Færsluflokkur: Menning og listir

Endur-sögur

Hér er að renna úr hlaði þátturinn ; Endur-sögur... kem til með að birta eldri sögur sem ég hef áður birt á á blogginu... hér kemur sú fyrsta:

 Berjamaðurinn.


... einu sinni var maður sem hafði yndi af því að fara í berjamó...

Berjatíminn á Íslandi er stuttur... kannski fjórar vikur eða svo...
Í ágúst og fram í fyrstu frost í september..

Yfir vetrartímann skoðaði hann myndir af berjamóaferðum sínum frá
árinu áður, borðaði bláberjasultu með ostum og drakk berjasaft með...

Berjasaftin var samt ekki venjuleg berjasaft eins og þú og ég þekkjum hana...

Berjamanninum hafði tekist að búa til eðalvín úr krækiberjum og bláberjum...
17% sterkt vín...
.

 wine_bottle

.

Hann var því oft rallhálfur að skoða myndirnar sínar og merkja inn á GPS
staðsetningartækið sitt hvar bestu staðirnir voru... hann passaði sig alltaf
á því að leggja bílnum langt frá þeim stað þar sem hann tíndi berin...

Enginn mátti vita hvar besta berjalandið var...

Hann notaði ekki berjatínu, það var glæpur, sambærilegur við það hjá veiðimönnum og að húkka laxinn... menn sem húkka lax eru ekki hátt skrifaðir hjá öðrum veiðimönnum...

Einu sinni þegar okkar maður var búinn með fulla flösku af berjavíni og var
orðinn rjóður í framan, var bankað á útidyrnar... berjamaðurinn stakk upp í
sig Carr's tekexi og ostbita með bláberjasultu ofaná... hélt á flösku númer tvö í hendinni og tappatogara og fór til dyra...
.

 7253jam

.

Fyrir utan voru tveir snyrtilegir ungir menn að selja Jesúsblöð... viljið þið
ekki koma inn strákar og fá ykkur berjavín með mér; sagði berjamaðurinn

Ungu mennirnir skildu ekkert í íslensku, en gátu þó sagt; "fimmhundruð krónur"...

Nei, nei, sagði okkar maður... það kostar ekki neitt... komið þið bara inn á
skónum og smakkið á þessu víni með mér... drengirnir skildu bendingar mannsins
og gengu inn í stofu... berjamaðurinn hellti í glös fyrir þá og sagði;
Skál, drengir!

Síðan sýndi hann þeim myndirnar úr berjamónum og þeir sýndu honum á móti Jesúsblöðin.
.

jesus.marijuana

.

Þið eruð frábærir, strákar, sagði berjamaðurinn við trúboðana... nú komið þið bara
next autumn og pikkið nokkur berries with me... but you may only use your naked hands...nó machines!

If you do that, then I can sell Jesus papers for you... OK?

.

 bible-300x298

.

Þetta var sagan um það þegar berjamaðurinn gerðist trúboði.
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband