Ferguson var að hringja

... ég var ekkert hissa áðan þegar síminn hringdi og Sir Alex Ferguson var á hinum endanum.

Það fór vel á með okkur Alex. Hann spurði hvort ég hefði ekki fengið rauðvínsflöskuna frá sér fyrir jólin og ég spurði á móti hvort Laufabrauðið sem ég sendi honum hefði komið óbrotið til hans.

Hann vill fá mig í hvelli á Old Trafford og taka við treyju númer 7...

Þá er ég kominn í hóp með George Best, David Beckham og Christiano Ronaldo...

Ronaldo ætlar að vera svo góður að eftirláta mér treyjuna sína... hann verður sjálfur með númer 77 hér eftir...

Fyrsti leikurinn hjá mér verður gegn Chelsea 10. janúar... ég ætla nú að skreppa í sund til að koma mér í form fyrir leikinn.

.

 United-Brattur

.

 


mbl.is Neville og Park fá nýja samninga við United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Abba babb... þýðir þetta þá að ég þarf að fara að fylgjast með boltanum?

Abba babb!

Einar Indriðason, 3.1.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Brattur

jááááá... Einar... og mundu bara númerið á mér - 7 - og þegar ég skora fyrstu þrennuna mína... þá segir þú; Ég þekki Bratt.

Brattur, 3.1.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Einar Indriðason

Þá verður sko kátt í höllinni!  :-)

(fyrir hvaða lið, segirðu?  (úbss...... hefði kannski ekki átt að spyrja....))

Einar Indriðason, 3.1.2009 kl. 17:27

4 identicon

Linux Sign Generator:     Afram Brattur    afram brattur    AFRAM BRATTUR

Sandhólapétur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:43

5 Smámynd: Brattur

Einar þetta er liðið... nú þarft þú bara að segja "Ég er United maður"... og þá ertu kominn í hópinn!

Takk fyrir stuðninginn SandhólaPétur

Brattur, 3.1.2009 kl. 18:40

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það verður auðvelt fyrir þig að fá treyju pissudúkkunnar því hún er á förum frá Manchester. Menn eru orðnir uppgefnir á leikaraskapnum í henni. Jafnvel Rauðnefur var að segja að hún yrði að vera harðari af sér. Hún nær sér aldrei á strik gegn alvöruliðum og fer þá í fýlu. Hún fer til Spánar eða Ítalíu nú í sumar.

Baldur Hermannsson, 3.1.2009 kl. 18:46

7 Smámynd: Brattur

Gleðilegt ár Baldur!

Verð nú að viðurkenna að Ronaldu hefur ekki verið í takti við suma leiki í vetur... en allir vita nú samt hvað hann getur... hugarfarið skiptir máli og hlutirnir koma ekki af sjálfu sér... Alex Ferguson er sá maður sem kemur réttu hugarfari í menn og hann á eftir að koma Ronaldo í gang... hann er jú bara 23 ára ungur maður...

Brattur, 3.1.2009 kl. 18:56

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðilegt ár Brattur, ég óska þér heilla í baráttunni því ekki erum við að keppa við þig, megum þakka fyrir fjórða sætið. Veit ekki hvort Wenger hefir peninga til að fjárfesta. En Ronaldo verður ekki langlífur í Englandi.

Baldur Hermannsson, 3.1.2009 kl. 19:09

9 Smámynd: kop

Þú myndir náttúrulega fríkka uppá þetta lið, þó ekki væri annað og ekki veitir af.

Ég les ennþá bloggið þitt, þó ég sé hættur að blogga sjálfur, í bili.

Gleðilegt ár.

kop, 5.1.2009 kl. 19:39

10 Smámynd: Brattur

Úff Vörður, er ekki viss um að liðið verði fallegra við komu mína, ekki nema þá ég tæki hægri bakvarðarstöðuna af Gary Neville

En takk fyrir að lesa bloggið mitt og bullið sem út úr mér kemur... það finnst mér gaman að heyra.

Góðar kveðjur á þig Púllari...

P.S. heldur þú annars að ykkar tími sé komin að verða Englandsmeistarar?

Brattur, 5.1.2009 kl. 19:45

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú spyrð að vísu Púllarann en ég svara fyrir mig: nei, ég hef litla trú á því að Liverpool hafi það sem þarf til að klára vertíðina með sömu velgengni og hingað til. Það eina sem ég sé í stöðunni og gæti hjálpað þeim er sú staðreynd að hin toppliðin eru einkennilega tæp líka og eru ekki að spila sinn besta bolta. Ég hygg þó að ManU muni hafa þetta á seiglunni eins og svo oft áður. Ég spái þeim sigri.

Baldur Hermannsson, 5.1.2009 kl. 19:59

12 Smámynd: kop

Að sjálfsögðu trúi ég á mína menn og að sjálfsögðu hjálpar það að hin liðin tapi stigum.

Það besta er að við höfum haldið okkur á toppnum án Torres, en nú er hann kominn aftur og þá erum við óstöðvandi.

Svo vonast ég eftir jafntefli í leik Chelsea og júnætid, það væri snilld.

kop, 5.1.2009 kl. 20:30

13 Smámynd: Brattur

Ég er eiginlega að vonast til þess að baráttan muni standa milli Man. United og Liverpool... kominn tími til að þessir gömlu erkifjendur takist á... það er bara gaman... spái því að United vinni deildina með jafnmörg stig og Liverpool, en með betri markamun  ... United á helling inni að mínu mati, hafa ekki verið að spila vel í vetur, en eru "tæknilega" bara einu stigi á eftir Liverpool... leikurinn um helgina á móti Chelsea á eftir að sýna hvort United er tilbúið að veita Liverpool keppni...

Brattur, 5.1.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband