Spegillinn

  • ... lengi eftir að hún var farinn sat hann við gluggann og horfði út götuna... hann vonaði að hún kæmi aftur, en vissi að það myndi ekki gerast...

... svo náði hann í Whiskey flösku inn í skáp, setti klaka í glas og hellti fullt...

... það fór skjálfti um hann þegar hann fann vínið renna niður... helvíti var það gott... helvíti leið honum illa...

Hann gekk fram á baðherbergi og leit í spegil, órakað var andlit hans að venju... Hann horfðist í augu við sjálfan sig og sagði upphátt... hvað ætlar þú nú að gera gamli gaur?

Hvað ætla ég að gera? Huh... það er nú frekar ég sem á að spyrja svona heldur en þú, róninn þinn... hvæsti spegillinn á hann... mikið rosalega ertu eitthvað krumpaður í framan og með bauga... mér líst ekkert á þig...

Hann hrökk við, leit ofan í glasið, það var tómt... hann hellti meira úr flöskunni... og drakk...
.

 whiskey_2

.

Þú kannt þá að tala spegill, ekkert venjulegur spegill ha? Þú lítur nú bara ekkert vel út sjálfur, ert hálf sjúskaður ræfillinn.
Svo hættu að henda grjóti úr glerhúsi, því ef ég hendi til baka þá ertu búinn að vera,spegiltuska.

Heyrðu leyfðu mér að þurrka þér í framan
... hann skvetti Whiskey lögg á spegilinn og þvoði hann með þvottapoka... svona, nú lítur þú mun betur út... fór nokkuð í augun?

Heldur þú að þú hafir gott af því að drekka núna?  spurði spegillinn...

Hvað á ég annað að gera, ég er fúll, ég er einmana... hvað er betra en að drekka þá?
.

 _44706441_drink_226_corbis

.

Hugsaðu um morgundaginn, sagði spegillinn... langar þig að vakna grúttimbraður á morgun og vera að drepast allan daginn? Farðu frekar upp í rúm núna með góða bók, vaknaðu hress í fyrramálið og farðu í góðan göngutúr... vorið er í nánd... finndu ilminn af því, hlustaðu á söng farfuglanna... þá kemst þú að því að það er svo margt gott í lífinu... byggðu þig upp og hættu að væla...

Hann horfði á spegilinn dágóða stund; sagði svo... þú ert bara næstum því orðinn sætur eftir andlitsþvottinn... ég ætla bara að kyssa þig góða nótt... svo smellti hann kossi á spegilinn og fór inn í rúm.
.

 Framed_Mirror

.

Daginn eftir mundi hann ekki hvort þetta hafði gerst í raunveruleikanum eða hvort þetta var draumur.

Hann opnaði dyrnar út á verönd og fann hvernig hlý vorgolan læddist yfir axlir hans og streymdi inn í húsið.

Frá baðherberginu heyrði hann einhvern tauta; svona út með þig druslan þín...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð saga!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahahaha, kannski ég pússi speglana upp úr viský þessi jól!

Góður!

Edda Agnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Þú ert ágætis penni:)

Vigdís Stefánsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband