Í sturtunni

Ég fór í sund í kvöld.
Í búningsklefanum og í sturtunni getur maður stundum orðið vitni að fróðlegum umræðum.

Í kvöld varð ég vitni að þessu samtali.

Maður 1 ávarpar mann 2)

"Á morgun eru 141 dagur til jóla". 

(Ég hugsaði lengi um það og hugsa um það enn af hverju hann sagði ekki að í dag væru 142 dagar til jóla???)

Maður 1 heldur áfram og spyr mann 2)

"Ertu búinn með sumarfríið"?

Maður 2 svarar:

"Já en ég á eftir að fara að veiða í nokkra daga".

Það er nefnilega það... að fara að veiða telst greinilega ekki vera sumarfrí lengur.
Maður lærir heilan helling um lífið og tilveruna í sundlaugarsturtunni enda sálin svo hrein eftir gott bað.
.

 Pulsating_SC_Jet_Shower_Head

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jú sko.... af því að það var komið kvöld í gær þegar hann sagði það... Honum hefur ekki fundist smart að segja "Í kvöld eru nánast 142 dagar til jóla..."

Það hefur ekkert komið fram hvað maðurinn ætlaði að veiða? 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Einar Indriðason

Svo er talan 141 flottari heldur en 142... meiri svona.. Samhverfa í henni.

Einar Indriðason, 13.8.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kæri Brattur. Þú ert verri en IKEA. Farinn að tala um jólin í ágúst! Annars bestu kveðjur í Borgarnes frá Tuðaranum á Eldlandinu, þar sem vorið er á næstu grösum, eða þannig.

Halldór Egill Guðnason, 15.8.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband