Heimspeki

... ég missti þessa setningu út úr mér í dag...

Ég hef gaman að heimspeki, þótt ég viti varla hvað heimspeki er.

Svo fór ég að spá í orðið heimspeki, hélt reyndar fyrst að það orð væri skrifað með tveimur essum... heimsspeki... þ.e. speki heimsins... en ég er hvort eð er ekkert góður í stafsetningu.

Heimspeki er svona meira fyrir mér spekin heima fyrir. Hvað maður er að hugsa og segja yfir grjónagrautnum.

Svo fór ég að hugsa hvað gera heimspekingar? Kenna þeir bara öðrum heimspeki? Ja ekki veit ég.

.

 532px-Poincare_disc_hyperbolic_parallel_lines.svg

.

Ég las mér aðeins til um heimspekina og sé að hún er full af spurningum, eiginlega svakalega erfiðum spurningum eins og þessum:

1) Hver eru tengsl hugar og líkama?
2) Í hverju er hið góða líf fólgið?
3) Af hverju eigum við að breyta rétt?
4) Hvað er að vera maður sjálfur?
5) Hvernig vitum við að aðrir hugsi?

Nú ætla ég að reyna að svara þessum spurningum af bestu getu:

1) Það er þegar líkaminn æðir eitthvað út í buskann og hugurinn neyðist til að fara með.
2) Það er að sitja við sjónvarpið með ástinni sinni með kaldann bjór í hendi og horfa á United vinna.
3) Af því að annars værum við að svindla og Guð myndi hvort sem er alltaf komast að því.
4) Það er að hafa augun inni í hausnum á sér og horfa niður eftir líkamanum og niður á tær án þess að sjá sjálfan sig í framan.
5) Þeir bara eru þannig á svipinn.

Ég er ekki viss um að alvöru heimspekingar myndu svara þessu betur, er það nokkuð?

.

 thales

.

 

 

 

.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þú ert ekki verri heimspekingur er hver annar...

Gulli litli, 9.8.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: kop

Svar við nr. 1 gæti líka verið; Þegar hugurinn æðir út í buskann, en líkaminn neitar að fylgja með.

Annars er þetta ekki svo galin heimspeki hjá þér, nema að þú ert í einhverju rugli með svar nr. 2

kop, 9.8.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Brattur

já, rétt... það er spurning hvort að hugurinn eða líkaminn stjórnar... held þeir geri þetta til skiptist... er til eitthvað betra svar við númer 2 hmm... ?

Brattur, 9.8.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband