Óvissa með mig.

... jæja, þá er komið að því að fylgjast með handboltanum á Ólympíuleikunum... leikurinn við Rússa er um miðja næstu nótt... það er að vísu pínulítil óvissa með sjálfan mig hvort ég verði orðinn klár í slaginn eftir malarmoksturinn í gær... strengir í baki og einnig smá í sitjandanum...

... ég óttaðist um tíma að ég væri alveg úr leik, en með heitu baði og heilsunuddi ætti ég að verða orðinn góður fyrir leikinn við Rússa...

Áfram Ísland!

.

CB005737

.


mbl.is Guðjón líklega á leikskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er þér bara pískað út Brattur minn hjá Borgfirðingum versus Snæfellingum?

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Vona að þú náir þér í tækja tíð fyrir leikinn..væri slæmt að missa þig..En geymum Guðjón bara þennann leik,tók GG ekki einhverja varamenn út sem geta komið inná þá?Eða tók hann bara 8 menn út þar af  tvo markmenn.Smá Koníak kemur þér í gang líka....allavega mér.Kveðja

Halldór Jóhannsson, 9.8.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Ragnheiður

Ja..klukkan hvað á þessi leikur að vera ? vonandi losnarðu við strengina fljótlega.

Ragnheiður , 9.8.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: kop

Hvað, ertu ekki brattur? Ég vona bara að Íslendingar verði brattir á móti Dönum, þó ekki væri annað.

kop, 9.8.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Brattur

Jú, ég er bara ansi brattur Vörður... en að vinna Dani er nú alltaf skemmtilegast... það verð ég að segja...

en klukkan hvað leikurinn er veit ég ekki alveg milli 3 og 4 í nótt held ég...

Brattur, 9.8.2008 kl. 17:02

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Leikurinn er um það bil 02.30..

Halldór Jóhannsson, 9.8.2008 kl. 18:31

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig í andskotanum datt þeim í hug að hafa Ólympíuleika á þessum tíma dags Vita þeir ekki hvað klukkan er á Íslandi, ha? Láttu ekki valta yfir þig í Borgarfirðinum Brattur minn Átti annars leið um Borgarnesið í kvöld á leiðinni suður og það var ósköp ágætt. Stoppaði hvorki í Hyrnunni né öðrum okursjoppum og rann ljúfar gegnum staðinn en laxerolía í harðlífissjúkling. Bestu kveðjur frá Tuðaranum, sem í fyrramálið flýgur á vit ævintýranna í Buenos Aires og síðar suður undir Suðurskautið sjálft. Jíha! 

Halldór Egill Guðnason, 9.8.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Handbolti karla er fyrir konur & strandbolti kvenna er fyrir menn.

Viva Brazil !

Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 23:07

9 Smámynd: Brattur

Það er sko ekkert verið að valta yfir mig í Borgarnesi Halldór minn... hér lifi ég sæll og kátur og rækta minn garð... að fá smá strengi við garðrækt og malarmokstur er bara ábót á hamingjuna...... og eftir gott hunangsbað sefur maður svo vel...

...góða ferð út í hinn stóra heim... við Anna stefnum á ferð til Suður Ameríku í framtíðinni, þú gefur okkur skýrslu síðar...

Brattur, 9.8.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband