Ég sló mig

... tvö atvik úr vinnunni í dag...

Mér var réttur sími í dag, svona þrálaus borðsími, eða hvað maður getur kallað hann. Ég var að brasa eitthvað og greip símann og sagði nafnið mitt, eins og ég svara venjulega í símann.

Ég heyrði óm í manni sem var að selja mér vörur, sem ég panta reglulega í hverri viku... Það er eins og þú sért í Kína sagði ég, það heyrist ekkert í þér. Getur þú ekki talað hærra?

Maðurinn hækkaði róminn, en samt var hann ennþá í Kína. Ég bað hann aftur að tala hærra. Nú greindi ég aðeins hvað hann var að reyna að segja. Hann var nánast farinn að öskra, en samt svo óralangt í burtu að ég náði ekki öllu sem hann var að segja.

Það endaði með því að ég sagðist myndu slíta samtalinu og bað hann að hringja aftur. Þegar ég hafði lagt á leit ég á símtólið og sá að ég hafði snúið því öfugt, var allan tímann að tala í öfugan enda.

.

 paa144000038

.

Nú eftir þetta fór ég að brasa við að koma ruslagrind saman sem ég hafði verið að fá. Svona ruslagrind á hjólum. Þurfti að setja svartan ruslapoka í hana. Til að festa ruslapokann á hringinn efst var teygja. Á teygjunni var einhver plasthringur. Mér tókst að losa teygjuna, en þá spýttist hún framan í mig, og þessi harði plasthringur auðvitað beint  í augað.

Já, svona eru nú sumir dagar... stríðnispúkadagar. En ég er enn á lífi.

Það var heldur ekki góður dagur hjá þessum hérna að neðan.

.

 crap

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

..svona geta sumir dagar verið...en á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum...vonandi frábær dagur....

Bergljót Hreinsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ehh... þú fyrirgefur, en þú ert í launaðri vinnu, er það ekki ?

Steingrímur Helgason, 3.9.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Einar Indriðason

Svona er eitthvað sem snillingar lenda í ... símtólið í kína!

Snillingar :-)

Einar Indriðason, 4.9.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband