Eftir 50 þúsund ár

Fyrir 40 árum miðuðu vísindamenn (man ekki í hvaða landi) á fjarlægar reikistjörnur og skutu í átt til þeirra... skilaboðum... veit ekki nákvæmlega hvernig þessi skilaboð eru... en þeir sendu þessi skilaboð náttúrulega í þeirri von að fá svar til baka... frá geimverum...

En það verða einhverjir aðrir en þeir sem fá svarið ef það þá einhvern tímann kemur til baka... því það tekur skilaboðin 25 þúsund ár að ná til stjarnanna og svo önnur 25 þúsund ár að koma til jarðarinnar aftur... oooo ég missi líklega af svarinu líka...
Þá verð ég dáinn... æ,æ... ég á eftir að sakna mín...

Gefum G.E. Hannessyni orðið;

Gull, silfur, demantar
eru ekki verðmæti
heldur tíminn
sem þú dvelur hjá mér
.

28-time-management

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En spáði einhver í það áður en skilaboðin voru send að líklega veit enginn ef og þegar svar berst, hverju er verið að svara?

Pældu í flækjunni sem upphefst þá!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Brattur

Úpps já... ætli þeir geti ekki bara kallað skilaboðin til baka ? Kannski koma bara grænar ófreskjur og éta alla bananana frá okkur.

Brattur, 5.5.2010 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband