Færsluflokkur: Dægurmál

Óvissa með mig.

... jæja, þá er komið að því að fylgjast með handboltanum á Ólympíuleikunum... leikurinn við Rússa er um miðja næstu nótt... það er að vísu pínulítil óvissa með sjálfan mig hvort ég verði orðinn klár í slaginn eftir malarmoksturinn í gær... strengir í baki og einnig smá í sitjandanum...

... ég óttaðist um tíma að ég væri alveg úr leik, en með heitu baði og heilsunuddi ætti ég að verða orðinn góður fyrir leikinn við Rússa...

Áfram Ísland!

.

CB005737

.


mbl.is Guðjón líklega á leikskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimspeki

... ég missti þessa setningu út úr mér í dag...

Ég hef gaman að heimspeki, þótt ég viti varla hvað heimspeki er.

Svo fór ég að spá í orðið heimspeki, hélt reyndar fyrst að það orð væri skrifað með tveimur essum... heimsspeki... þ.e. speki heimsins... en ég er hvort eð er ekkert góður í stafsetningu.

Heimspeki er svona meira fyrir mér spekin heima fyrir. Hvað maður er að hugsa og segja yfir grjónagrautnum.

Svo fór ég að hugsa hvað gera heimspekingar? Kenna þeir bara öðrum heimspeki? Ja ekki veit ég.

.

 532px-Poincare_disc_hyperbolic_parallel_lines.svg

.

Ég las mér aðeins til um heimspekina og sé að hún er full af spurningum, eiginlega svakalega erfiðum spurningum eins og þessum:

1) Hver eru tengsl hugar og líkama?
2) Í hverju er hið góða líf fólgið?
3) Af hverju eigum við að breyta rétt?
4) Hvað er að vera maður sjálfur?
5) Hvernig vitum við að aðrir hugsi?

Nú ætla ég að reyna að svara þessum spurningum af bestu getu:

1) Það er þegar líkaminn æðir eitthvað út í buskann og hugurinn neyðist til að fara með.
2) Það er að sitja við sjónvarpið með ástinni sinni með kaldann bjór í hendi og horfa á United vinna.
3) Af því að annars værum við að svindla og Guð myndi hvort sem er alltaf komast að því.
4) Það er að hafa augun inni í hausnum á sér og horfa niður eftir líkamanum og niður á tær án þess að sjá sjálfan sig í framan.
5) Þeir bara eru þannig á svipinn.

Ég er ekki viss um að alvöru heimspekingar myndu svara þessu betur, er það nokkuð?

.

 thales

.

 

 

 

.

Skóflur, sár og strengir

... úff nú er ég þreyttur...

Vorum að moka og dreifa úr möl sem trailer sturtaði í heimkeyrsluna hjá okkur... náttúrulega að okkar beiðni... þetta voru heilir fimmtán rúmmetrar af möl... hvað ætli það séu mörg kíló?

Ég reyndi sem best ég gat að hafa við betri helmingnum sem er þvílíkur dugnaðarforkur að maður verður bara smá kettlingur í sandkassa við hliðinni á henni.

Ég er með blöðrur á höndunum og strengi í öllum vöðvum... meira að segja er ég með strengi í eyrnasneplunum... og því hef ég ekki lent í áður...

Magavöðvarnir eru helaumir og ég sem var búinn að gleyma því að ég er yfirleitt með magavöðva.
En það er bara gaman að sveifla skóflum og slétta möl með hrífu, svona annað slagið.

Man þegar ég var að grafa skurði í bæjarvinnuni heima í gamla daga... það þótti mér frekar leiðinlegt og ákvað í miðjum djúpum skurði að gera það ekki að ævistarfi mínu.

.digging


Kál

... væntanlega hefur forsætisráðuneytið lagt blessun sína yfir það að íslenski fáninn sé límdur á spergilkál, hvítkál, sveppi og jafnvel kínakál... þessar vörur eru merktar með einhverskonar afbrigði af íslenska fánanum sem er hið besta mál...

... sé kannski ekki alveg muninn á því að þessar vörur megi vera merktar með íslenska fánanum en nærbuxur og inniskór ekki...

 .

 broccoli

.

 


mbl.is Nærbuxur í fánalitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get

Nú hefst þátturinn Íslenskt mál:

Hef oft pælt (slettuorð) í litlum orðum... gaman að taka þau og skoða frá ýmsum sjónarhornum.

Í dag tökum við fyrir orðið "get". Hvað get ég gert?  Það er bara lítið saklaust orð... getur ekki gert mikinn óskunda, skyldi maður halda.

En svo fara skrítnir hlutir að gerast þegar við förum í þátíðina. Hvað gat ég gert. Þarna er allt í einu komið gat, hola í málið.

Og hvað er gat? Jú, hola eða jarðgöng til dæmis. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Við vorum bara í sakleysi að ræða orðið get og allt í einu erum við komin ofan í jarðgöng... og þegar maður talar um jarðgöng, hvað dettur manni fyrst í hug, jú Árni Johnsen og draumur hans um göngin til eyja. Og þá erum við komin til Vestmannaeyja og þá dettur maður fyrst í hug Lundi. Og hver er léttur í lundi hmm ég get verið léttari en lundi... en sjáið þið bara hvað gerðist, nú er get komið aftur í umræðuna löngu eftir að við vorum hætt að hugsa um það...

Þetta leiðir að þeirri niðurstöðu; að allt fer í hringi... byrjar á sama stað og það endaði.

get ég ekki meira að þessu sinni... þættinum er lokið.

.

large_HEARTRUN1

.

 

 


T. Rex fundinn!

Tyrannosaurus Rex er fundinn... hann var í frekar fúlu skapi þegar hann fannst, var grettur í framan og gramur, enda búinn að hafa það ferlega kósý í dágóðan tíma þegar ró hans var raskað... og skal ég segja ykkur, hrikalega andfúll...

... annars minnir þetta nafn, Tyrannosaurus Rex eða T. Rex, mig á nafn á saxafónleikara í jazzhljómsveit sem enginn þekkir...

.

saxophone

.


mbl.is Forfaðir grameðlunnar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var ég messi

... 17 ára gamall fór ég sem messagutti á millilandaskipi til Evrópu... fórum til Svenborg í Danmörku, Hamborgar, Rotterdam og Hull... fyrsta skiptið sem ég kom til útlanda... mikil upplifun...

... en ég var svo hrikalega sjóveikur... tældi með mér mávager frá Íslandi sem fögnuðu ógurlega þegar ég birtist á borðstokknum og fæddi þá alla leið yfir Atlandshafið... úff hvað þetta var erfið lífsreynsla... ég svitna enn þegar ég hugsa um þetta...

... en þó ég hafi verið messi, reyndar með litlum staf, komst ég aldrei í Argentíska landsliðið... kannski bara af því að ég er Íslendingur...

.

seasick

.


mbl.is Messi í liði Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ske og Bergsæll

... einu sinni var maður sem hét Ske... hann sat úti í lystigarði á mosagrænum bekk og grét... kom þá að grasálfur sem hét Bergsæll... hvað er að Ske? spurði grasálfurinn...

... ég er búinn að týna úrinu mínu, kjökraði Ske... af hverju þarftu úr Ske minn, spurði Bergsæll álfur... til að fylgjast með tímanum svarða aumingja Ske... en það breytir engu með tímann hann fer alltaf á sínum hraða hvort sem þú ert með úr eða ekki, hélt Bergsæll áfram... en ég veit ekki hvenær ég á að fara heim í mat, snökti Ske... þú ferð bara þegar þú ert svangur Ske minn, sagði álfurinn hughreystandi...  en ég veit ekki hvenær ég á að fara heim að sofa stundi Ske þunglega... þú ferð bara þegar þú verður syfjaður, svaraði Bergsæll álfur ...  og tíminn það er það eina sem nóg er til af... hann klárast aldrei..

... er þá ekkert að þó mig vanti úr, spurði Ske og var hættur að skæla...

... og álfurinn svaraði brosandi; nei, það er ekkert að Ske...

.

 ArtLlehanElf300

.

 


Óráð

... allir vita hvar ráðin eru í manni... jú, undir rifjunum... en hvar í ósköpunum skildu óráðin vera...

 ... ég er mát...

.

Man_SM

.


Ég og Langjökull

... margt líkt með mér og Langjökli... ég reikna með að ég hopi alla 21. öldina og verði líka horfinn með öllu um miðja næstu öld, ef ekki fyrr.

.

SmileyFace

.


mbl.is Langjökull horfinn eftir öld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband