Færsluflokkur: Dægurmál

For

... skrítið þetta orð for...

Við vitum að for er svona einhverskonar moldardrulla... eða álíka...

Svo þegar maður kemur á veitingastað þá spyr þjóninn gjarnan;

Hvað má bjóða ykkur í for rétt... hvernig dettur mönnum í hug að bjóða manni drulluköku að borða?
Menn verða nú að fara að skírða út úr moldarkofunum í þessum efnum á Íslandi.

Svo var það vitnið sem var svo skítugt að vísa varð því út úr dómshúsinu...
Það var náttúrulega for vitni... og á slíkum vitnum er ekkert mark takandi á...

... skrítni gaurinn sem settist alltaf í fjóshauginn... hann var kallaður for seti.

... og gamli karlinn sem þvoði sér aldrei... hann er náttúrulega for eldri.

.

 igorjr2

.

 


Kútur bogni

...  þið munið kannski eftir sögunum um hann Kút... einu get ég bætt við um hann...

... hann vann við að lyfta áburðapokum...allan daginn... á kvöldin kom hann heim og var þá orðin verulega boginn í baki...

...hann lagðist í rúmið sitt, boginn eins og banani. Afi Spörður og Lati frændi þurftu að koma og tosa í fætur og höfuð til að rétta úr Kúti ræflinum...

Afi Spörður sagði þá gjarnan; Lati frændi eigum við ekki að rétta úr Kútnum?

Þá vitið þig hvernig þetta orðatiltæki varð til.

.

banana

.

Smáa letrið: Það þarf varla að taka það fram við trygga lesendur mína, að þessi saga er bara bull.


Afar

.Afar eru mikilvægir í íslensku máli... alltaf í fréttunum... alltaf verið að tala um þá...

Afar mikilvægir

Afar skemmtilegir

Afar fróðlegir

Afar hlýlegir

Afar kostir

Afar góðir

Afar gæfir

Afar sjaldgæfir

.

grandfatherthumbnail

.


Puð að vera Guð

... einu sinni var miklu auðveldara að vera Guð...

...Hann hafði þá yfirsýn, fyrst yfir Adam og Evu og svo þegar mannkyninu fjölgaði upp í 100 var þetta enn bara nice job... en svo fór nú að kárna gamanið... fólki fjölgaði heil ósköp og flæddi um alla heimsbyggðina... það var orðið virkilega flókið að taka manntal... engar tölvur voru til, enda Guð ekki búinn að pæla mikið í því á þeim tíma...

... fólksfjöldinn varð að milljónum og síðan milljörðum... þetta sá Guð reyndar fyrir og ákvað að lita fólk gult, svart og hvítt... þá var miklu auðveldara að telja... en Hann var svo önnum kafinn öllum stundum að telja að Hann mátti ekkert vera að því að sinna hjálparstörfum og leiða gamlar konur yfir gangbrautir...

... Hann var í mestu vandræðum með presta og preláta, kardinála og biskupa... þeir voru alltaf að fara í krossferðir og slíkt... með miklum látum... það endar með að þeir meiða einhvern... hugsaði Guð...

.

 Attila-PopeLeo-ChroniconPictum

.

... svo þurfti Hann að hugsa um rigninguna og rokið og sólina og blíðuna og laga til eftir jarðskjálftana sem sá í neðra var alltaf að leika sér með...

... til að auðvelda sér hlutina bjó Guð til tæki... Computer... tölvuna... nú á hann miklu betur með að fylgjast með heimsmálunum og kreppunni, vísitölunum og hvað margir ríkir eru að tapa miklum peningum...

... Hann hefur gaman af því að lesa bloggsíður... Hann sagði mér þó í trúnaði að Hann hefði ekki haft mikið gaman af öllu þessu ísbjarnarfári fyrr í vor...

... Nú að lokum kæri Guð, vona ég að þú fyrirgefir mér að tala svona um þig á léttu nótunum... þú hefur þó húmor, það veit ég... og er það ekki einmitt það sem við þurfum að hafa mennirnir líka...

... svo gerir það vinnuna þína bara skemmtilegri...

.

 latestspace4_god_at_his_computer

.


Það er allt of mikið í mér

... mjóhryggurinn er merkilegt fyrirbæri... hvar er mjóhryggurinn breiðastur... hmm... eða getur hann aldrei orðið breiður... hmm...

... er mjóhryggur bara mjór, jafnvel á breiðu fólki... ég er stundum ekki alveg klár á því hvar mjóhryggurinn er á mér... veit það svona næstum því... en vitið þið hvar allir hlutir eru í ykkur... ég veit alveg hvar hnéskelin er... og að botnlanginn er hægra megin, hjartað vinstra megin... og að heilinn er ofarlega í mér...og ristin neðarlega... asnalegt nafn annars, rist... viltu brauð og rist hmm... nei takk ómögulega... bara brauð núna...

... en hvar er brisið? hef aldrei pælt í því... og ég tala ekki um kólesterólið í manni... held reyndar að ég sé ekki með neitt svoleiðis...

... svo er fullt af hlutum sem ég vissi ekkert um að væru í mér... og líklega ekki þið heldur...

...sjáið þið bara:

.

 finger-pointing

.

... conchae nasales, vertebrae lumbales, coccyx, mandibula, os frontales, m.gluteus maximus, m.obliquus externus, m.depressor labii inferioris, m.pectoralis major, m.semimenbranosus, vena pulmonalis, epiglottis, glandula salivariae, oesophagus, hypophysis cerebri, appendix vermiformis...

Svo nokkur nöfn á íslensku:

... liðbolur, sáldbein, axlarhyrna, augnkarl, sjalvöðvi, kálfatvíhöfði, upptök (vissi að ég hefði upptök)...
... neðrivararfellir, höfuðvendir, skraddaravöðvi, ölnarslagæð
....

Þetta er ekki nema brot af því sem er inni í mér... ég vissi að ég væri flókinn.... en vá maður... ekki nema von að maður sé stundum of þungur á vigtinni...

.

 skeleton

.


Sameining

... skrítið orð, brúðkaup... líklega einhver gáfuð skýring til á því... en er brúðurin að kaupa brúðgumann , eða öfugt... hmm...

... þyrfti að finna upp betra nafn á þessa athöfn... sameining... t.d. hvað segið þið um það...

... við ætlum að sameinast í sumar... viltu gera mér þann heiður að koma í sameininguna mína... myndi þá vera sagt...

... og presturinn segði, vilt þú Gunnmundur sameinast Gunnmundu og öllu hennar hafurtaski...

...  Gunnmundur svaraði að bragði, "sameinuð stöndum vér, búum til skyr og strokkum smér"...

... svolítið öðruvísi... ekki satt?

.

 wedding

.

 


mbl.is Júlí mánuður brúðkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóveikur að blogga

... þegar ég blogga, þá er ég oftast með litla eða óljósa hugmynd um það hvað ég ætla að segja... skemmtilegast finnst mér að skrifa smásögur, eða örsögur... sem ég kalla "Instant" sögur...

... ég er þá aðeins með þessa litlu hugmynd í farteskinu og veit ekkert hvert hún leiðir mig... stundum tekst mér vel upp, stundum ekki eins og gerist... þær sögur sem ég er hvað ánægðastur með, fá yfirleitt ekki mörg komment...Blush... líklega hef ég svona skrítinn smekk.... hmmm...

Yfirleitt blogga ég ekki um fréttir... það eru nógu margir í því... en þó geri ég undantekningu á þeirri reglu, sérstaklega þegar innlitin verða fá... þá þarf egóið smá búst... en þó er það ekkert gaman heldur, því þegar maður bloggar um frétt, þá koma margir inn en eru ekkert að tjá sig... fullt af heimsóknum, en engin segir neitt... púðurskot...

... skemmtilegast finnst mér þegar bloggvinir mínir segja mér að skrif mín hafi glatt þá... þá eflist ég allur og vil gera enn betur næst...

... svo þegar ég er búinn að blogga og vista, en ekki enn búinn að birta... þá kemur þessi setning upp í blogginu... "Þessi færsla er uppkast"... mér verður alltaf hálf óglatt og sé grænt þegar ég les þessa setningu... og ég er ekki að djóka...

... væri ekki betra að segja bara... "Þessi færla er "kastanía"...

... þá kannski verður mér ekki svona óglatt þegar ég er að blogga...

.

hermit_sick

.

 


Uppgjöf stjórnmálamanna

... ástandið á landsbyggðinni er löngu hætt að vera grafalvarlegt... það er komið miklu lengra en það... ég er fæddur og uppalinn á landsbyggðinni... í vinnu minni í dag ferðast ég mikið um landsbyggðina, kem í bæi og þorp, þar sem einu sinni var allt iðandi af mannlífi... nú á sumum stöðum er jafnvel ekki búið í nema helmingi húsanna í bænum... auðar blokkir standa eins og fólk hafi flúið undan eldgosi eða einhverju álíka...

Stjórnmálamenn eru löngu búnir að gefast upp á ástandinu og vinna jafnvel að því að leggja niður mannlíf á landsbyggðinni... þeir hafa löngum talað um að "færa störf út á landsbyggðina"... en vinna svo þvert ofan í það sem þeir segja... ekki er langt síðan að Fasteignamat ríkisins lagði niður 2 störf í Borgarnesi og 1 á Egilsstöðum... ekki mörg störf kannski, en tákrænt fyrir það sem er að gerast... mörg svipuð dæmi má finna um flutning starfa af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins...

... mér finnst pólítíkusar, jafnvel þeir sem kalla sig landsbyggðapólítikusa, bara yppa öxlum yfir þessari þróun og eru gjaldþrota með hugmyndir...

jæja, nú hætti ég þessu rausi... það er farið að síga í mig...

.

 SmileyAngryDevil

.

 

 


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaun í boði

... þegar maður drekkur brennivín, þá er sagt að maður sé ýmist fullur, eða hálfur... hífaður, slompaður, góðglaður... blindfullur... sauðdrukkinn...

en þegar maður drekkur ekki brennivín, þá er maður bara edrú... ekki hálf edrú, ekki blindedrú, eða edrúglaður... eða jafnvel sauðedrú... en maður jú getur verið bláedrú, en sjaldan bláfullur... uss... hvað þetta er allt skrýtið...

... en þarna finnst mér íslenskan sem sagt halda með þeim fulla...

Auglýsi ég því hér með eftir fleiri orðum yfir það ástand að vera edrú.

Besta tillagan hlýtur vegleg verðlaun... vísa, ljóð eða örsaga um vinningshafann... og 1 lítri af íslensku ísköldu blávatni... hik...

.

 feature-water2LG

.

 


Innhverf íhugun

... í kvöld er hausinn á mér tómur... maginn er fullur og sjálfur er ég blá edrú... ég ætlaði að blogga eitthvað sem ég var að hugsa um í nótt þegar ég vaknaði klukkan hálf þrjú... það var svo ofboðslega fyndið í nótt að ég hristist allur úr hlátri og hélt honum niðri í mér til að vekja ekki heimilisfólkið...

... en svo í morgun mundi ég ekkert hvað ég var að hugsa í nótt og af hverju ég hló svona mikið...

... ég fór því í innhverfa íhugun a la Brattur... og hvernig gengur hún fyrir sig, kunna einhverjir að spyrja...

.

 law-of-attraction-treasury-meditation.gif

.

jú, sko, ég fer fyrst úr inniskónum og er bara á táslunum... sest upp í rúm og stari á tærnar... virkilega fast... eftir nokkur augnablik... þá hætti ég að sjá á mér tærnar... sálin á mér skrúfast inn í hausinn og líður ljúflega um heilann... leitar að hugmyndum, leitar að því sem ég hef gleymt... í öll skúmaskot sem fyrirfinnast í þessum skrítna haus... svo kemur hún aftur út og gefur mér skýrslu...

... réttir mér yfirleitt blað þar sem á stendur það merkilegasta sem hún fann á rúntinum um heilann...

... í morgun fékk ég hinsvegar autt blað frá sálinni... hún hafði ekki fundið neitt... ekki baun, ekki örðu ekki heystakk í títuprjóni...

... heilinn á mér er semsagt tómur... ég er ekki að grínast, sko...

... bara í fullum trúnaði að lokum... ég veit ekkert í minn haus...

... ég finn ekki einu sinni inniskóna mína...

.

 Kung%20Fu%20Slippers

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband