Uppgjöf stjórnmálamanna

... ástandið á landsbyggðinni er löngu hætt að vera grafalvarlegt... það er komið miklu lengra en það... ég er fæddur og uppalinn á landsbyggðinni... í vinnu minni í dag ferðast ég mikið um landsbyggðina, kem í bæi og þorp, þar sem einu sinni var allt iðandi af mannlífi... nú á sumum stöðum er jafnvel ekki búið í nema helmingi húsanna í bænum... auðar blokkir standa eins og fólk hafi flúið undan eldgosi eða einhverju álíka...

Stjórnmálamenn eru löngu búnir að gefast upp á ástandinu og vinna jafnvel að því að leggja niður mannlíf á landsbyggðinni... þeir hafa löngum talað um að "færa störf út á landsbyggðina"... en vinna svo þvert ofan í það sem þeir segja... ekki er langt síðan að Fasteignamat ríkisins lagði niður 2 störf í Borgarnesi og 1 á Egilsstöðum... ekki mörg störf kannski, en tákrænt fyrir það sem er að gerast... mörg svipuð dæmi má finna um flutning starfa af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins...

... mér finnst pólítíkusar, jafnvel þeir sem kalla sig landsbyggðapólítikusa, bara yppa öxlum yfir þessari þróun og eru gjaldþrota með hugmyndir...

jæja, nú hætti ég þessu rausi... það er farið að síga í mig...

.

 SmileyAngryDevil

.

 

 


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt kvótakerfinu að kenna, það vita það allir en enginn segir neitt nema einn einmanna sjómaður suður með sjó. Svo það furðulega er að Sjálfstæðisflokkurinn er með kjörfylgi upp á 29% á landbyggðinni, varðhundur kvótakerfisins getur stólað á stuðning landsbyggðarinnar þ´ratt fyrir að hafa traðkað á rétti sömu aðila.

Valsól (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband