Fyrsta spurningin

Einu sinni var ekki búið að finna spurninguna upp.

Gíraffarnir og öll hin dýrin þurftu aldrei að spyrja um eitt eða neitt... forfeður okkar Apamennirnir þurftu heldur ekki að spyrja neins... allt var svo eðlilegt í heiminum og allt svo augljóst og skýrt... engin þurfti að spyrja spurningar, fyrr en einn daginn...
.

 bonsai%20tree_44e6ce98049b2

.

... þann sólríka dag sátu tveir loðnir Apamenn á trjábol sem lá á jörðinni... þeir voru nýbúnir að éta sextán banana hvor og voru alveg pakksaddir... þeir sátu hálfdasaðir af áti á trénu og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera af sér...

Þeir klóruðu sér í hausnum og ráku puttana í nefið og eyrun á sér... nudduðu fótunum í jörðina og hugsuðu lítið... annar þeirra tekur þá upp lurk sem þarna lá og byrjar að berja honum í jörðina... fyrst laust og síðan fastar og fastar... það komu skemmtileg hljóð út úr þessu og honum var skemmt... hann gleymir sér í trylltum trommuslætti.... allt í einu lemur hann alveg óvart í fótinn á hinum Apamanninum...

... sá rekur upp skaðræðisóp og hoppar og skoppar út um allt... svo þegar sársaukinn minnkar, gengur hann að félaga sínum og segir, bæði svekktur og reiður...

Hurga urga burga?

Sem þýðir á íslensku; ertu ruglaður maður eða hvað?
.

 apeman

.
Þetta er talin vera fyrsta spurningin sem spurð var á þessari jörðu.  Bara ef þið vissuð það ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband