Veganesti

Nú um miđjan ágúst ćtlum viđ gamli gagnfrćđaskólabekkurinn, árgerđ 1953 ,ađ hittast í okkar gamla heimabć, Ólafsfirđi... ţađ verđur náttúrulega til ţess ađ mađur fer ađ rifja ýmsa hluti upp, gramsa í gömlum koffortum og blása rykiđ og kóngulóarvefi af myndum og pappírum... mér gekk ágćtlega í skóla, en ţegar unglingurinn blés upp í mér... ţá fór ýmislegt úrskeiđis um tíma...

...ég vildi einu sinni hćtta í skóla, man ekki hvort ég var 15 eđa 16 ára... ţađ fór allt á annan endann, mamma og pabbi kölluđu til prest til ađ rćđa viđ strákinn og reyna ađ snúa honum!... en hann hélt viđ sinn keip... eđa svona nćstum ţví... skólastjórinn hans var lítill og snaggaralegur náungi, mikill listamađur og sterkur persónuleiki,  gat alveg veriđ mjög strangur... sá ungi leit upp til hans... litli skólastjórinn kallađi nemandann sinn sem vildi hćtta í skóla, á sinn fund.

Ţetta atvik og ţessi fundur snertu mig mjög mikiđ og ég í miđjum unglingnum fór ađ hugsa hvort ég vćri virkilega ađ gera rétt... auđvita snéri hann mér aftur inn í skólann og er ég honum ćvarandi ţakklátur fyrir ţađ... og ţađ veganesti sem ég fékk út í lífiđ frá mínum gamla skólastjóra...ţetta ljóđ lýsir ţví sem gerđist.

 Veganestiđ.

Hann horfđi
Íhugull
Yfir gleraugun sín

Litli skólastjórinn
Međ fallega upprúllađa skeggiđ
Og spurđi lífsleiđa
Nemandann sinn
Međ Jimi Hendrix háriđ:

Ćtla ţú ađ verđa
Einn af ţeim
sem alltaf gefst upp?

Ţađ fćrist glott
Yfir reynsluríkt
Andlit mannsins
Sem eitt sinn var
Lífsleiđi nemandann
Ţegar hann rifjar ţetta upp

Hann veit
Ađ ţessi orđ
Fengu hann
Til ţess ađ ţrauka
Lengur en

Jimi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góđ saga Takk.

Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Samgleđst ţér yfir ađ hitta gamla skólafélaga. Líka yfir kynnum viđ ţennan skólamann sem hafđi svo afgerandi áhrif á líf ţitt. Ég hef átt ţví láni ađ fagna (vođalega er ég eitthvađ hátíđleg í dag, veit ekki hvusslax ţetta er....) ađ hitta gamla skólafélaga á Eskifirđi í tvígang. Skemmti mér konunglega, drakk of mikiđ og talađi of mikiđ og dansađi of mikiđ. Ţađ er stundum svo gaman ađ gera allt of mikiđ, ţví stundum er mađur svo upptekinn af ţví ađ gera of lítiđ...

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Ingibjörg Friđriksdóttir

Algjörlega frábćrt!  Ţađ jafnast fátt á viđ ţađ ađ hitta gamla skólafélaga, svo ég tali nú ekki um ţegar árin eru orđin svona mörg.   Einnig er gott, ađ til er og var, skólafólk sem gátu haft góđ áhrif á nemendur sína.  Ég bý ennţá ađ ţví ađ hafa haft framúrskarandi barnaskólakennara, en ţannig voru ţeir titlađir í ţá daga.

Ingibjörg Friđriksdóttir, 4.8.2007 kl. 17:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband