hærra. Nú greindi ég aðeins hvað hann var að reyna að segja. Hann var nánast farinn að öskra, en samt svo óralangt í burtu að ég náði ekki öllu sem hann var að segja.

Það endaði með því að ég sagðist myndu slíta samtalinu og bað hann að hringja aftur. Þegar ég hafði lagt á leit ég á símtólið og sá að ég hafði snúið því öfugt, var allan tímann að tala í öfugan enda.

.

 paa144000038

.

Nú eftir þetta fór ég að brasa við að koma ruslagrind saman sem ég hafði verið að fá. Svona ruslagrind á hjólum. Þurfti að setja svartan ruslapoka í hana. Til að festa ruslapokann á hringinn efst var teygja. Á teygjunni var einhver plasthringur. Mér tókst að losa teygjuna, en þá spýttist hún framan í mig, og þessi harði plasthringur auðvitað beint  í augað.

Já, svona eru nú sumir dagar... stríðnispúkadagar. En ég er enn á lífi.

Það var heldur ekki góður dagur hjá þessum hérna að neðan.

.

 crap

.


Mari - létt draugasaga

... einu sinni var maður sem hét Mari...

... á sama tíma var draugur sem hét Lafmundur... Lafmundur var myrkfælinn... hann átti enga vini sem hann gat leitað til þegar hann þurfti sem mest á því að halda... á köldum vetrarnóttum þegar tungl óð í dimmum villtum skýjum...

Og af því að draugar geta fylgst með þeim sem eru lifandi, þá fór Lafmundur draugur að leita að lifandi mannveru sem hann gæti hugsað sér að yrði félagi hans þegar sú færi yfir móðuna mikla...

... þið þekkið orðið lafhræddur... það er einmitt ættað frá draugnum okkar... vera skíthæddur, lafhræddur eins og draugurinn Lafmundur...

... Lafmundur var búinn að leita í mörg ár, en aldrei fann hann neinn sem honum leist á, fyrr en allt í einu að hann las í 24 Stundum um mann sem vann hjá Hagstofunni... sá maður hét Mari... allan ársins hring fór hann eftir vinnu niður að tjörn og gaf öndunum brauð... hvort sem það var gott veður eða vont... dimmt eða bjart... oft var hann einn, sagði hann í viðtalinu... og óhræddur þrátt fyrir allt myrkur...

.

 weather4

.

Já, hugsaði Lafmundur draugur. Íslenskur andavinur, kjarkmikill, vingjarnlegur, en samt örlítið væskilslegur... why not... svo fletti hann upp í skránni með dánardægri hans Mara... ohh... hann átti eftir að lifa í 25 ár í viðbót... hann nennti ekki að bíða svo lengi eftir honum...
Það væri bara best að fá hann strax... flýta aðeins fyrir dauða hans... þó hann vissi að það væri ekki vinsælt á æðstu stöðum...

Daginn eftir þegar Mari fór niður að tjörn, var dimmt og kalt... skafrenningur... en hann lét það ekki á sig fá og hóf að henda brauði með sólþurrkuðum tómötum í endurnar... hann var svangur og stakk upp í sig bita... honum fannst allt í einu eins og það væri einhver fyrir aftan hann og snéri sér við... hann varð skelfingu lostinn þegar hann sá Lafmund standa þarna og glotta...

Brauðið stóð í honum, hann gat ekki andað... féll á hnén, datt fram fyrir sig...

... svo dó Mari.

.

 DavidHockneyInsidethecastleweb

.

 


Mörgæsamaðurinn

... hann var kominn upp í rúm... tók með sér mörgæsabókina sína...  það var svo notalegt að skríða undir sængina og draga upp að höku... hann hafði klætt sig í kjól og hvítt eins og venjulega á föstudagskvöldum...

Honum fannst fátt betra þessi kvöld en að vera undir sænginni og lesa um mörgæsirnar sem vöppuðum um í fimmtíu stiga frosti á Suðurskautslandinu... ...hann var þakklátur Guði fyrir að hafa ekki látið sig fæðast sem mörgæs... undir sænginni leið honum eins og mörgæsarunga á fótum mömmu sinnar með heitan maga hennar yfir sér...

... þrátt fyrir að hann var feginn að vera ekki mörgæs, blundaði í honum draumur um að fara í ferð á Suðurskautslandið og dvelja meðal mörgæsa... hann hafði ekki imprað á þessu við nokkurn mann... var viss um að hann yrði talinn galinn...

... það var bara einhver þrá í honum að kynnast þessum dýrum betur... einhver vöntun myndu sálfræðingar segja...

... hann lagði frá sér bókina og lokaði augunum... sá fyrir sér mörgæsahóp þjappa sér saman í nístings vindi... hópurinn myndaði hring, dýrin hlýjuðu hvort öðru...

... hann teygði sig í auka sængina og faðmaði hana að sér...

.

 pingvin03

.


Langar að versla í Tiffany

... sá smá brot af viðtali við J.K. Rowling í sjónvarpinu áðan... þá sem skrifaði Harry Potter bækurnar... hún er orðin svo rík að hún getur verslað jólagjafirnar í Tiffany... verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað Tiffany er... en það er greinilega búð sem selur rándýrar vörur...

Þá fór ég að hugsa um allt það sem ég hefði geta orðið... og jafnvel orðið ríkur á því...

Hefði geta orðið atvinnumaður í fótbolta... var nokkuð seigur í hægri bakverðinum...
Hefði geta orðið stórmeistari í skák... já, bara sleipur í skákinni einu sinni...
Hefði geta orðið maraþonhlaupari... hljóp einu sinni heilt maraþon og nokkrum sinnum hálft...
Hefði geta orðið járnmaður... atvinnu Ironman... keppti nokkrum sinnum í þríþraut... hlaupa, hjóla synda...
Hefði geta orðið skáld... já, kannski get ég enn orðið skáld, moldríkt skáld... ég ætla að spá aðeins betur í það... ég held ég sé alveg að fá hugmynd sem slær í gegn...

Og þá get ég framvegis gert jólainnkaupin í Tiffany... hvað langar ykkur í, í jólagjöf?

.

96832

.

Smáa letrið; Slá í gegn, slá í gegn, af einhverjum völdum hefur það reynst mér um megn Whistling.


Skemmtikraftar

Já, stoltur var maður að sjá strákana okkar taka við silfurverðlaununum áðan.

Gaman að sjá þá brosa á pallinum, þrátt fyrir smá svekkelsi. En það er líka gott að vera pínu spældur vegna taps í úrslitaleik á Ólympíuleikunum. Það þýðir að menn vilja meira og þessir strákar eru flestir ungir og eiga örugglega eftir að næla sér í gullið síðar.

Ég er búinn að skemmta mér rosalega vel að horfa á þá alla keppnina. Þvílíkir skemmtikraftar og þvílík breidd sem við erum með í þessu landsliði núna.

Guðmundur þjálfari kom á óvart með vali á markverði sem fáir þekktu fyrir. Björgvin stóð sig frábærlega í markinu. Ingimundur sem einnig var ekki þekkt nafn fyrir kom gríðarlega á óvart. Rosaleg vinnsla í vörninni hjá honum. Hinir allir stóðu sig líka feykilega vel og koma með silfrið heim.

Aftur felldi maður tár við verðlaunaafhendinguna núna eins og þegar við lögðum Spánverjana.
Handboltinn er skemmtilegur. Hraður, miklar sveiflur og tilfinningar.

Ég er kátur, ég er stoltur Íslendingur.

.

 ballons

.

 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barátta

Ég gekk fyrir hornið á barnum og fékk svalann haustvindinn í fangið... nú hugsaði ég, hann er barátta í dag... ég hefði kannski átt að klæða mig í lopapeysuna. En ég var bara í stutterma bol og þunnum svörtum jakka.

En ég ætlaði ekki að ganga langt. Ætlaði bara út í búð að kaupa mér Camembert og blandaða berjasultu. Koma svo við í ríkinu og kippa einni rauðri með.

Inni í mér var líka barátta... átti ég að kaupa mér Nóa súkkulaði með hnetum og rúsínum og kannski tveggja lítra epla Cider?

Ég var nýbúinn að ákveða að hætta að borða súkkulaði, alveg fram að næstu páskum. En nú langaði mig svo rosalega í Nóa súkkulaði.

Á endanum ákvað ég að kaupa súkkulaði, en bara með rúsínunum og sleppa hnetunum, þær eru bæði fitandi og óhollar.

.

lopapeysa-asa-01

.



Ég hugsaði enn meira um lopapeysuna á heimleiðinni, vildi hún kæmi svífandi af himninum og dytti á kollinn á mér. Þvílíkur kuldi.

Við hornið á barnum byrjaði að snjóa. En baráttunni var lokið. Fyrsti snjór vetrarins sveif í logni til jarðar, stór snjókorn eins og munstur í lopapeysu úr Svarfaðardal.

Ég bjó til spor númer fjörutíu og þrjú alla leið að dyrunum heim.

 


Góður

... þetta er það sem okkur hefur vantað hingað til, markvörður sem tekur 15-20 bolta í leik... liðið sem heild hefur spilað rosalega vel og þegar markvarslan er svona góð, þá stöðvar ekkert þessa stráka...

Gaman að lesa þessa frétt og sjá hvað mamma hans hefur haft mikla trú á drengnum. Mér finnst oft í dag ef að börn eru kraftmikil og fyrirferðamikil, þá vill "kerfið" bara nota róandi á þau til að allir verði eins og meðfærilegri... ég hef séð börn sem eru hress og skemmtileg, en aðeins of hress fyrir skólana að þá eru þau allt í einu orðin vandamál... í staðinn fyrir að virkja kraftinn í þeim á jákvæðan hátt.
Að styðja við bakið á börnum og láta þau finna að það sé til fólk sem hefur trú á þeim getur skipt öllu máli.

Björgvin markvörður er skemmtilegur og hress og hefur keppnisskapið í lagi... það geislar af honum leikgleðin og við sem horfum á hrífumst af honum...

Hvernig sem leikurinn fer á morgun, þá er víst að það verða margir sigurvegarar sem koma heim með verðlaun frá þessum Ólympíuleikum... Björgvin Páll Gústavsson er einn af þeim.

.

winner1

.

 


mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíbb

... Óli Stef. er engum líkur... Bíbb... viðtalið við hann var óborganlegt...

Og í dag leit hann beint í sjónvarpsvélina og sagði... "horfið þið bara á mig og reynið að sjá hvað ég er að hugsa"...

Ég er viss um að álfar fara snemma á fætur á sunnudaginn... og í morgunmat verður eflaust hákarl og brennivín...

Ég ætla á fætur líka... en hvort ég íhugi að ganga í Búddaklaustur verður að koma í ljós... kannski öll íslenska þjóðin fylgi bara Óla og strákunum eftir og gangi í heilu lagi í Búddaklaustur?

Já, núna er maður eiginlega til í hvað sem er... Bíbb.

.

buddah

.

 


mbl.is Af álfum og hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brattur-Verönd

... úff, nú var ég feginn... ég las fyrst... "Veröld kaupir Bratt"... mér dauðbrá, ég verð að segja það... enda er ég ekki til sölu...

... en þetta gefur mér hugmynd að nýju fyrirtæki sem ég geng með í maganum... sem kviknaði við komment hjá góðum vini mínum honum SandhólaPétri í síðustu færslu sjá hér...

... ég er sem sagt að fara að stofna fyrirtæki sem á að heita Brattur-Verönd.

Starfssemin gengur út á það að semja sögur eða ljóð fyrir fólk sem vill  gefa öðurvísi afmælisgjafir.

Þið bloggvinir og aðrir sem hingað rekið inn nefið, getið pantað hjá mér sögu eða ljóð til að gefa við ýmiss tækifæri. Þið sendið mér bara nafn viðkomandi og um hvað sagan á að vera í grófum dráttum.

Síðan fáið þið söguna útprentaða með viðeigandi mynd eins og ég hef verið að gera hérna á síðunni minni og allt innrammað.

En þróunarvinna er í gangi í með útfærsluna á þessu.

Er þetta ekki bara brilljant hugmynd?

.

bs00554_

.

 


mbl.is Veröld kaupir Bjart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingi sjóræningi

... hann hafði aldrei hugsað sér það þegar hann var lítill að verða sjóræningi... hann hét að vísu Ingi og var Þormóðsson...

... hann var bara eins og hin börnin, var þó frekar í góða og duglega hópnum og fékk alltaf góðar einkunnir... hann var engin slúbert... en það var hinsvegar Albert góður vinur hans... flestir reiknuðu með að Ingi yrði tannlæknir eða trompetleikari... hann var í lúðrasveitinni í skólanum... og spilaði meiri að segja sóló þegar lúðrasveitinn tók gamla Bítlalagði, Taste of Honey... ógleymanlega... hann var með fima fingur og langa... kannski var það merki um það að hann yrði sjóræningi... fingralangur... en það gat engin séð fyrir...

Albert slúbert stefndi hinsvegar beint í ræsið, það var alveg ljóst frá því að hann var 4  ára... þá tók hann hveitipoka sem hann fann í búrinu heima og dreifði um alla stofu þegar von var á gestum... og ekki nóg með það, hann sprautaði úr remúlaðiflösku yfir allt sjónvarpið...

En allt er í heiminum hverfullt og allt er breytingum undirorpið... og ekkert er öruggt... það er víst... Albert slúbert fór í menntaskóla og háskóla og gerðist síðan fréttamaður hjá Bændablaðinu... hann giftist henni Söru Talmann og lýkur hér með kafla hans í sögunni...

.

 49155PaperPirateHat

.

Ingi sjóræningi fór ungur á flakk um heiminn... vildi finna köllun sína í lífinu... hann fór til Asíu og gerðist hrísgrjónabóndi, hann fór til Ástralíu og vann á Kengúrubúi, hann fór til Argentínu og sló í gegn í leikhúsi í leikritinu Tangó, Tangó... hann var í Hollywood um tíma og lék þar í bíómyndinni... Why are you here?... og var við það að slá í gegn... en hann nennti ekki að verða frægur... keypti sér hraðbát og sólgleraugu sem Elton John hafði átt... hann fékk vin sinn, Dan Afterpal Tempelton í lið með sér... þeir sigldu um suðurhöfin og rændu ferðamenn... og gáfu fátækum megnið af peningunum og glingrinu sem þeir rændu... Ingi sjóræningi var hamingjusamur maður...

...  á kvöldin sat hann oft á þaki bátsins og horfði á tunglið speglast í sjónum... trompetinn var aldrei langt undan...

... brosandi mávarnir svifu í loftinu innan um tónana frá Taste of Honey....

 

.

Trumpet

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband