Færsluflokkur: Dægurmál
Til hamingju Ómar!
6.8.2008 | 13:33
Þetta eru gleðifréttir. Ómar Ragnarsson er sá maður sem þekkir landið best allra Íslendinga og veit svo sannarlega hvað hann er að segja. Ómar er hugrakkur og hefur fengið margt skítkastið frá löndum sínum vegna baráttu sinnar en ekki látið deigan síga.
Viss um að í framtíðinni á fólk eftir að minnast hans með þakklæti.
Til hamingju Ómar!
.
.
![]() |
Ómar Ragnarsson verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spennandi keppni í mótmælum
6.8.2008 | 11:58
... keppnin í mótmælum á Ólympiuleikunum hefst á laugardaginn eða kl. 03:03 að íslenskum tíma...
... fyrir þá sem ekki vita þá er notaður tommustokkur úr bambus í þessari merku grein... tveir eru í hverju liði...
... annar keppandinn, sem kallaður er "hendirinn" fírir tommustokknum eins og spjóti í lítið kökumót... hinn liðsfélaginn sem kallaður er "mælirinn"... hleypur þá á fullu spítti að kökumótinu, tekur upp bambustommustokkinn og mælir kökumótið... hann kallar svo upp töluna sem hann les af stokknum á kínversku... zigangzu-bullibulli... sem þýðir tuttugu og tveir komma þrír...
... hendirinn reynir að heyra hvað mælirinn er að segja og kallar til baka huruhuruhuru... sem þýðir, vel gert...
Síðan leggur dómarinn saman þrjú atriði; hvar hitti tommustokkurinn kökumótið... hve langan tíma það tók mælinn að hlaupa frá hendinum að kökumótinu... og að lokum hve nákvæm mælingin var...
Árangurinn er mældur í bröggum.
Heimsmetið í þessari grein er 55,5 braggar.
.
.
![]() |
Mótmælendur handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svífum hærra
6.8.2008 | 10:23
... þetta eru stórkostlegar fréttir... ég sem hélt að við værum alveg búnir að vera í fótboltanum... vonandi færir þetta strákunum okkar aukinn kraft og bjartsýni... ég þori varla að vona að næst verðum við komnir í 96. sætið...
.
.
![]() |
Ísland upp um eitt sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ketill
5.8.2008 | 22:54
Ketill gat verið ískaldur... á morgnana... og morgunfúll... en svo þegar búið var að setja hann í samband varð honum fljótt heitt í hamsi.
Annars var hann bara nokkuð skapgóður og blíður miðað við það að vera úr járni. Og þegar vatnið sauð í honum, þá söng hann suðuvatnsbúbblulagið af hjartans lyst. Mjög fallega sungið, miðað við það að hann Ketill var úr járni og algjörlega hjartalaus.
Eigandi Ketils var hinsvegar ekki úr járni, hann var úr efni sem kallað var hold og blóð. Hann var einnig með hjarta. Hjarta hans var alltaf hálf kalt. Hann var með napurt hjarta.
Katli langaði að kenna eiganda sínum suðuvatnsbúbblulagið og sjá hvort ekki væri hægt að bræða hjarta hans. Fá hann til að hafa gaman af lífinu. Því Ketill fann það á eigin skinni, sem þó var úr járni, að söngurinn bætti geð hans.
.
.
Einn morguninn þegar kaldrifjaði eigandi hans kom fram í eldhús og stakk Katli í samband, þá söng Ketill fegurra en hann hafði nokkru sinni gert fyrr.
Og viti menn, karlskarfurinn byrjaði að muldra með, ekki beint syngja, en tafsaði búbbl, búbbl, búbbl... og svo kom lagið með smá saman... dimmri bassaröddu.
Blaðburðadrengurinn sem kom á hverjum morgni rak upp stór eyru, fúli karlinn var að syngja og einhver var að spila undir... búbbl, búbbl.
Blaðburðadrengurinn fór syngjandi frá húsinu, söng hástöfum suðuvatnsbúbblulagið meðan hann var að bera út afganginn af blöðunum. Þetta var svo skemmtilegt lag.
Enn þann dag í dag er talað um káta daginn í þorpinu þegar allir þorpsbúar lærðu að syngja suðuvatnsbúbblulagið... en enginn veit hver samdi það nema þeir sem lesa þessa sögu.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grjón
5.8.2008 | 11:10
... rakst á þetta spakmæli á netinu... hljómar kínverskt...
... á þetta bara ekki vel við núna á krepputímum... þar sem bil ríkra og fátækra er alltaf að aukast á Íslandi?
... við höfum ekki alltaf þörf fyrir allt sem við kaupum og viljum eignast...
Þótt þú eigir tíu þúsund ekrur lands, getur þú aðeins torgað einni skál af hrísgrjónum á dag; þótt í húsi þínu séu þúsund herbergi tekst þér aðeins að nýta átta fet á hverri nóttu.
.
.
Ég ætla að reyna að muna eftir hrísgrjónaskál næst þegar ég er að því kominn að eyða í einhverja vitleystu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gáta
1.8.2008 | 14:34
... hér kemur gáta í anda Dolla Dropa...
... maður fór upp á hálendið með poka af grasfræi, hélt á honum yfir vinstri öxl... Hann var með heitt súkkulaði í brúsa, sex kleinur og flatkökur með hangikjöti... einnig var í farteskinu suðusúkkulaði og hárbursti...
... hann kom að stað þar sem uppblástur var mikill... einstök rofabörð risu upp úr sandinum eins og óvökvaðir kaktusar í stórri forstofu...
... okkar maður hóf þegar aðgerðir, tók af sér bakpokann með nestinu og einnig fræsekkinn... hann fór úr vindjakkanum, lagði hann í sandinn og settist... hlustaði á kyrrðina í auðninni og varð hugsað til ömmu sinnar sálugu... hann sá hana fyrir sér sitja á eldhúskollinum heima og raula; Bjargið aldan, borgin mín...
... eftir tvo bolla af heitu kakói og tvær kleinur, stóð hann upp og hóf að dreifa fræjum...
Honum fannst hann vera partur af náttúrunni, partur af alheiminum, partur af Guði. Hann var að græða landið.
Og þá er nú gátan búin.
Spurningin er, hvað er þessi maður???
.
.
Smáa letrið; svar við gátunni kemur ekki fyrr en á sunnudaginn. Endilega glímið við hana þangað til.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Helgi góður
1.8.2008 | 09:22
... mér fannst Helgi Seljan standa sig feikivel í þessu viðtali... stjórnmálamenn komast alltof oft upp með að svara ekki spurningum fréttamanna... Helgi fylgdi bara eftir spurningum sínum, sem Ólafi fannst erfitt að svara... viljum við ekki annars fá svör pólitíkusanna í svona viðtölum? Viljum við bara að þeir vaði út um víðan völl og tali um allt annað en spurt var um eins og Ólafur var að reyna að gera...?
Ég segi húrra fyrir Helga Seljan, frábær fréttamaður.
.
.
![]() |
Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stjörnuspáin mín
31.7.2008 | 20:28
... heyannir byrjuðu í fyrradag... þeim lauk snögglega hjá mér um kvöldið með garðslætti... síðan eru hundadagar byrjaðir líka að mér skilst...
...ég veit hinsvegar alltaf hvenær hundadögum líkur... því þá er ég einu ári eldri en ég var í fyrra... á afmæli á samskeytunum á Ljóni og Meyju...
... er ekkert sérstakur stjörnumerkja spekúlant... en þó alltaf gaman að skoða stjörnuspána...
... hér kemur stjörnuspáin mín fyrir næstu vikur...
Mánuðurinn framundan er spennandi fyrir Ljónynjuna.
Hlýr andvari rómantíkur mun leika um þig og mildur ástarskúr ætíð í grennd.
Hjarta þitt slær taktfast og sál þín mun syngja óbyggðasöngva.
Þú munt kannski ekki vaða um í peningum, en syndir um í hunangsbaði á hverjum degi.
Kíldu á 'ða
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ómagi
30.7.2008 | 22:49
Í þá gömlu góðu daga voru ómagar ekki óalgengir á Íslandi. Ómagar voru frekar fátækt fólk sem fékk oft lítið að borða. Af því leiddi að fólkið var full grannvaxið og með lítinn maga. Ómagi.
.
.
Hér er mynd frá Ómagaöld. Ómaginn var í mat þegar myndin var tekin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Líf eftir þetta...
26.7.2008 | 09:15
... var að spekúlera ef ég fæddist aftur á þessari jörð og yrði þá annað hvort ávöxtur eða grænmeti, hvað vildi ég þá helst vera...
Kálhaus... neiiiii.... það lítur eitthvað svo illa út... held að þeir hugsi svo smátt...
Laukur... já, kemur til greina... laukur ættarinnar...
Rauðlaukur... já, ef ég væri indíáni...
Hvítlaukur... ef ég væri ekki svertingi...
Blaðlaukur... eins og blaðamaður... ekki svo slæmt...
Banani... hmm... er það ekki svolítið apalegt...
Ástríðuávöxtur... af því að ég held með Man.United... nei... of óþjált...
Stjörnuávöxtur... nei... held það sé leiðinlegt að vera stjarna...
Agúrka.... nei, of auðvelt að uppnefna, er ekkert að frétta, bara gúrkutíð?
Plóma... svolítið krúttlegt
Melóna... ahh...
Nektarína... veit ekki... eins og maður sé alltaf klæðalaus...
Tómatur... þá yrði ég uppnefndur tómur..
Kartafla... þá yrði ég settur í skóinn fyrir jólin...
Sveppur... ekkert betra en kálhaus...
Villisveppur... miklu betra... enda ég svolítið villtur...
Cherry tómatur... ekki svo slæmt... ef ég væri róni
Avocado... líst vel á það... þá myndi ég kalla mig Greifinn af Avocado....
Já, gamli þarna uppi... ef þú ætlar að láta mig fæðast aftur... hafðu mig þá Avocado...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)