Það er allt of mikið í mér

... mjóhryggurinn er merkilegt fyrirbæri... hvar er mjóhryggurinn breiðastur... hmm... eða getur hann aldrei orðið breiður... hmm...

... er mjóhryggur bara mjór, jafnvel á breiðu fólki... ég er stundum ekki alveg klár á því hvar mjóhryggurinn er á mér... veit það svona næstum því... en vitið þið hvar allir hlutir eru í ykkur... ég veit alveg hvar hnéskelin er... og að botnlanginn er hægra megin, hjartað vinstra megin... og að heilinn er ofarlega í mér...og ristin neðarlega... asnalegt nafn annars, rist... viltu brauð og rist hmm... nei takk ómögulega... bara brauð núna...

... en hvar er brisið? hef aldrei pælt í því... og ég tala ekki um kólesterólið í manni... held reyndar að ég sé ekki með neitt svoleiðis...

... svo er fullt af hlutum sem ég vissi ekkert um að væru í mér... og líklega ekki þið heldur...

...sjáið þið bara:

.

 finger-pointing

.

... conchae nasales, vertebrae lumbales, coccyx, mandibula, os frontales, m.gluteus maximus, m.obliquus externus, m.depressor labii inferioris, m.pectoralis major, m.semimenbranosus, vena pulmonalis, epiglottis, glandula salivariae, oesophagus, hypophysis cerebri, appendix vermiformis...

Svo nokkur nöfn á íslensku:

... liðbolur, sáldbein, axlarhyrna, augnkarl, sjalvöðvi, kálfatvíhöfði, upptök (vissi að ég hefði upptök)...
... neðrivararfellir, höfuðvendir, skraddaravöðvi, ölnarslagæð
....

Þetta er ekki nema brot af því sem er inni í mér... ég vissi að ég væri flókinn.... en vá maður... ekki nema von að maður sé stundum of þungur á vigtinni...

.

 skeleton

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Undarlegast er þó að þegar maður fær verki í þessa undarlegu nöfn - þá fyrst fattar maður hvar þeir eru staðsettir, jafnvel þó nöfnin séu ekki á hreinu ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Obbs..best að vita sem minnst um þetta til að minnka líkurnar á að verða illt í viðkomandi dótaríi ....

Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er ekki frá því að sjalvöðvinn sé hálfaumur. 

Anna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Brattur

... maður verður bara að halda epiglottis í góðu standi... hann sér um brosið og glottið...

Brattur, 20.7.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Trúirðu því að einusinni lærði ég þetta alltsaman utanað, afturábak og framávið? Og hefði léttilega farið með það allt utanað í svefni. Hvað þá vöku. Enda slær maður oft um sig með svona setningu t.d.: "Já, kallinn minn, hvernig gekk nú tonsillektómían hjá þér, hefurðu enn tonsillitis eða fékkstu góða remissjón?"

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Veit fátt um innvolsið í líkamshulstrinu mínu. Þakka ágæta útlistun á varahlutapakkanum, ef ske kynni að maður þyrfti nú að skipta út einhverju seinna meir. Hefurðr annars einhverja hugmynd umm verð á axlarhyrnum í dag?

Halldór Egill Guðnason, 21.7.2008 kl. 01:41

7 Smámynd: Brattur

... Halldór... það fer eftir því hvernig þú vilt hafa axlarhyrnuna... viltu hana krómaða með blikkljósum, eða með ískri eins og í gömlum hjörum... hmm... verðið er þetta á bilinu 500-800 þúsund... án ísetningar... hægt að setja á rað...

Brattur, 21.7.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband