Óráð

... allir vita hvar ráðin eru í manni... jú, undir rifjunum... en hvar í ósköpunum skildu óráðin vera...

 ... ég er mát...

.

Man_SM

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Ég skal segja þér, óráðin koma frá öðrum, þú veist, sumir vilja alltaf vera að gefa ráð og það eru yfirleitt óráð. Passaðu þig, að fá ekki svoleiðis undir rifin. Þú gætir orðið með óráði og þá fyrst ertu mát. Over and out.

kop, 6.8.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Fyrst ráðin eru undir rifjum finnst mér trúlegt að óráðin leynist á milli þeirra enda oft mun dýpra á ráðum en óráðum. 

Það útskýrir líka millirifjagigtina alræmdu. Þá eru menn að springa úr óráðum eins og fjölmörg dæmi eru um.

Svavar Alfreð Jónsson, 6.8.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Brattur

jú, kannski eru bara óráðin komin frá öðrum, setjast svo bara að á milli rifjanna og valda millirifjagigtinni... sem ég finn oft fyrir... best að forðast óráð í lengstu lög...

Brattur, 6.8.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er hægt að útiloka óráð með óráðsíu. 

Anna Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Brattur

... en ég á ekki óráðsíu... ætli það sé hægt að nota berjatínu?

Brattur, 6.8.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það styður líka millirifjakenninguna að oft er mjög erfitt að greina á milli ráða og óráða. Ráð geta reynst óráð og öfugt. Það hlýtur því að vera stutt á milli ráða og óráða.

Margir hafa því brugðið á það ráð að koma sér upp sérstakri óráðsíu til að sía út mestu óráðin.

Önnur kenning um þessi mál er á þá leið að millirifjagigt stafi af bólgu eða þrota undir rifjum og bendi það eindregið til þess að þá séu menn ráðþrota.

Svavar Alfreð Jónsson, 6.8.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband