Himnaríki

Þetta nótt skildi hann
Hvernig alheimurinn hefði orðið til
Stórihvellur
Stjörnuþokurnar
Og allir litirnir
sem höfðu kurlast út í geiminn
Við fæðinguna

Hann gekk út á veröndina
dró að sér svalt næturloftið

Honum fannst hann hafa stigið
Inn fyrir hlið Himnaríkis
Þar sem rósir og túlípanar
breiddu úr sér
Dökkrautt og gult
Svo langt sem augað eygði

Inni sá hann skugga hennar
dansa á panilveggnum

Í útvarpinu
söng engill
himneskan sálm.
.

 universe

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband